Skoða hærra gjald á alla poka

Kaupmenn og stjórnvöld settu í gang átak gegn notkun einnota …
Kaupmenn og stjórnvöld settu í gang átak gegn notkun einnota plastpoka í vor. Í aðgerðaáætluninni voru verslanir hvattar til að hafa tiltækar aðrar lausnir en notkun einnota burðapoka til að koma vörum heim. mbl.is/Hanna Andresdottir

Unnið er að fjölmörgum aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka í samræmi við sérstaka aðgerðaáætlun sem sett var fram fyrir ári.

Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði setti í fyrra fram tillögur um tímasettar aðgerðir gegn notkun plastpoka. Verður ekki annað ráðið af nýju stöðumati umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á framgangi verkefnisins árin 2016, 2017 og 2018 en að meirihluta verkefnanna hafi verið hrundið úr vör.

Ekki eru þó allar aðgerðirnar komnar í gang eins og til stóð, að því er segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Í aðgerðaáætluninni var m.a. ráð fyrir því gert að í október í fyrra setti Umhverfisstofnun fram tilmæli til verslana um lágmarksupphæð gjalds burðarpoka. Á nýja yfirlitinu yfir stöðu aðgerðaáætlunarinnar segir að þetta hafi ekki farið í gang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert