Útilokar að Nikolaj sé gerandi

Nikolaj Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Nikolaj Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst það útilokað,“ sagði Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurður um það hvort Nikolaj  Wil­helm Her­luf Ol­sen geti hafa verið gerandi í máli Birnu Brjánsdóttur.

Var það Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar Møller Ol­sen, sem varpaði fram spurningunni þegar Ragnar hafði skýrt frá því blóði sem fannst í rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas og Nikolaj höfðu á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar sl. þegar Birna hvarf.

Ekkert blóð á stýri og gírstöng

Páll Rúnar beindi sjónum að því að ekkert blóð hafi fundist á stýrinu, gírstönginni eða innanverðri bílstjórahurðinni í bifreiðinni. Hins vegar hafi fundist blóð á mælaborðinu farþegamegin í framsæti bílsins. Spurði hann hvort það gæti hafa verið af höndum geranda. „Það er ólíklegra,“ sagði Ragnar.

Benti hann á að við rannsóknir þar sem fólk með blóðugar hendur hefur stutt sig við eitthvað hafi yfirleitt sést skýrt handafar, en í Kia Rio-bifreiðinni hafi hins vegar verið rák á mælaborðinu. Slíkt geti til dæmis komið af tusku sem hugsanlega hafi verið notuð til að þrífa bílinn.

Verjandinn beindi athygli að Nikolaj

Páll Rúnar gekk enn harðar að Ragnari, og virtist beina athyglinni að Nikolaj. Er það í takt við skýrslu Thomasar fyrir dómi í gær þar sem hann gjörbreytti framburði sínum frá fyrri skýrslutökum lögreglu og virtist fella sök á Nikolaj. Sagði hann félaga sinn, sem var dauðadrukkinn umrædda nótt, hafa viljað eiga „prívat“ tíma með konunni. Sagði hann Nikolaj hafa keyrt í burtu með konuna og síðar hafi hann komið aftur einn. Ástæður breytts framburðar sagði hann vera að hann hafi verið stressaður og lögreglan hafi verið vond við hann.

Páll Rúnar bar undir Ragnar samskipti frá Leifi Halldórssyni þar sem hann er spurður hvort hægt sé að útiloka Nikolaj Olsen sem sakborning. Spurði hann jafnframt hvort þetta væri venjulegt í rannsóknum sem þessari. Sagði Ragnar að rannsakað sé til sektar eða sýknu og það hafi verið gert öll hans 27 ár í lögreglunni.

Spurður um það hvort hann hafi fengið spurningar um það hvort hægt væri að útiloka Thomas sem sakborning svaraði hann neitandi.

Páll Rúnar verjandi Thomasar með greipar spenntar í dómsalnum í ...
Páll Rúnar verjandi Thomasar með greipar spenntar í dómsalnum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vantaði eitthvað af fötum

Páll Rúnar gerði blóð sem fannst á fatnaði einnig að umræðuefni, eftir að Ragnar hafði farið yfir þau sýni sem fundust í bílnum og á fatnaði sakbornings. Fannst meðal annars blóð á fatnaði sem var í þvottavél í togaranum Polar Nanoq og á úlpu sem skipverjinn Inoq hafði skilið eftir í bílnum. „En ertu að segja mér að það hafi ekkert blóð fundist á fötunum sem sakborningur klæddist?“ spurði Páll Rúnar.

Ragnar vildi fá nánari útskýringu á spurningunni og því hvort hann ætti við að ekkert hafi fundist á þeim fötum sem Thomas var handtekinn í. Sagðist Páll Rúnar þá eiga við föt í hans eigu sem hann hefði klæðst aðfaranótt laugardags. „Það vantar eitthvað af fötum sem hann hefur sést í á eftirlitsmyndavélum svo ég get ekki sagt til um það, þar sem það vantar eitthvað,“ sagði Ragnar þá.

Ljóst er af vitnisburði Thomasar og spurningum Páls að við vörn Thomasar beina þeir báðir sjónum sínum að Nikolaj umrædda nótt. 

mbl.is

Innlent »

Berjast um að heilla bragðlaukana

20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf. sem ekki eru söluhæfar beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Vantar pláss

19:38 Elín Helga Sveinbjörnsdóttir formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, segir vanta pláss fyrir umhverfis auglýsingar á Íslandi og að þróunin hérlendis sé öfug í miðað við erlendis. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »

Mótmæla hækkun á leigu vegna hávaða

17:33 Hópur íbúa á stúdentagörðunum við Sæmundargötu og Eggertsgötu hafa sent áskorun til Félagsstofnunar stúdenta um að fresta hækkun leigugjalds vegna hávaða sem stafar af framkvæmdum FS í nágrenninu. Meira »

Landað í sumarblíðu á Seyðisfirði

16:55 „Við fórum út á miðvikudag og það tók okkur dálítinn tíma að finna þorskinn en þegar hann fannst á Gerpisflakinu gekk vel að veiða. Í reyndinni fengum við megnið af þorskinum á einum sólarhring, síðan fengum við um 18 tonn af karfa og lítilsháttar af ufsa og ýsu.“ Meira »

Kynferðisbrotaþoli og líka gerandi

15:53 „Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur er ég líka gerandi. Ég hef ýjað að þessu í viðtali um reynslu mína en ekki sagt það nógu hreint út - ég hef valdið þjáningum sjálfur.“ Þetta segir Halldór Auðar Svansson pírati í Facebook-færslu sinni. Meira »

Árangurslaus fundur flugvirkja

16:58 Flugvirkjafélag Ísland og Samtök atvinnulífsins funduðu í fyrsta sinn með ríkissáttasemjara í dag vegna flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Bilun í hitaveituröri við Hringbraut

16:01 Töluvert tjón hefur orðið vegna heitavatnsleka sem varð frá hitaveituröri Veitna við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs á fjórða tímanum í dag. Heitt vatn hefur m.a. flætt inn í kjallara húsa á svæðinu og biðja Veitur íbúa að fara varlega þar sem vatnið getur valdið brunasárum við snertingu. Meira »

Hellulaug stenst gæðakröfur

15:38 „Vegna umræðu um heitar náttúrulaugar á Vestfjörðum viljum við að þetta komi fram. Hellulaug við Flókalund stenst allar kröfur sem gerðar eru til náttúrulauga.“ Þetta kemur fram í færslu sem starfsfólk Hótels Flókalunds birtir á Facebook. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...