Nýtt framkvæmdaráð Pírata kynnt

Framkvæmdaráðið. Á myndina vantar Snæbjörn Brynjarsson.
Framkvæmdaráðið. Á myndina vantar Snæbjörn Brynjarsson. Ljósmynd/Píratar

Átta voru kosnir í framkvæmdaráð Pírata á aðal­fundi þeirra sem var sett­ur í morg­un. Auk þess voru tveir slembivaldir í ráðið en allir aðalfundargestir komu til greina í slembivalinu. 

Meðal þess sem fram fór í dag var kosning í framkvæmdaráð, sem sér um almenna stjórn og rekstur félagsins.

Helmingur ráðsins situr í eitt ár en hinn helmingurinn tvö ár og var einnig slembivalið hverjir sitja í eitt ár og hverjir tvö, eins og kemur fram í tilkynningu frá Pírötum.

Ásmundur Alma Guðjónsson, Bergþór H. Þórðarson, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, Sindri Viborg og Nói Kristinsson sitja í framkvæmdaráðinu næstu tvö árin. Elsa Kristjánsdóttir, Oktavía Hrund Jónsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Snæbjörn Brynjarsson og Albert Svan Sigurðsson sitja í ráðinu næsta árið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert