Fjölskyldan verður send úr landi

Sunday, Mary og Joy.
Sunday, Mary og Joy. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kærunefnd útlendingamála hefur synjað nígerísku hjónunum Sunday Iserien og Joy Lucky um endurupptöku á máli þeirra og þar með staðfest ákvörðun um að senda þau og átta ára gamla dóttur þeirra Mary úr landi og til Nígeríu. 

Gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni

Hjónunum barst synjunin í dag, en þau hafa búið hér á landi í eitt og hálft ár. Hingað kom fjöl­skyld­an í leit að betra lífi eft­ir að hafa upp­lifað of­beldi, fá­tækt, hót­an­ir og gríðarleg áföll í heima­land­inu og á Ítal­íu þangað sem þau flúðu fyr­ir níu árum. Þar var Joy fórn­ar­lamb man­sals, en Sunday hafði upp­lifað póli­tísk­ar of­sókn­ir í heima­land­inu.

Hér á landi líður þeim vel, eins og fram kom í viðtali við þau á mbl.is í síðasta mánuði, þar sem þau sögðust jafnframt upplifa öryggi í fyrsta sinn í áratug. Sunday hefur starfað hjá sama byggingafyrirtæki síðastliðið eitt og hálft ár, og Joy hefur sótt íslenskunámskeið og kirkju hér á landi. Þá gengur Mary í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Hér líður henni vel og hefur náð góðum tökum á íslensku. Hún er fædd á Ítalíu og hefur aldrei búið í Nígeríu.

Frétt mbl.is: Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

Biðluðu til almennings

Hjón­in biðluðu fyrr í sumar til al­menn­ings og stjórn­valda að skoða málið og leyfa þeim að vera áfram hér á landi, en þau segja dauðann bíða sín í heima­land­inu. Þá voru undirskriftir 2.500 Íslend­inga af­hent­ar full­trúa dóms­málaráðuneyt­is­ins fyrr í mánuðinum, þar sem þess var kraf­ist að mál fjölskyldunnar yrði endurskoðað.

Þeir sem hafa kynnst hjónum við nám og starfi bera þeim góða söguna, og segja þau standa sig afburða vel. 

Joy er þó illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar. Hún glímir við undirliggjandi andleg veikindi og hefur hrakað mjög mikið á seinustu vikum og mánuðum. Nú nýlega var henni vísað á bráðadeild og hefur hún hlotið aðhlynningu þar, og er í áframhaldandi meðferð.

Réttur barna oft brotinn

Þá hefur fjölskyldan fundað með umboðsmanni barna þar sem fram kom að embættið teldi að í mál­um sem þess­um væru rétt­indi barna oft brot­in þegar rétt­ur þeirra til að tjá sig væri sniðgeng­inn. Ekki væri hægt að ákv­arða um hags­muni barna eða hafa þá að leiðarljósi ef sjón­ar­mið þeirra væru ekki tek­in til greina.

Í nýj­um út­lend­inga­lög­um seg­ir í 25. gr. að hags­mun­ir barns skuli hafðir að leiðarljósi. Barni sem myndað get­ur eig­in skoðanir skuli tryggður rétt­ur til að tjá sig í máli sem það varðar og tekið skuli til­lit til skoðana þess í sam­ræmi við ald­ur og þroska.

„Við málsmeðferð fjölskyldunnar er því haldið fram af hálfu stjórnvalda að þau hafi það sem bestu [sic] fyrir Mary að leiðarljósi en það getur ekki staðist skoðun að það sé barni fyrir bestu að vera rifið upp með rótum og flutt til lands þar sem það hefur aldrei búið, og framtíð þess er ekki tryggð. Fjölskyldan átti fund með embætti umboðsmanns barna sem hefur lýst yfir áhyggjum sínum af málefnum barna sem óska eftir vernd hér á landi,“ segir í tilkynningu frá No Borders Iceland vegna málsins.

Tengsl við landið virt að vettugi

Segir þar jafnframt að litið hafi verið fram hjá því með öllu að Joy og fjölskylda hennar eigi enn þá á hættu að sæta ofsóknum af hálfu þeirra sem seldu hana í vændi fyrir hartnær áratug. „Vísað er til þess að hún geti leitað til yfirvalda þar í landi en margvíslegar skýrslur benda til þess að yfirvöld séu ýmist ekki hæf eða of spillt til að takast á við slík mál og að íbúar landsins treysti ekki yfirvöldum fyrir slíkum málum. Þá hafa tengsl fjölskyldunnar við landið einnig verið virt að vettugi.

Fjölskyldan var með gilt dvalarleyfi á Ítalíu þegar þau komu hingað, vegna reynslu Joy og aðstæðna þeirra. Þau ákváðu að yfirgefa Ítalíu vegna stöðugra hótana samlanda Joy sem standa að baki mansali og vonuðust til að Ísland yrði friðsælli staður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...