„Það var haft rangt við“

Vaðlaheiðargöng hafa farið um 30% fram úr upphaflegri áætlun.
Vaðlaheiðargöng hafa farið um 30% fram úr upphaflegri áætlun. Sigurður Bogi Sævarsson

„Ég hafði hvorki né hef nokkuð á móti þessum göngum. Þau eru í sjálfu sér eðlileg. En fyrir mér var verið að gera vitleysu,“ segir Mörður Árnason, sem var stjórnarþingmaður í samgöngunefnd Alþingis þegar þingið ákvað að heimila ríkisábyrgð á 8,7 milljarða króna kostnaði við gerð Vaðlaheiðarganga. Mörður studdi málið ekki á sínum tíma.

Í skýrslu sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi kom fram að verkefnið geti ekki talist eiginleg einkaframkvæmd, en síðast í vor samþykkti Alþingi að verja allt að 4,7 milljörðum króna til að ljúka við gerð ganganna. Í aðdraganda verkefnisins var það kynnt sem einkaframkvæmd.

Í skýrslunni, sem unnin var af Friðriki Friðrikssyni, rekstrarráðgjafa hjá Advance, kemur fram að óvissa sé uppi um umferðarþróun og greiðsluvilja vegfarenda. „Ljóst er að gjald­skrá Vaðlaheiðarganga verður að vera tals­vert hærri en í Hval­f­irði til þess að end­ur­heimt­ur lána að fullu séu raun­hæf­ar, en gjald­skrá Hval­fjarðarganga hef­ur verið nán­ast óbreytt frá upp­hafi,“ seg­ir í niður­stöðu út­tekt­ar­inn­ar en fyrirséð er að framkvæmdin fari um 30 prósent fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun.

Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

Þrýstingur að norðan

Mörður segir að á sínum tíma hafi verið þrýst fast á málið að norðan. Segja megi að ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið „nauðugir viljugir“. Hann var á sínum tíma andvígur málinu enda taldi hann að verið væri að víkja frá því fyrirkomulagi, sem menn hefðu á löngum tíma komið sér saman um, að samgönguáætlun væri fylgt og að pólitísk samstaða um það væri á milli flokka og kjördæma. Hann segir miður að þær spár hafi ræst að kostnaðurinn myndi að uppistöðu til falla á ríkið. „Það hlakkar ekki í manni yfir þessu en við höfðum rétt fyrir okkur. Einkaframkvæmdarröksemdin stóðst ekki.“

Mörður, sem er í Frakklandi, tekur fram að hann hafi ekki séð skýrsluna. Hann nefnir líka að auðvitað hafi enginn séð fyrir þau áföll sem urðu við gröftinn. Sú áhætta að göngin yrðu fjármögnuð af almenningi hafi verið fyrir hendi og það hafi komið á daginn. „Það var haft rangt við. Ég sá – þegar ég fletti þessu upp  að ég sagði á sínum tíma í þinginu að þetta hafi verið keyrt í gegnum Alþingi með aðferð sem í handbolta heitir ruðningur.“

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðvörunarorðin á rökum reist

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni  í júní 2012. Hann leggur áherslu á að núna verði menn að takast á við vandamálið eins og það liggur. Klára þurfi göngin og reyna að leysa úr viðfangsefninu með skynsamlegum hætti. „Á sínum tíma var bent á það að þarna gætu verið óvissuþættir sem gerðu það að verkum að ábyrgð ríkisins yrði meiri en látið var í veðri vaka.“ Hann segir að auðvitað hafi menn ekki séð fyrir vandamálin við gröftinn. „En viðvörunarorðin hafa því miður reynst á rökum reist.“ Hann bendir á að óvíst sé hversu miklar endurheimtur ríkisins verði. Ætla megi að umferð verði meiri en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „En það er algjörlega óljóst að hve miklu leyti það skilar sér í þessi göng.“

Birgir segir að þeir sem beittu sér fyrir þessari gangnagerð hafi verið keyrðir áfram af of mikilli bjartsýni og hafi látið hjá líða að taka tillit til óvissu og áhættu. „Þetta er mál sem var sérstakt að því leyti að bæði voru þetta kjördæmahagsmunir sem réðu ferðinni en það var líka þannig að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur bar ábyrgð á málinu og keyrði það áfram.“

Þvert á flokka

Frum­varp Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur, þá fjármálaráðherra, sem veitti ráðherra heim­ild til að und­ir­rita lána­samn­ing við Vaðlaheiðargöng hf. um lán til ganga­fram­kvæmda fyr­ir allt að 8,7 millj­arða króna, var samþykkt á Alþingi í júní 2012. 29 greiddu atkvæði með málinu en 13 voru á móti. Allir þingmenn Norðausturkjördæmis studdu málið. Þrír stjórnarþingmenn þess tíma sátu hjá; Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, Ólína Þor­varðardótt­ir og Auður Lilja Erl­ings­dótt­ir, sem var varamaður Árna Þórs Sig­urðsson­ar.

mbl.is

Innlent »

Hatursorðræða er samfélagsmein

20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn að hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »

Rekinn eftir ummæli um fjórðungsheila kvenna

15:44 Sádi-arabískum klerk, sem sagði að ekki ætti að heimila konum að keyra þar sem þær hefðu aðeins „fjórðung“ af heila karlmanna, hefur nú verið bannað að predika. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

Auðvelt að vera sammála um frumvarpið

15:55 Frumvarp dómsmálaráðherra um afnám á uppreist æru var kynnt á fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis í dag.  Meira »

Funda með ríkislögreglustjóra vegna nýnasistavefsíðu

15:30 Frétta- og umræðuvefsíðan Daily Stormer er komin í loftið á íslensku léni, en vefsíðan er vettvangur bandarískra nýnasista. mbl.is greindi frá því á mánudag að lénið hefði verið stofnað en á þeim tíma var vefurinn ekki aðgengilegur. ISNIC mun funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins í næstu viku. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...