Hvað á að hafa í huga við hamfarir?

John Richardson talar um hvernig hægt er að búa fólk, ...
John Richardson talar um hvernig hægt er að búa fólk, bæði andlega og líkamlega, undir áhrif og afleiðingar náttúruhamfara á ráðstefnu um náttúruhamfarir og viðnámsþrótt samfélaga í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar búa við stórfelldar hættur, eins og jarðskjálfta, snjóflóð og eldgos, sem fólk þarf að takast á við daglega en þó að það sé hægt að spá fyrir um að náttúruhamfarir getur verið erfitt að sjá fyrir afleiðingar þeirra. 

Þetta segir John Richardson, ráðgjafi um viðbrögð og undirbúning vegna náttúruhamfara hjá Rauða krossinum í Ástralíu, sem heldur erindi á ráðstefnu um náttúruhamfarir og viðnámsþrótt samfélaga í Hörpu sem hefst í dag og stendur til föstudags.

Viðnámsþróttur samfélaga við náttúruhamförum

Heiti fyrirlestrar hans, „Meira en þrír lítrar af vatni“, vísar í hvað fólk þarf að hafa í huga ef til hamfara kemur og fjallar um hvernig hægt er að búa fólk, bæði andlega og líkamlega, undir áhrif og afleiðingar náttúruhamfara.

„Enginn vill deyja vegna náttúruhamfara en við vitum af reynslu, sérstaklega hér á Íslandi, að áhrif hamfara geta varað í langan tíma og geta haft áhrif á fólk árum saman,“ segir Richardson í viðtali við mbl.is.

„Það sem við erum að reyna að gera, og það sem ég er að tala um, er hvernig við getum reynt að draga úr langtímaáhrifunum og hvort við getum gert það með því að vera undirbúin undir náttúruhamfarir auk þess hvað það er sem fólk getur gert til þess að undirbúa sig og til þess að minnka afleiðingarnar.“

Hátt hlutfall sjálfboðaliða björgunarsveitanna

Meðan á dvöl hans hér á landi stendur hefur Richardson heimsótt fjölda aðila sem koma að almannavörnum með einum eða öðrum hætti. Hann segir að fjöldi sjálfboðaliða björgunarsveitanna og Rauða krossins hér á landi hafi komið honum verulega á óvart. „Þeir eru um ein og hálf prósenta allra íbúa landsins en við myndum aldrei fá svona háa prósentu sjálfboðaliða í Ástralíu.“

„Þetta bendir til þess hversu seig þið eruð og þurfið að vera, vegna veðurskilyrða og hversu afskekkt þið eruð. En þið hafið líka lært af þeim fjölmörgu atvikum sem upp hafa komið, eins og jarðskjálftum, snjóflóðum og eldgosum,“ segir hann. 

Hvað þarf að hafa í huga 

Richardson nefnir nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við náttúruhamfarir. Fyrst og fremst segir hann nauðsyn að vera með nóg af mat og vatni, útvarp, einhvers konar blys og brottflutningsáætlun. Þá þarf fólk að hugsa út í hvað það gerir ef það getur ekki snúið aftur heim til sín í kjölfar hamfara, hvert það getur farið og hvar það getur gist.

Þá nefnir hann mikilvægi þess að vernda þá hluti sem hafa einhverja þýðingu fyrir fólk, persónulega muni, og hafa í huga að vernda þá ef til þess skyldi koma að það þurfi að yfirgefa heimili sín. Þá þarf einnig að huga að gæludýrum og öðrum húsdýrum og vera með áætlun fyrir þau.

Hægt að spá fyrir um eldgos en ekki afleiðingar þess

Ísland er mjög virk eyja og margt sem hætta stafar af en þar má meðal annars nefna jarðskjálfta, eldgos og snjóflóð. „Þetta eru stórfelldar hættur sem fólk þarf að takast á við daglega,“ segir Richardson og bætir við: „Það er hægt að segja fyrir um hvort eldgos muni eiga sér stað en það er erfitt að spá fyrir um afleiðingar þess, hvaða áhrif það hefur.“

„Það er margt sem fólk þarf að vera meðvitað um og það er erfitt á fallegum dögum þegar veðrið er gott og sólin skín, fólk hugsar ekki endilega um þessa hluti þá,“ segir hann.

Ferðamenn í aukinni hættu

Þá segir hann að ferðamenn séu í aukinni hættu vegna þess að þeir þekkja ekki umhverfið og hver áhættan er eða hverjar afleiðingarnar geta verið. „Þeir ferðast um áhættusvæði og ég veit að þetta er eitthvað sem stjórnvöld hugsa mikið til og gera áætlanir um.“  

Richardson heldur annað erindi eftir hádegi í dag þar sem hann mun fjalla um andlegar afleiðingar náttúruhamfara en fyrir fimm árum áttu sér stað skæðir skógareldar í Ástralíu sem höfðu í för með sér ófyrirsjáanlegar andlegar afleiðingar sem fólk er enn að takast á við fimm árum seinna.

Ráðstefnan kallast IDRiM2017 og er haldin í samvinnu við Öndvegissetrið NORDRESS, sem stýrt er af Háskóla Íslands en hér er hægt að sjá dagskránna. 

mbl.is

Innlent »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

16:31 Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Meira »

„Þetta hefur gengið ágætlega“

16:11 „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is en viðræður hafa staðið yfir frá því í morgun varðandi fyrirhugaða stjórnarmyndun VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Borun eftir heitu vatni við Laugaland hætt

16:19 Veitur hafa nú hætt borun í landi Götu við Laugaland. Markmið borunarinnar var að afla heits vatns og auka þannig nýtanlegan forða fyrir Rangárveitur er þjóna Rangárþingum og Ásahreppi að hluta. Meira »

Rútuslys í aftakaveðri fyrir austan

15:40 Níu björgunarsveitir á Norðausturlandi hafa verið kallaðar út eftir rútuslys í Víðidal á Austurlandi. Rúta ók þá aftan á snjóruðningstæki en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er einn slasaður, þó ekki alvarlega. Fimm aðrir meiddust lítillega. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
Lok á heita potta - 3
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Það blæðir úr morgunsárinu, tölus., áritað, Jónas E. Svafár, Spor...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...