Bændur í útlöndum og dreifing mjólkur stöðvuð

Nautgripur. Mynd úr safni.
Nautgripur. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Starfsmanni MAST sem fór í eftirlitsferð á mjólkurbúið Viðvík í Skagafirði á fimmtudaginn síðastliðinn var meinaður aðgangur að fjósinu. Daginn eftir stöðvaði Matvælastofnun dreifingu mjólkur frá bænum. Bændurnir voru í útlöndum á þeim tíma og börn þeirra sem eru 9, 15 og 24 ára sáu um búið á meðan. Bændurnir vildu vera viðstaddir heimsóknina og óskuðu því eftir að henni yrði frestað. Ekki var orðið við þeirri ósk og því var dreifing mjólkur frá bænum stöðvuð daginn eftir eftirlitsferðina.  

Á mánudaginn fékk eftirlitsmaður MAST að kanna aðstæður á mjólkurbúinu og reyndust hollustuhættir viðunandi. Seinna í dag er því búist við að dreifingarbanninu verði aflétt. Þegar dreifingarbannið var sett á var enginn rökstuddur grunur um að eitthvað væri  að mjólkinni heldur gat starfsmaður ekki gengið úr skugga um að hollustuhættir í matvælaframleiðslu væru viðunandi.

Fremur sjaldgæf vinnubrögð

„Þetta er fremur sjaldgæft,“ segir Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, spurður út í aðgerðir MAST. Hann bendir hins vegar á að starfsmenn MAST verði að geta gert úttektir á matvælaframleiðslu án þess að eigendur eða rekstraraðilar viti af henni fyrir fram.   

Samkvæmt matvælalögum er matvælafyrirtækjum skylt að veita óhindraðan aðgang til eftirlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað, segir í tilkynningu frá MAST.

mbl.is/Styrmir Kári

„Valdníðsla“ af hálfu MAST

„Mér finnst lágmarkskrafa að bóndinn sé viðstaddur þegar starfsmaður MAST mætir í skoðunarferð,” segir Guðríður Björk Magnúsdóttir, bóndi í Viðvík. Hún var nýlega lent í Noregi þegar einn af þremur sonum hennar sem var heima og sá um búið hringir í hana og greinir frá því að starfsmaður MAST væri kominn til að skoða fjósið.

Að sögn Guðríðar hafi honum verið greint frá því að þeir væru ekki fulltrúar búsins og gætu þar með ekki leyft starfsmanni MAST að skoða fjósið. Þá hafi starfsmaður MAST, Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir, sagt að ef hann fengi ekki að skoða fjósið þyrfti að kalla til lögreglu til að framfylgja skoðuninni. Guðríður talaði við Jón í síma og benti honum á að hann þyrfti líka að fá húsleitarheimild þar sem búreksturinn væri á einkakennitölu. Ekkert varð úr lögregluheimsókninni. 

Daginn eftir, á föstudeginum 18. ágúst, birtist starfsmaður MAST með skjal sem hann biður elsta soninn á bænum um að skrifa undir. Hann neitaði því þar sem hann er ekki forráðamaður búsins og taldi sig ekki hafa rétt til þess, að sögn Guðríðar. Skjalið var afrit af skýrslu um stöðvun á markaðssetningu mjólkur.  

„Við óskuðum eftir því að heimsókninni yrði frestað því við héldum að við ættum skýlausan rétt til þess að vera viðstödd í okkar húsum eða að tilkvaddur fulltrúi búsins væri það,“ segir Guðríður. Ekki varð úr því og þurftu bændurnir Guðríður og eiginmaður hennar, Kári Ottósson, að senda MAST yfirlýsingu þess efnis að stofnunin fengi aðgang að fjósinu án þeirra eða fulltrúa þeirra án leyfis hvenær sem væri til þess að skoðun og opnun færi fram. Sú skoðun fór fram á mánudaginn eins og greint var fyrr frá. 

Furðar sig á nafnbirtingu búsins

„Mér finnst þetta valdníðsla og ekkert annað,“ segir Guðríður. Hún tekur samt fram að það sé margt gott sem MAST geri og sinni og eftirlitsskyldu þeirra bæri að taka alvarlega, hins vegar þykir henni þetta hafa verið full gróf framganga í þeirra garð. Hún furðar sig einnig á nafnbirtingu búsins í tilkynningu MAST. 

„Það er greinilega ekki sama hver á í hlut. Hvers vegna var bóndinn ekki nafngreindur sem drap kvígu með að draga hana á eft­ir bíl sínum í fyrrasumar? Það er mun alvarlegra en að krefjast þess að fá að vera viðstaddur þegar MAST kemur í eftirlitsferð á búið sitt,“ segir Guðríður. Hún vísar í mál sem kom upp á Norðurlandi í fyrrasumar og fékk bóndinn áminningu

„Við erum alvarlega að hugsa um að slútta fríinu út af þessu. Börnin eru niðurbrotin yfir hótunum um lögreglu,“ segir Guðríður.  

mbl.is

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

Í gær, 18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

Í gær, 18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

Í gær, 18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Í gær, 17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

Í gær, 17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Í gær, 16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

Í gær, 16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

Í gær, 17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

Í gær, 16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Í gær, 16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
Pennar
...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...