Reyndi svik í nafni Costco

Óprúttinn náungi þóttist vera innkaupastjóri hjá Costco.
Óprúttinn náungi þóttist vera innkaupastjóri hjá Costco. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi.

Ekki var mikið vandað til póstsins og sendandi sagður vera „COSTC WHOLESALES UKLTD“ með tölvupóstfangið „noreply@costco.co.uk“. Samt átti að senda svar á annað póstfang.

Pósturinn var borinn undir Jökul Gíslason, rannsóknarlögreglumann hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hann vinnur m.a. að rannsókn á svindlpóstum og annars konar tölvusvindli. Hann sagði það liggja í augum uppi að um svikapóst væri að ræða því viðtakandinn vildi fá svar á tölvupóstfang hjá gmail-póstþjónustunni. Tekið skal fram að nafn Costco var í póstfanginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert