Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Þrjá grunnskólakennara vantar til starfa í Hafnarfirði.
Þrjá grunnskólakennara vantar til starfa í Hafnarfirði. mbl.is/Styrmir Kári

Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Bent er á að þetta gæti þó skarast þar sem frístundaleiðbeinendur og aðrir starfsmenn sinna hlutastörfum eða hálfsdags störfum.

Að mati sviðstjóra og yfirmanna sviðsins er ástandið heldur betra í ár en síðustu ár, segir jafnframt í upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. 

Í 36 grunn­skóla Reykjavíkurborg­ar eru átta kenn­ara­stöður ómannaðar, tíu stöður stuðnings­full­trúa og sex stöður skólaliða. Stöðugild­in eru 25 tals­ins. Þetta kemur fram í frétt Reykjavíkurborgar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert