Helmingur á biðlista fær sértækt húsnæði

Reykjavíkurborg greindi frá því í gær að borgarráð hefði samþykkt …
Reykjavíkurborg greindi frá því í gær að borgarráð hefði samþykkt uppbyggingu á 155-185 íbúðum fyrir einstaklinga með fötlun. mbl.is/Ófeigur

Fyrsti hluti áætlunar um uppbyggingu á íbúðum í Reykjavík fyrir einstaklinga með fötlun mun koma til móts við helming þeirra sem nú eru á biðlista eftir slíku húsnæði.

Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar er nú 161 einstaklingur á biðlista eftir sértækum húsnæðisúrræðum, þar af 46 einstaklingar með geðfötlun og 115 með þroskahömlun eða skyldar raskanir.

Reykjavíkurborg greindi frá því í gær að borgarráð hefði samþykkt uppbyggingu á 155-185 íbúðum fyrir einstaklinga með fötlun. Um er að ræða þriggja áfanga áætlun sem nær til ársins 2030, en í fyrsta áfanga er áætluð bygging á 80-90 nýjum íbúðum á árunum 2018-2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert