69 ábendingar um óþef á einum degi

Kísílverksmiðjan United Silicon stendur í Helguvík. Íbúar í nágrenni hennar ...
Kísílverksmiðjan United Silicon stendur í Helguvík. Íbúar í nágrenni hennar hafa kvartað ítrekað undan lyktarmengun. mbl.is/Sigurður Bogi

Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69.

Slökkt var á ofni verksmiðjunnar á miðvikudag í síðustu viku vegna þess að skaut í honum, sem notað er við framleiðslu kísilmálms, seig. Kvartanir undan lyktarmengun héldu þó áfram að berast og það í miklum mæli síðustu daga. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að lykt geti borist frá verksmiðjunni í 1-2 sólarhringa eftir að slökkt sé á ofninum. En í gær, þegar liðin var tæp vika, bárust tugir kvartana til Umhverfisstofnunar. Starfsmaður hennar fór að verksmiðjunni í fyrradag og staðfesti að þar væri lykt að finna. Hvað veldur henni er hins vegar enn á huldu en niðurstöðu sértækra mælinga á loftgæðum er að vænta innan skamms.

Uppkeyrsla ofnsins í United Silicon hófst að nýju í gærkvöldi. Hún tekur að minnsta kosti 1-3 sólarhringa. Á meðan henni stendur er hætta á lyktarmengun að sögn Kristleifs Andréssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Spurður hvort ólyktin sem íbúar í Reykjanesbæ hafa kvartað yfir síðustu sólarhringa tengist starfsemi fyrirtækisins segir hann að eftir að slökkt sé á ofninum geti lykt lagt frá honum í um 1-2 sólarhringa. „En svo berst ekkert frá ofninum eftir það.“ Kristleifur segist skilja vel að fólk sé ekki ánægt með lyktina. „Ég skil það fullkomlega.“

Nýtt skaut í bakstri

Í kjölfar þess sem gerðist í síðustu viku þarf að „baka“ nýtt skaut í ofninum. Það er gert hægt og rólega. „Á meðan þessum uppkeyrslufasa stendur eru líkur á lykt,“ segir Kristleifur. Hann segir það skýrast af því að ofninn sé á lágu álagi á meðan þessu ferli stendur.

Starfsmaður Umhverfisstofnunar fór að verksmiðjunni í Helguvík í fyrradag og þá var þar lykt að finna. „Það er því ekki ólíklegt að lyktin sem hefur verið kvartað yfir sé frá þeim, þó að þá hafi verið komnir sex dagar frá því að slökkt var á ofninum,“ segir Einar Halldórsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir þó ekki hægt að útiloka að lyktin eigi sér einnig önnur upptök. Gott veður hefur verið á Reykjanesi síðustu daga, logn og sólríkt. Þá er fólk meira úti við og einnig gætu vindáttir haft sitt að segja um þá lykt sem berst íbúum í Reykjanesbæ.

Frekari rannsóknir 

Mengandi efni í skaðlegum mæli hafa ekki mælst frá verksmiðju United Silicon. Það segir þó ekki alla söguna því mögulega eru efni í loftinu sem hafa einfaldlega ekki verið mæld. „Það er verið að gera allar mælingar sem þarf en það er ljóst að það er eitthvað sem veldur þessari lykt,“ segir Einar.

Nú er verið að reyna að fá það staðfest, m.a. með rannsóknum sem norska loftgæðastofnunin NILU hefur gert. Í þeim voru rokgjörn lífræn efnasambönd í andrúmsloftinu mæld, efni sem losna í framleiðsluferli en eyðast við ákveðnar aðstæður, s.s. mjög háan hita. Þegar ofn verksmiðju á borð við United Silicon er í fullri keyrslu eyðast efnin en sé hiti í ofninum ekki nægur geta þau farið út í andrúmsloftið.

Niðurstaðna mælinganna er að vænta innan skamms.

Kristleifur segir að þegar búið verði að keyra ofninn upp að nýju hefjist framleiðsla kísilmálms í verksmiðjunni á ný.

Annað kvöld standa samtök sem kalla sig Andstæðingar stóriðju í Helguvík fyrir íbúafundi vegna United Silicon. Fundurinn fer fram í Hljómahöllinni og hefst kl. 19.

mbl.is

Innlent »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...