Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

Jón Gerald Sullenberger
Jón Gerald Sullenberger mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er.

Hann segir hættu á að ákvörðunin hafi ófyrirséðar afleiðingar til lengdar. Vísar hann þar til áhrifa svokallaðra „boxverslana“ á nærumhverfi sitt í Bandaríkjunum, en hann segir að þessar tegundir verslana séu í auknum mæli bannaðar, þær fái ekki byggingarleyfi til að opna risaverslanir.

„Þróunin í gegnum árin hefur ekki alltaf verið góð í minni samfélögum,“ segir Jón í umfjöllun um þetta mál í ViðskiptaMogganum í dag.

Hann segir að Kostur eigi stóran þátt í því að heildverslunin Costco sé hingað komin. „Ég hef verið í viðskiptum við þá síðastliðin 27 ár og í gegnum árin hef ég flutt inn mikið af vörum frá þeim til Íslands. Það má segja að þeir hafi nýtt okkur í sína markaðsrannsókn á Íslandi. Fulltrúar verslunarinnar hafa verið tíðir gestir hjá mér. Þeir skoðuðu búðirnar hér heima og svæðisstjórinn sagði við mig að ef hann ætti heima á Íslandi myndi hann versla í Kosti, honum fyndist Kostur skemmtilegasta búðin, enda flott verslun í þeirra anda. En að lokum ákváðu þeir, vegna tolla, merkingamála og innflutningshafta, að flytja vörur frá Bretlandi en ekki Bandaríkjunum, eins og upphaflega var áætlað. Heildverslunin Costco á Íslandi er því breskt útibú Costco með breskar matvörur, breskan verslunarstjóra og fullt af bresku starfsfólki, og eina verslunin sem ekki er stjórnað frá því landi þar sem hún starfar, heldur alfarið stjórnað frá Bretlandi.“

Koma Costco til landsins hefur valdið samdrætti í verslun í Kosti. „Til að mæta breyttum aðstæðum ákváðum við að breyta áherslum í Kosti og erum búin að semja við nýjan birgi í Bandaríkjunum. Þetta er stór dreifingaraðili sem dreifir í um það bil 600 verslanir. Þessi breyting kemur til með að lækka vöruverð til okkar um 10-15% sem mun skila sér til íslenskra neytenda. Við munum einnig bjóða upp á breiðara vöruúrval og minni pakkningar. Annað sem við erum að skoða er breyttur afgreiðslutími og að hafa opið til miðnættis, enda er það nokkuð sem viðskiptavinir hafa kallað eftir.“

Kostur hefur að sögn Jóns Geralds lagt mikinn metnað í að hafa grænmeti og ávexti sem ferskast og á betra verði en gengur og gerist á markaðnum. „Við flytjum það inn sjálfir, bæði með flugi og skipi. Við fljúgum með viðkvæmari vörur eins og ber, salat og ferskar kryddjurtir nánast daglega frá New York og flytjum inn gám frá Hollandi í hverri viku. Við höfum alltaf fengið hrós fyrir ferskt og gott grænmeti og höfum haft mikil áhrif á verð og gæði á grænmeti og ávöxtum hér á landi með okkar beina innflutningi.“

Jón Gerald fagnaði á sínum tíma komu Costco til landsins og ítrekar við blaðamann að hann fagni allri samkeppni ef hún er byggð á sanngjörnum grunni. Hann segir að Costco bjóði vörur undir kostnaðarverði sem sé ekki sanngjörn samkeppni. Þetta sjái hann með einföldum verðsamanburði á milli Costco-verslunar í Bretlandi og verslunarinnar í Garðabæ. „Þeir nota þá þekktu markaðstækni að selja ýmsar vörur langt undir kostnaðarverði til að ná viðskiptavinum inn í búðina. Það að ásaka okkur hina um að arðræna þjóðina þar sem við erum ekki með sama útsöluverð og þeir á þessum vörum er ekki sanngjart og alls ekki rétt ásökun í okkar garð.“

Greinileg undiralda er í sálartetri þjóðarinnar, að mati Jóns Geralds. Hann greinir mikla óánægju og reiði og að menn séu til í að refsa öllum íslenskum kaupmönnum. „Ég tel að þetta eigi helst við um Haga og yfirmenn þeirra en það hefur lítið að gera með okkur hin. Eins má benda á að þetta er komið í heilan hring, því hverjir eru stærstu eigendur stóru keðjanna í dag? Jú, það eru lífeyrissjóðirnir okkar. Það er eins og fólk átti sig ekki á þessu. Það refsar fyrirtækjum sem það á sjálft! Þetta er pínu fáránlegt allt saman.“

 Hér er hægt að lesa viðtalið við Jón Gerald í ViðskiptaMogga dagsins.

Innlent »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

16:31 Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Meira »

Borun eftir heitu vatni við Laugaland hætt

16:19 Veitur hafa nú hætt borun í landi Götu við Laugaland. Markmið borunarinnar var að afla heits vatns og auka þannig nýtanlegan forða fyrir Rangárveitur er þjóna Rangárþingum og Ásahreppi að hluta. Meira »

Rútuslys í aftakaveðri fyrir austan

15:40 Níu björgunarsveitir á Norðausturlandi hafa verið kallaðar út eftir rútuslys í Víðidal á Austurlandi. Rúta ók þá aftan á snjóruðningstæki en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er einn slasaður, þó ekki alvarlega. Fimm aðrir meiddust lítillega. Meira »

Þinghaldi lokað í einni skýrslutöku

15:30 Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, vegna stórfelldrar líkamsárásar í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, lokaði þinghaldi þegar réttarmeinafræðingur kom til að bera vitni í málinu. Meira »

„Þetta hefur gengið ágætlega“

16:11 „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is en viðræður hafa staðið yfir frá því í morgun varðandi fyrirhugaða stjórnarmyndun VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Meira »

„Veit ekki hver staðan er“

15:39 „Ég hreinlega veit ekki hver staðan er og er mjög döpur vegna þess,“ segir víetnamski matreiðsluneminn Chuong Le Bui. Á mánudag fékk hún fimmtán daga frest til að yfirgefa landið. Síðan þá hefur dómsmálaráðherra sagt að lögin sem valda því verði leiðrétt en Choung segir óvissuna þó vera mikla. Meira »

„Brottkast og svindl er ólíðandi“

15:25 „Stjórnin fordæmir hverskonar sóun á verðmætum við meðhöndlun okkar helstu náttúruauðlindar,“ segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka fiskvinnslu og útflytjenda, SFÚ. Tilefnið er fréttaskýringaþáttur Kveiks, sem sýndur var á RÚV í gær, en í honum voru sýndar myndir af miklu brottkasti afla. Meira »
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...