Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn.

Að sögn slökkviliðsins slasaðist maðurinn er hann var að reyna að koma svifdrekanum á loft. Meiðsl hans eru þó ekki talin alvarleg og sagði slökkviliðsmaður á vakt manninn mögulega hafa sloppið við beinbrot. Hann var þó fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann til frekari aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert