Leitað að þremur spænskum ferðakonum

Landmannalaugar.
Landmannalaugar. mbl.is/Rax

Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. 

Höfðu konurnar villst af leið og höfðu samband við samferðamenn sína og kváðust ekki rata til baka. Hálendisvaktin í Landmannalaugum hóf þá eftirgrennslan og á miðnætti var kallað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurlandi. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin að því er Rúv greinir frá.

Í samtali við Rúv segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, konurnar hafa verið í stopulu símasambandi við félaga sína í Landmannalaugum, þær séu ekki taldar í hættu en muni vera orðið kalt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert