Málaði minningarvegg um Bowie

Bowie-veggurinn Björn gerir nokkrum tímabilum í lífi Davids Bowies skil ...
Bowie-veggurinn Björn gerir nokkrum tímabilum í lífi Davids Bowies skil á veggnum sem er til minningar um breska tónlistarmanninn. Ljósmynd/Björn Lúðvíksson

Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies í ársbyrjun í fyrra. Þá er farið að gera slíka minningarveggi víða um heim en sá frægasti er í Brixton í London þar sem Bowie ólst upp.

„Það hafði verið að brjótast um í mér að gera slíkan vegg á Íslandi og af því að ég er á Akranesi ákvað ég bara að hafa hann þar. Ég hafði samband við einn góðan Bowie-vin minn sem er grafískur hönnuður, Halldór Randver Lárusson, og spurði hvort hann væri til í að hjálpa mér við að útfæra þetta,“ segir Björn.

Halldór útfærði myndirnar og svo byrjuðu þeir á verkinu 24. maí.

„Við settum myndirnar á glæru og vörpuðum á vegginn og teiknuðum. Svo var ég að mála smá búta í allt sumar, í fríinu og á milli vakta,“ segir Björn, sem vinnur í álverinu á Grundartanga.

Skreytir bæinn með steinum

Björn Lúðvíksson lífgar upp á Akranes.
Björn Lúðvíksson lífgar upp á Akranes.


„Fyrir utan veggi heima hjá mér hef ég ekki málað neitt slíkt áður, þá hef ég ekki stundað veggjakrot eða annað slíkt. En ég hef verið að mála myndir á striga og steina. Ég málaði þjóðfána 35 landa á steina sem eru við Akranesvita, þá málaði ég broskarla á steina sem ég setti hingað og þangað um bæinn. Við vitann eru líka fjórir steinar helgaðir David Bowie og einn Pink Floyd sem ég gerði að beiðni vitavarðarins.“

Minningarveggurinn um Bowie, eða Bjössa Lú-veggurinn eins og hann er stundum kallaður í höfuðið á skapara sínum, er á gafli húss við Kirkjubraut 8 sem er í miðbæ Akraness og hýsti eitt sinn lögreglustöð og veitingahús. Björn segist ekki vita betur en almenn ánægja sé með uppátækið. „Það eru allir að hrósa manni fyrir þetta og segja hvað myndirnar lífgi upp á. Það hefur stundum orðið lítið úr málningarvinnunni því það eru svo margir sem stoppa til að ræða við mig um verkið og Bowie.“

Við vegginn er lítið torg sem býður upp á ýmsa möguleika, en nýverið stoppaði Björn Thoroddsen gítarleikari þar og lék eitt lag fyrir hóp fólks. Björn sér fyrir sér að fleiri slíkar uppákomur eigi eftir að verða við vegginn.

Mismunandi tímabil Bowies

Minningarveggurinn skartar sjö myndum af Bowie frá mismunandi tímabilum á tónlistarferli hans, en veggurinn á sína eigin facebook-síðu, Bowie Tribute Wall, þar sem má m.a. sjá vinnuferlið í kringum hann.

Aðdáandi frá barnsaldri

Bowie hefur verið Birni hugleikinn frá því hann var barn. „Eldri systir mín kom mér á sporið, hún keypti Bowie-plötur á sínum tíma og síðan hélt ég áfram,“ segir Björn sem náði að sjá tónlistarmanninn tvisvar á tónleikum. Hann heldur mest upp á svokallað Berlínartímabil Bowies þegar plöturnar Low, Heroes og The Lodger komu út. „Ætli ég geti ekki sagt að Breaking Glass af Low sé uppáhaldslagið mitt.“

Innlent »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðin tíma vegna snjóflóðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

11:58 „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Tvær hrunskýrslur í janúar

11:57 Tvær skýrslur sem tengjast beint hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmlega níu árum síðan verða birtar í janúar. Er önnur skýrslan um veitingu þrautavaraláns Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir hrun bankans og hin skýrslan um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Meira »

Leit ekki út fyrir að vera alvarlegt

11:45 Fólkið sem lenti í rútuslysinu við Lýsuhól á Snæfellsnesi í gær leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Þrír voru engu að síður fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Alvarlegt slys á Biskupstungnabraut

11:42 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Biskupstungnabrautin lokuð við Sogið vegna umferðarslyss. Ekki vita að hversu lengi lokunin varir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma á slysstað. Meira »

Öflug vöktun vegna óhreinsaðs skólps

11:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta strandlengjuna við og í nágrenni Faxaskjóls oftar en ella meðan á viðgerð Veitna stendur í skólpdælustöðinni Faxaskjóli dagana 20. til 27. nóvember samkvæmt áætlun. Niðurstöður mælinga eru birtar á vef Heilbrigðiseftirlitsins eftir því sem þær berast. Meira »

UNICEF veitir skólum viðurkenningu

11:43 Í tilefni alþjóðlegs dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Meira »

Sólarljós hefur skaðleg áhrif á snuð

11:18 Skoðun Neytendastofu á snuðum fyrir börn hefur leitt í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi og jafnvel hættulegar börnum. Skoðuð voru yfir 900 snuð af 74 tegundum. Kom í ljós að 27% af snuðunum voru ekki allar merkingar í lagi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Stimplar
...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...