Myndavélar reikna út meðalhraða á Grindavíkurvegi

Íslendingar hafa frá árinu 2007 búið við svokallað punktaeftirlit.
Íslendingar hafa frá árinu 2007 búið við svokallað punktaeftirlit. Jakob Fannar Sigurðsson

Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Svo gæti farið að slíkt myndavélakerfi verði einnig til staðar í nýjum Norðfjarðargöngum en útboðsferli stendur þar yfir.

Sjálfvirkt eftirlit á meðalhraða bifreiða fækkar slysum stórlega og sparar samfélaginu peninga, að því er fram kemur fram í skýrslu frá verkfræðistofunni Mannvit, sem unnin var í samstarfi við umferðardeild Vegagerðarinnar, með það að markmiði að kanna kosti og galla innleiðingu meðalhraðaeftirlits.

Borgar sig hratt upp

Það tekur aðeins um eitt ár að vinna til baka þann kostnað sem til fellur við uppsetningu og rekstur myndavélanna. Ábatinn til 50 ára, að frádregnum kostnaði, er í skýrslunni metinn á einn til einn og hálfan milljarð króna á hvern vegkafla. Að baki þeim tölum eru tölulegar forsendur sem byggja á virði mannslífa.

Í meðalhraðaeftirliti felst að tekin er mynd af ökumanni og númeraplötu bifreiðar á einum punkti. Jafnframt er þar skráður niður hraði ökutækis og öxulþungi þess. Á hinum enda vegkaflans er svo tekin sams konar mynd en hugbúnaður sér um að reikna meðalhraða bílsins á vegkaflanum. Hafi ökumaður ekið hraðar en leyfilegur hámarkshraði kveður á um, er ökumanni gert viðvart með rauðu blikkandi ljósi. Hann má þá eiga von á því að þurfa að borga sekt, að undangenginni greiningu starfsmanna, sem yfirfara myndir af þeim sem brotlegir reynast. Öðrum myndum er eytt.

Frétt mbl.is: Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

Í skýrslunni kemur fram að hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og sex banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegköflum.

Fimm vegkaflar skoðaðir

Fimm vegkaflar voru teknir fyrir í skýrslunni; áðurnefndur Grindavíkurvegur, Akrafjallsvegur, Ólafsfjarðarvegur og tveir vegkaflar á hringveginum, í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fram kemur í skýrslunni að erlendar rannsóknir sýni að sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit sé skilvirkara en sjálfvirk punktahraðaeftirlit, sem íslenskir ökumenn þekkja. Norsk rannsókn sýnir með óyggjandi hætti að alvarlegum slysum fækkaði meira á svæðum þar sem meðalhraðaeftirliti var beitt, en á svæðum þar sem notast var við punktahraðaeftirlit.

Auður Þóra segir að Vegagerðin hafi verið í samstarfi við norska kollega vegna þessa. Þar hafi reynslan sýnt að verulega dragi úr alvarlegum slysum og mannskaða á þeim köflum þar sem meðalhraðaeftirlit hefur verið reynt.

Kafli í samgönguáætlun

Spurð hvort pólitískur vilji sé fyrir verkefninu svarar Auður því til að verið sé að skrifa tillögur að samgönguáætlun fyrir árin 2018-2021. Í henni verði að finna kafla um meðalhraðaeftirlit. Ljóst sé hins vegar að fjárveitingar þurfi að koma til, áður en eftirlitskerfi sem þetta verður sett upp. „Það er verið að skrifa þetta inn í samgönguáætlun en það þarf auðvitað fjárveitingar. Það er ekki hægt að segja að við höfum uppáskrift Alþingis enn.“ Hún bindur hins vegar vonir til að kerfið verði komið í gagnið á Grindavíkurvegi, hið minnsta, á næsta ári.

mbl.is

Innlent »

Berjast um að heilla bragðlaukana

20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf. sem ekki eru söluhæfar beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Vantar pláss

19:38 Elín Helga Sveinbjörnsdóttir formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, segir vanta pláss fyrir umhverfis auglýsingar á Íslandi og að þróunin hérlendis sé öfug í miðað við erlendis. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »

Mótmæla hækkun á leigu vegna hávaða

17:33 Hópur íbúa á stúdentagörðunum við Sæmundargötu og Eggertsgötu hafa sent áskorun til Félagsstofnunar stúdenta um að fresta hækkun leigugjalds vegna hávaða sem stafar af framkvæmdum FS í nágrenninu. Meira »

Landað í sumarblíðu á Seyðisfirði

16:55 „Við fórum út á miðvikudag og það tók okkur dálítinn tíma að finna þorskinn en þegar hann fannst á Gerpisflakinu gekk vel að veiða. Í reyndinni fengum við megnið af þorskinum á einum sólarhring, síðan fengum við um 18 tonn af karfa og lítilsháttar af ufsa og ýsu.“ Meira »

Kynferðisbrotaþoli og líka gerandi

15:53 „Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur er ég líka gerandi. Ég hef ýjað að þessu í viðtali um reynslu mína en ekki sagt það nógu hreint út - ég hef valdið þjáningum sjálfur.“ Þetta segir Halldór Auðar Svansson pírati í Facebook-færslu sinni. Meira »

Árangurslaus fundur flugvirkja

16:58 Flugvirkjafélag Ísland og Samtök atvinnulífsins funduðu í fyrsta sinn með ríkissáttasemjara í dag vegna flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Bilun í hitaveituröri við Hringbraut

16:01 Töluvert tjón hefur orðið vegna heitavatnsleka sem varð frá hitaveituröri Veitna við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs á fjórða tímanum í dag. Heitt vatn hefur m.a. flætt inn í kjallara húsa á svæðinu og biðja Veitur íbúa að fara varlega þar sem vatnið getur valdið brunasárum við snertingu. Meira »

Hellulaug stenst gæðakröfur

15:38 „Vegna umræðu um heitar náttúrulaugar á Vestfjörðum viljum við að þetta komi fram. Hellulaug við Flókalund stenst allar kröfur sem gerðar eru til náttúrulauga.“ Þetta kemur fram í færslu sem starfsfólk Hótels Flókalunds birtir á Facebook. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 4/9, 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 1/5, 28/6: 4 w...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Píanó til sölu
Yamaha, 25 ára, hvítt, í góðu ásigkomulagi og nýstillt. Stóll úr beyki fylgir. ...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...