„Það var haft rangt við“

Vaðlaheiðargöng hafa farið um 30% fram úr upphaflegri áætlun.
Vaðlaheiðargöng hafa farið um 30% fram úr upphaflegri áætlun. Sigurður Bogi Sævarsson

„Ég hafði hvorki né hef nokkuð á móti þessum göngum. Þau eru í sjálfu sér eðlileg. En fyrir mér var verið að gera vitleysu,“ segir Mörður Árnason, sem var stjórnarþingmaður í samgöngunefnd Alþingis þegar þingið ákvað að heimila ríkisábyrgð á 8,7 milljarða króna kostnaði við gerð Vaðlaheiðarganga. Mörður studdi málið ekki á sínum tíma.

Í skýrslu sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi kom fram að verkefnið geti ekki talist eiginleg einkaframkvæmd, en síðast í vor samþykkti Alþingi að verja allt að 4,7 milljörðum króna til að ljúka við gerð ganganna. Í aðdraganda verkefnisins var það kynnt sem einkaframkvæmd.

Í skýrslunni, sem unnin var af Friðriki Friðrikssyni, rekstrarráðgjafa hjá Advance, kemur fram að óvissa sé uppi um umferðarþróun og greiðsluvilja vegfarenda. „Ljóst er að gjald­skrá Vaðlaheiðarganga verður að vera tals­vert hærri en í Hval­f­irði til þess að end­ur­heimt­ur lána að fullu séu raun­hæf­ar, en gjald­skrá Hval­fjarðarganga hef­ur verið nán­ast óbreytt frá upp­hafi,“ seg­ir í niður­stöðu út­tekt­ar­inn­ar en fyrirséð er að framkvæmdin fari um 30 prósent fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun.

Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

Þrýstingur að norðan

Mörður segir að á sínum tíma hafi verið þrýst fast á málið að norðan. Segja megi að ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið „nauðugir viljugir“. Hann var á sínum tíma andvígur málinu enda taldi hann að verið væri að víkja frá því fyrirkomulagi, sem menn hefðu á löngum tíma komið sér saman um, að samgönguáætlun væri fylgt og að pólitísk samstaða um það væri á milli flokka og kjördæma. Hann segir miður að þær spár hafi ræst að kostnaðurinn myndi að uppistöðu til falla á ríkið. „Það hlakkar ekki í manni yfir þessu en við höfðum rétt fyrir okkur. Einkaframkvæmdarröksemdin stóðst ekki.“

Mörður, sem er í Frakklandi, tekur fram að hann hafi ekki séð skýrsluna. Hann nefnir líka að auðvitað hafi enginn séð fyrir þau áföll sem urðu við gröftinn. Sú áhætta að göngin yrðu fjármögnuð af almenningi hafi verið fyrir hendi og það hafi komið á daginn. „Það var haft rangt við. Ég sá – þegar ég fletti þessu upp  að ég sagði á sínum tíma í þinginu að þetta hafi verið keyrt í gegnum Alþingi með aðferð sem í handbolta heitir ruðningur.“

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðvörunarorðin á rökum reist

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni  í júní 2012. Hann leggur áherslu á að núna verði menn að takast á við vandamálið eins og það liggur. Klára þurfi göngin og reyna að leysa úr viðfangsefninu með skynsamlegum hætti. „Á sínum tíma var bent á það að þarna gætu verið óvissuþættir sem gerðu það að verkum að ábyrgð ríkisins yrði meiri en látið var í veðri vaka.“ Hann segir að auðvitað hafi menn ekki séð fyrir vandamálin við gröftinn. „En viðvörunarorðin hafa því miður reynst á rökum reist.“ Hann bendir á að óvíst sé hversu miklar endurheimtur ríkisins verði. Ætla megi að umferð verði meiri en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „En það er algjörlega óljóst að hve miklu leyti það skilar sér í þessi göng.“

Birgir segir að þeir sem beittu sér fyrir þessari gangnagerð hafi verið keyrðir áfram af of mikilli bjartsýni og hafi látið hjá líða að taka tillit til óvissu og áhættu. „Þetta er mál sem var sérstakt að því leyti að bæði voru þetta kjördæmahagsmunir sem réðu ferðinni en það var líka þannig að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur bar ábyrgð á málinu og keyrði það áfram.“

Þvert á flokka

Frum­varp Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur, þá fjármálaráðherra, sem veitti ráðherra heim­ild til að und­ir­rita lána­samn­ing við Vaðlaheiðargöng hf. um lán til ganga­fram­kvæmda fyr­ir allt að 8,7 millj­arða króna, var samþykkt á Alþingi í júní 2012. 29 greiddu atkvæði með málinu en 13 voru á móti. Allir þingmenn Norðausturkjördæmis studdu málið. Þrír stjórnarþingmenn þess tíma sátu hjá; Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, Ólína Þor­varðardótt­ir og Auður Lilja Erl­ings­dótt­ir, sem var varamaður Árna Þórs Sig­urðsson­ar.

mbl.is

Innlent »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

Í gær, 19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

Í gær, 18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Í gær, 18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

Í gær, 17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

Í gær, 18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Í gær, 17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

Í gær, 17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
Toyota yaris 2006
Erum að selja þennan bíl a 650,000. Ef þið viljið tala um bílin betur hringjið í...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...