Hvað á að hafa í huga við hamfarir?

John Richardson talar um hvernig hægt er að búa fólk, ...
John Richardson talar um hvernig hægt er að búa fólk, bæði andlega og líkamlega, undir áhrif og afleiðingar náttúruhamfara á ráðstefnu um náttúruhamfarir og viðnámsþrótt samfélaga í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar búa við stórfelldar hættur, eins og jarðskjálfta, snjóflóð og eldgos, sem fólk þarf að takast á við daglega en þó að það sé hægt að spá fyrir um að náttúruhamfarir getur verið erfitt að sjá fyrir afleiðingar þeirra. 

Þetta segir John Richardson, ráðgjafi um viðbrögð og undirbúning vegna náttúruhamfara hjá Rauða krossinum í Ástralíu, sem heldur erindi á ráðstefnu um náttúruhamfarir og viðnámsþrótt samfélaga í Hörpu sem hefst í dag og stendur til föstudags.

Viðnámsþróttur samfélaga við náttúruhamförum

Heiti fyrirlestrar hans, „Meira en þrír lítrar af vatni“, vísar í hvað fólk þarf að hafa í huga ef til hamfara kemur og fjallar um hvernig hægt er að búa fólk, bæði andlega og líkamlega, undir áhrif og afleiðingar náttúruhamfara.

„Enginn vill deyja vegna náttúruhamfara en við vitum af reynslu, sérstaklega hér á Íslandi, að áhrif hamfara geta varað í langan tíma og geta haft áhrif á fólk árum saman,“ segir Richardson í viðtali við mbl.is.

„Það sem við erum að reyna að gera, og það sem ég er að tala um, er hvernig við getum reynt að draga úr langtímaáhrifunum og hvort við getum gert það með því að vera undirbúin undir náttúruhamfarir auk þess hvað það er sem fólk getur gert til þess að undirbúa sig og til þess að minnka afleiðingarnar.“

Hátt hlutfall sjálfboðaliða björgunarsveitanna

Meðan á dvöl hans hér á landi stendur hefur Richardson heimsótt fjölda aðila sem koma að almannavörnum með einum eða öðrum hætti. Hann segir að fjöldi sjálfboðaliða björgunarsveitanna og Rauða krossins hér á landi hafi komið honum verulega á óvart. „Þeir eru um ein og hálf prósenta allra íbúa landsins en við myndum aldrei fá svona háa prósentu sjálfboðaliða í Ástralíu.“

„Þetta bendir til þess hversu seig þið eruð og þurfið að vera, vegna veðurskilyrða og hversu afskekkt þið eruð. En þið hafið líka lært af þeim fjölmörgu atvikum sem upp hafa komið, eins og jarðskjálftum, snjóflóðum og eldgosum,“ segir hann. 

Hvað þarf að hafa í huga 

Richardson nefnir nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við náttúruhamfarir. Fyrst og fremst segir hann nauðsyn að vera með nóg af mat og vatni, útvarp, einhvers konar blys og brottflutningsáætlun. Þá þarf fólk að hugsa út í hvað það gerir ef það getur ekki snúið aftur heim til sín í kjölfar hamfara, hvert það getur farið og hvar það getur gist.

Þá nefnir hann mikilvægi þess að vernda þá hluti sem hafa einhverja þýðingu fyrir fólk, persónulega muni, og hafa í huga að vernda þá ef til þess skyldi koma að það þurfi að yfirgefa heimili sín. Þá þarf einnig að huga að gæludýrum og öðrum húsdýrum og vera með áætlun fyrir þau.

Hægt að spá fyrir um eldgos en ekki afleiðingar þess

Ísland er mjög virk eyja og margt sem hætta stafar af en þar má meðal annars nefna jarðskjálfta, eldgos og snjóflóð. „Þetta eru stórfelldar hættur sem fólk þarf að takast á við daglega,“ segir Richardson og bætir við: „Það er hægt að segja fyrir um hvort eldgos muni eiga sér stað en það er erfitt að spá fyrir um afleiðingar þess, hvaða áhrif það hefur.“

„Það er margt sem fólk þarf að vera meðvitað um og það er erfitt á fallegum dögum þegar veðrið er gott og sólin skín, fólk hugsar ekki endilega um þessa hluti þá,“ segir hann.

Ferðamenn í aukinni hættu

Þá segir hann að ferðamenn séu í aukinni hættu vegna þess að þeir þekkja ekki umhverfið og hver áhættan er eða hverjar afleiðingarnar geta verið. „Þeir ferðast um áhættusvæði og ég veit að þetta er eitthvað sem stjórnvöld hugsa mikið til og gera áætlanir um.“  

Richardson heldur annað erindi eftir hádegi í dag þar sem hann mun fjalla um andlegar afleiðingar náttúruhamfara en fyrir fimm árum áttu sér stað skæðir skógareldar í Ástralíu sem höfðu í för með sér ófyrirsjáanlegar andlegar afleiðingar sem fólk er enn að takast á við fimm árum seinna.

Ráðstefnan kallast IDRiM2017 og er haldin í samvinnu við Öndvegissetrið NORDRESS, sem stýrt er af Háskóla Íslands en hér er hægt að sjá dagskránna. 

mbl.is

Innlent »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »

Eina líkamsræktarstöð bæjarins lokar

Í gær, 21:00 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að skoðuð verði aðkoma bæjarins að líkamsræktarstöð á Torfsnesi þar sem íþróttahús bæjarins er staðsett. Ástæðan er sú að eina líkamsræktarstöð bæjarins, Stúdíó Dan, lokar í febrúar. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

Í gær, 20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf., sem ekki eru söluhæfar, beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

Í gær, 20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Berjast um að heilla bragðlaukana

Í gær, 20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

Í gær, 20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

Í gær, 19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Lögregla greindi frá á tíunda tímanum að Guðmundur væri fundinn. Meira »
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...