Myndavélar reikna út meðalhraða á Grindavíkurvegi

Íslendingar hafa frá árinu 2007 búið við svokallað punktaeftirlit.
Íslendingar hafa frá árinu 2007 búið við svokallað punktaeftirlit. Jakob Fannar Sigurðsson

Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Svo gæti farið að slíkt myndavélakerfi verði einnig til staðar í nýjum Norðfjarðargöngum en útboðsferli stendur þar yfir.

Sjálfvirkt eftirlit á meðalhraða bifreiða fækkar slysum stórlega og sparar samfélaginu peninga, að því er fram kemur fram í skýrslu frá verkfræðistofunni Mannvit, sem unnin var í samstarfi við umferðardeild Vegagerðarinnar, með það að markmiði að kanna kosti og galla innleiðingu meðalhraðaeftirlits.

Borgar sig hratt upp

Það tekur aðeins um eitt ár að vinna til baka þann kostnað sem til fellur við uppsetningu og rekstur myndavélanna. Ábatinn til 50 ára, að frádregnum kostnaði, er í skýrslunni metinn á einn til einn og hálfan milljarð króna á hvern vegkafla. Að baki þeim tölum eru tölulegar forsendur sem byggja á virði mannslífa.

Í meðalhraðaeftirliti felst að tekin er mynd af ökumanni og númeraplötu bifreiðar á einum punkti. Jafnframt er þar skráður niður hraði ökutækis og öxulþungi þess. Á hinum enda vegkaflans er svo tekin sams konar mynd en hugbúnaður sér um að reikna meðalhraða bílsins á vegkaflanum. Hafi ökumaður ekið hraðar en leyfilegur hámarkshraði kveður á um, er ökumanni gert viðvart með rauðu blikkandi ljósi. Hann má þá eiga von á því að þurfa að borga sekt, að undangenginni greiningu starfsmanna, sem yfirfara myndir af þeim sem brotlegir reynast. Öðrum myndum er eytt.

Frétt mbl.is: Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

Í skýrslunni kemur fram að hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og sex banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegköflum.

Fimm vegkaflar skoðaðir

Fimm vegkaflar voru teknir fyrir í skýrslunni; áðurnefndur Grindavíkurvegur, Akrafjallsvegur, Ólafsfjarðarvegur og tveir vegkaflar á hringveginum, í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fram kemur í skýrslunni að erlendar rannsóknir sýni að sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit sé skilvirkara en sjálfvirk punktahraðaeftirlit, sem íslenskir ökumenn þekkja. Norsk rannsókn sýnir með óyggjandi hætti að alvarlegum slysum fækkaði meira á svæðum þar sem meðalhraðaeftirliti var beitt, en á svæðum þar sem notast var við punktahraðaeftirlit.

Auður Þóra segir að Vegagerðin hafi verið í samstarfi við norska kollega vegna þessa. Þar hafi reynslan sýnt að verulega dragi úr alvarlegum slysum og mannskaða á þeim köflum þar sem meðalhraðaeftirlit hefur verið reynt.

Kafli í samgönguáætlun

Spurð hvort pólitískur vilji sé fyrir verkefninu svarar Auður því til að verið sé að skrifa tillögur að samgönguáætlun fyrir árin 2018-2021. Í henni verði að finna kafla um meðalhraðaeftirlit. Ljóst sé hins vegar að fjárveitingar þurfi að koma til, áður en eftirlitskerfi sem þetta verður sett upp. „Það er verið að skrifa þetta inn í samgönguáætlun en það þarf auðvitað fjárveitingar. Það er ekki hægt að segja að við höfum uppáskrift Alþingis enn.“ Hún bindur hins vegar vonir til að kerfið verði komið í gagnið á Grindavíkurvegi, hið minnsta, á næsta ári.

mbl.is

Innlent »

Sagðist bara þurfa að fá að ríða henni

08:58 Grófar nauðgunarhótanir, ummæli á borð við að stjórnmálamaður þurfi „bara að fá að ríða“ viðkomandi stjórnmálakonu og óviðeigandi snertingar eru meðal þeirra frásagna sem stjórmálakonur deildu sín á milli í lokuðum hópi á Facebook. Meira »

Skólahald fellt niður á Akureyri

08:52 Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri vegna veðurs. Skólahald hefur einnig verið fellt niður í Verkmenntaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Krefjast þess að karlar taki ábyrgð

08:31 Á fimmta hundrað stjórnmálakonur hafa sent frá sér sameiginlega áskorun þar sem þess er krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkar taki af festu á stöðu mála varðandi kynferðisofbeldi og áreitni í íslenskum stjórnmálum. Meira »

Endurhæfing sjúkra er fundið fé

08:18 Aðeins er hægt að sinna rúmlega helmingi beiðna sem berast frá læknum víðs vegar að af landinu um endurhæfingu skjólstæðinga þeirra á Reykjalundi, að sögn forstjórans þar, Birgis Gunnarssonar. Meira »

Rafmagn komst aftur á um eittleytið

08:16 Rafmagn á Austurlandi var alls staðar komið á aftur um klukkan eitt í nótt en það byrjaði að fara af um einum og hálfum tíma fyrr. Meira »

Stórhríð í Hvalfirði

08:01 Stórhríð er í sunnanverðum Hvalfirði og þæfingsfærð að því er fram kemur á vef Vegagerðarinar. Á Vesturlandi er víða hvasst, en víðast er þó verið að hreinsa vegi í kringum þéttbýli. Brattabrekka er þungfær en þæfingsfærð er á köflum á Snæfellsnesi. Holtavörðuheiði er enn lokuð. Meira »

Fékk aðsvif og lenti á staur

07:46 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til um fimmleytið í morgun vegna bíls sem hafði lent á staur við Hringbrautina. Hafði ökumaðurinn fengið aðsvif við aksturinn. Meira »

Gullaldarliðs Akurnesinga verði minnst

07:57 Bæjarráð Akranes hefur falið menningar- og safnanefnd bæjarins til úrvinnslu hugmyndir Gunnars Sigurðssonar um það hvernig bærinn geti minnst frumkvöðla íþróttalífsins á Akranesi. Meira »

Símalaus sunnudagur Barnaheilla

07:37 „Með símalausum sunnudegi erum við að vekja athygli á því hversu stór hluti símarnir eru orðnir af lífi okkar. Við eyðum oft dýrmætum tíma fjölskyldunnar með símann á lofti.“ Meira »

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

07:19 Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustantil. Meira »

„Kolófært og slæmt skyggni“

07:05 Björgunarsveitir voru ræstar út á sjöunda tímanum í morgun til að aðstoða bíl sem er fastur í nágrenni Þelamerkur í Hörgársveit. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er kolófært og slæmt skyggni í Hörgársveit. Meira »

Bauð 676 milljónir í lóð á Kirkjusandi

06:32 Húsvirki hf. átti hæsta tilboðið í byggingarétt og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Fyrirtækið bauð 676 milljónir króna. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar stóð að útboðinu og voru tilboð opnuð í gærmorgun. Meira »

Verbúðirnar verði friðaðar

06:28 Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að fela hafnarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar hvernig standa megi að friðun verbúðanna við Geirsgötu þar sem miðað verði við friðun á þeim reit sem húsin standa á eða ytra útliti húsanna. Meira »

Hlutfall einstaklinga í íbúðarkaupum eykst

06:18 Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hækkandi á síðustu misserum. Það var 93,6% á 3. ársfjórðungi í ár sem er hæsta hlutfallið síðan á 2. fjórðungi 2012. Meira »

Fékk skilorði í kannabissúkkulaðimálinu

06:09 „Ég er ekkert ósátt við dóminn, að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mínum gjörðum eins og annað fullorðið fólk,“ segir Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona búsett í Danmörku sem í gær var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að „kannabissúkkulaðimálinu“. Meira »

Ekki ætti að kjósa um viðhaldsverkefni

06:24 „Ég tel að halda eigi áfram með þetta, en leita allra leiða til að virkja borgarbúa enn frekar til þátttöku,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um íbúalýðræðisverkefnið „Hverfið mitt“ sem Reykjavíkurborg stóð fyrir á netinu. Meira »

Íhuga mál gegn borginni

06:12 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær deiliskipulagstillögu um Landsímareit við Austurvöll sem heimilar hótelbyggingu á reitnum. Málið fer til fullnaðarafgreiðslu á borgarstjórnarfundi 5. desember. Meira »

Greiddu offituaðgerð

06:06 Dæmi eru um að stéttarfélög hafi tekið þátt í kostnaði félagsmanna sinna við offituaðgerðir sem gerðar eru á einkareknum stofum. Verkfræðingafélag Íslands hefur greitt 2/3 af kostnaði tveggja félagsmanna við slíkar aðgerðir og fleiri stéttarfélög fá beiðnir um slíkt. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...