Í sjálfheldu fyrir ofan Ísafjörð

Fimm björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Ísafjarðar komu konunni til hjálpar.
Fimm björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Ísafjarðar komu konunni til hjálpar. mbl.is/Ómar

Björgunarsveitin á Ísafirði var boðuð út um klukkan fjögur í dag til að aðstoða konu sem var í sjálfheldu í fjalllendi fyrir ofan Ísafjörð. Konan, sem er erlendur ferðamaður, hafði verið á göngu í fjallinu og lenti í miklum bratta og treysti sér ekki niður. Hún gat hringt eftir aðstoð og fóru fimm björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Ísafjarðar til móts við konuna og fylgdu henni niður.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, tók aðgerðin um klukkustund og voru aðstæður ágætar. Konunni varð ekki meint af. „Þetta leystist hratt og örugglega,“ segir Davíð Már.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert