Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

Brúarskóli. Mörg börn eru á biðlista.
Brúarskóli. Mörg börn eru á biðlista. Ljósmynd/Brúarskóli

Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag.

Blikur eru víðs vegar á lofti að hennar sögn. Hún segir þann hóp nemenda sem er með tilfinninga- og hegðunarörðugleika fara vaxandi í skólakerfinu. Morgunblaðið greindi frá því fyrir rúmri viku að 25 börn væru á biðlista við inngöngu í úrræði Brúarskóla í Vesturhlíð. Eru það jafnmargir nemendur og skólinn hefur pláss fyrir.

Brúarskóli er sérskóli á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir grunnskólabörnum sem eiga við alvarlega geðræna-, hegðunar- eða félagslega erfiðleika að stríða. Skólinn þjónustar einnig sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert