Bændur í útlöndum og dreifing mjólkur stöðvuð

Nautgripur. Mynd úr safni.
Nautgripur. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Starfsmanni MAST sem fór í eftirlitsferð á mjólkurbúið Viðvík í Skagafirði á fimmtudaginn síðastliðinn var meinaður aðgangur að fjósinu. Daginn eftir stöðvaði Matvælastofnun dreifingu mjólkur frá bænum. Bændurnir voru í útlöndum á þeim tíma og börn þeirra sem eru 9, 15 og 24 ára sáu um búið á meðan. Bændurnir vildu vera viðstaddir heimsóknina og óskuðu því eftir að henni yrði frestað. Ekki var orðið við þeirri ósk og því var dreifing mjólkur frá bænum stöðvuð daginn eftir eftirlitsferðina.  

Á mánudaginn fékk eftirlitsmaður MAST að kanna aðstæður á mjólkurbúinu og reyndust hollustuhættir viðunandi. Seinna í dag er því búist við að dreifingarbanninu verði aflétt. Þegar dreifingarbannið var sett á var enginn rökstuddur grunur um að eitthvað væri  að mjólkinni heldur gat starfsmaður ekki gengið úr skugga um að hollustuhættir í matvælaframleiðslu væru viðunandi.

Fremur sjaldgæf vinnubrögð

„Þetta er fremur sjaldgæft,“ segir Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, spurður út í aðgerðir MAST. Hann bendir hins vegar á að starfsmenn MAST verði að geta gert úttektir á matvælaframleiðslu án þess að eigendur eða rekstraraðilar viti af henni fyrir fram.   

Samkvæmt matvælalögum er matvælafyrirtækjum skylt að veita óhindraðan aðgang til eftirlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað, segir í tilkynningu frá MAST.

mbl.is/Styrmir Kári

„Valdníðsla“ af hálfu MAST

„Mér finnst lágmarkskrafa að bóndinn sé viðstaddur þegar starfsmaður MAST mætir í skoðunarferð,” segir Guðríður Björk Magnúsdóttir, bóndi í Viðvík. Hún var nýlega lent í Noregi þegar einn af þremur sonum hennar sem var heima og sá um búið hringir í hana og greinir frá því að starfsmaður MAST væri kominn til að skoða fjósið.

Að sögn Guðríðar hafi honum verið greint frá því að þeir væru ekki fulltrúar búsins og gætu þar með ekki leyft starfsmanni MAST að skoða fjósið. Þá hafi starfsmaður MAST, Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir, sagt að ef hann fengi ekki að skoða fjósið þyrfti að kalla til lögreglu til að framfylgja skoðuninni. Guðríður talaði við Jón í síma og benti honum á að hann þyrfti líka að fá húsleitarheimild þar sem búreksturinn væri á einkakennitölu. Ekkert varð úr lögregluheimsókninni. 

Daginn eftir, á föstudeginum 18. ágúst, birtist starfsmaður MAST með skjal sem hann biður elsta soninn á bænum um að skrifa undir. Hann neitaði því þar sem hann er ekki forráðamaður búsins og taldi sig ekki hafa rétt til þess, að sögn Guðríðar. Skjalið var afrit af skýrslu um stöðvun á markaðssetningu mjólkur.  

„Við óskuðum eftir því að heimsókninni yrði frestað því við héldum að við ættum skýlausan rétt til þess að vera viðstödd í okkar húsum eða að tilkvaddur fulltrúi búsins væri það,“ segir Guðríður. Ekki varð úr því og þurftu bændurnir Guðríður og eiginmaður hennar, Kári Ottósson, að senda MAST yfirlýsingu þess efnis að stofnunin fengi aðgang að fjósinu án þeirra eða fulltrúa þeirra án leyfis hvenær sem væri til þess að skoðun og opnun færi fram. Sú skoðun fór fram á mánudaginn eins og greint var fyrr frá. 

Furðar sig á nafnbirtingu búsins

„Mér finnst þetta valdníðsla og ekkert annað,“ segir Guðríður. Hún tekur samt fram að það sé margt gott sem MAST geri og sinni og eftirlitsskyldu þeirra bæri að taka alvarlega, hins vegar þykir henni þetta hafa verið full gróf framganga í þeirra garð. Hún furðar sig einnig á nafnbirtingu búsins í tilkynningu MAST. 

„Það er greinilega ekki sama hver á í hlut. Hvers vegna var bóndinn ekki nafngreindur sem drap kvígu með að draga hana á eft­ir bíl sínum í fyrrasumar? Það er mun alvarlegra en að krefjast þess að fá að vera viðstaddur þegar MAST kemur í eftirlitsferð á búið sitt,“ segir Guðríður. Hún vísar í mál sem kom upp á Norðurlandi í fyrrasumar og fékk bóndinn áminningu

„Við erum alvarlega að hugsa um að slútta fríinu út af þessu. Börnin eru niðurbrotin yfir hótunum um lögreglu,“ segir Guðríður.  

mbl.is

Innlent »

Gefur ekki upp fjölda úrsagna

15:00 Framsóknarflokkurinn hyggst ekki gefa upp hversu margir hafi sagt sig úr flokknum í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, tilkynnti úrsögn úr honum í gær. Þetta segir Einar Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Loftrýmisgæslu NATO lokið að sinni

14:46 Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland þetta árið lauk síðastliðinn föstudag þegar flugsveit bandaríska flughersins sneri aftur til síns heima. Alls tóku rúmlega 200 liðsmenn í verkefninu, auk starfsfólks frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Meira »

„Sterkust þegar við stöndum saman“

14:28 Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, segir að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti innan flokksins sem leitt hafi til þess að gott fólk hafi kosið að yfirgefa hann. Vísar hann til ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Meira »

Trefjar selja nýjan bát til Hvalseyjar

14:27 Bátasmiðjan Trefjar hefur selt nýjan bát til útgerðar á Hvalsey. Þetta segir Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja, en Hvalsey er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja. Meira »

RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur

14:02 Ríkisútvarpið og Guðmundur Spartakus Ómarsson hafa komist að samkomulag um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV og út­varps­stjóra. Meira »

Fleiri úrsagnir úr Framsókn

13:50 Formaður Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis, Regína Helgadóttir, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, að gera það sama í gær. Meira »

Framsókn meira samstiga á eftir

12:17 „Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþróttum og öðru. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Síðan líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstíga í framhaldinu.“ Meira »

Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

13:02 Viðbúið er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni taka með sér eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins eftir að hann sagði sig úr flokknum í gær. Hann á jafnframt mjög góða möguleika á því að komast á þing. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Stormur við suðurströndina

11:49 Búast má við stormi með suðurströndinni í kvöld og einnig snarpar vindhviður við fjöll á Suðvesturlandi. Útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustantil á landinu út vikuna. Meira »

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

11:07 Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »

Bjartsýnn á góða vertíð fyrir vestan

10:56 „Þetta hefur verið ágætiskropp á línu,“ segir Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH sem er gerður út frá Rifi. „Það stóð til að við færum til veiða á Skagaströnd í haust en aflinn þar hefur ekkert verið sérstakur svo við höldum okkur við Breiðafjörðinn að sinni.“ Meira »

Þorsteinn fer úr Framsóknarflokknum

10:39 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Þorsteinn sat á Alþingi fyrir Framsókn á árunum 2013-2016 en gaf ekki áfram kost á sér í þingkosningunum sem fram fóru á síðasta ári. Meira »

Formenn flokkanna hittast í dag

10:33 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna á sinn fund klukkan 15.15 í dag.  Meira »

Óskar eftir gögnum um uppreist æru

10:24 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sent upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum er varða málsmeðferð uppreistar æru í víðum skilningi. Meira »

Ný flugnámsbraut hjá Icelandair

10:13 Icelandair hefur sett af stað flugnámsbraut í samstarfi við Flugakademíu Keilis, Flugskóla Íslands og erlenda flugskóla til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja félaginu hæft starfsfólk til framtíðar. Meira »

Fái að veiða 57 þúsund rjúpur yfir 12 daga

10:26 Rjúpnastofninn þolir að veiddar verði 57 þúsund rjúpur á þessu veiðitímabili samkvæmt tillögum Náttúrufræðistofnunnar Íslands, sem mælir áfram með 12 daga veiðitímabili rjúpu. Voru niðurstöðurnar kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi síðasta föstudag. Meira »

„Ég hef alltaf stutt Sigmund Davíð“

10:16 Formaður Framsóknarfélags Aðaldæla í Suður-Þingeyjarsýslu hyggst ganga úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi formanns hans, að segja skilið við flokkinn. Meira »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...