Fjölskyldan verður send úr landi

Sunday, Mary og Joy.
Sunday, Mary og Joy. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kærunefnd útlendingamála hefur synjað nígerísku hjónunum Sunday Iserien og Joy Lucky um endurupptöku á máli þeirra og þar með staðfest ákvörðun um að senda þau og átta ára gamla dóttur þeirra Mary úr landi og til Nígeríu. 

Gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni

Hjónunum barst synjunin í dag, en þau hafa búið hér á landi í eitt og hálft ár. Hingað kom fjöl­skyld­an í leit að betra lífi eft­ir að hafa upp­lifað of­beldi, fá­tækt, hót­an­ir og gríðarleg áföll í heima­land­inu og á Ítal­íu þangað sem þau flúðu fyr­ir níu árum. Þar var Joy fórn­ar­lamb man­sals, en Sunday hafði upp­lifað póli­tísk­ar of­sókn­ir í heima­land­inu.

Hér á landi líður þeim vel, eins og fram kom í viðtali við þau á mbl.is í síðasta mánuði, þar sem þau sögðust jafnframt upplifa öryggi í fyrsta sinn í áratug. Sunday hefur starfað hjá sama byggingafyrirtæki síðastliðið eitt og hálft ár, og Joy hefur sótt íslenskunámskeið og kirkju hér á landi. Þá gengur Mary í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Hér líður henni vel og hefur náð góðum tökum á íslensku. Hún er fædd á Ítalíu og hefur aldrei búið í Nígeríu.

Frétt mbl.is: Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

Biðluðu til almennings

Hjón­in biðluðu fyrr í sumar til al­menn­ings og stjórn­valda að skoða málið og leyfa þeim að vera áfram hér á landi, en þau segja dauðann bíða sín í heima­land­inu. Þá voru undirskriftir 2.500 Íslend­inga af­hent­ar full­trúa dóms­málaráðuneyt­is­ins fyrr í mánuðinum, þar sem þess var kraf­ist að mál fjölskyldunnar yrði endurskoðað.

Þeir sem hafa kynnst hjónum við nám og starfi bera þeim góða söguna, og segja þau standa sig afburða vel. 

Joy er þó illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar. Hún glímir við undirliggjandi andleg veikindi og hefur hrakað mjög mikið á seinustu vikum og mánuðum. Nú nýlega var henni vísað á bráðadeild og hefur hún hlotið aðhlynningu þar, og er í áframhaldandi meðferð.

Réttur barna oft brotinn

Þá hefur fjölskyldan fundað með umboðsmanni barna þar sem fram kom að embættið teldi að í mál­um sem þess­um væru rétt­indi barna oft brot­in þegar rétt­ur þeirra til að tjá sig væri sniðgeng­inn. Ekki væri hægt að ákv­arða um hags­muni barna eða hafa þá að leiðarljósi ef sjón­ar­mið þeirra væru ekki tek­in til greina.

Í nýj­um út­lend­inga­lög­um seg­ir í 25. gr. að hags­mun­ir barns skuli hafðir að leiðarljósi. Barni sem myndað get­ur eig­in skoðanir skuli tryggður rétt­ur til að tjá sig í máli sem það varðar og tekið skuli til­lit til skoðana þess í sam­ræmi við ald­ur og þroska.

„Við málsmeðferð fjölskyldunnar er því haldið fram af hálfu stjórnvalda að þau hafi það sem bestu [sic] fyrir Mary að leiðarljósi en það getur ekki staðist skoðun að það sé barni fyrir bestu að vera rifið upp með rótum og flutt til lands þar sem það hefur aldrei búið, og framtíð þess er ekki tryggð. Fjölskyldan átti fund með embætti umboðsmanns barna sem hefur lýst yfir áhyggjum sínum af málefnum barna sem óska eftir vernd hér á landi,“ segir í tilkynningu frá No Borders Iceland vegna málsins.

Tengsl við landið virt að vettugi

Segir þar jafnframt að litið hafi verið fram hjá því með öllu að Joy og fjölskylda hennar eigi enn þá á hættu að sæta ofsóknum af hálfu þeirra sem seldu hana í vændi fyrir hartnær áratug. „Vísað er til þess að hún geti leitað til yfirvalda þar í landi en margvíslegar skýrslur benda til þess að yfirvöld séu ýmist ekki hæf eða of spillt til að takast á við slík mál og að íbúar landsins treysti ekki yfirvöldum fyrir slíkum málum. Þá hafa tengsl fjölskyldunnar við landið einnig verið virt að vettugi.

Fjölskyldan var með gilt dvalarleyfi á Ítalíu þegar þau komu hingað, vegna reynslu Joy og aðstæðna þeirra. Þau ákváðu að yfirgefa Ítalíu vegna stöðugra hótana samlanda Joy sem standa að baki mansali og vonuðust til að Ísland yrði friðsælli staður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvenju mörg stjörnuhröp sýnileg í kvöld

14:20 Loft­steina­dríf­an Gem­inít­ar verður í há­marki í kvöld og nótt en það þýðir að fólk gæti séð fleiri stjörnuhröp en alla jafna. Búast má við því að sjá nokkra tugi stjörnuhrapa á klukkustund. Meira »

Óhugnanleg árás í Garðabæ óupplýst

14:17 Ráðist var að 10 ára stúlku sem var á gangi í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlkan náði að sleppa en talið er að gerandinn sé piltur á aldrinum 17-19 ára. Lögregla rannsakar málið. Meira »

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

13:43 Karlmaður hefur verið dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. janúar vegna ítrekaðra innbrota, þjófnaða, fíkniefnabrota, umferðarlagabrota, fjársvika og eignaspjalla. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um varðhaldið, en hann hefur setið í varðhaldi frá 11. nóvember. Meira »

Launakröfur „fullkomlega óraunhæfar“

13:40 „Kröfur flugvirkja eru fullkomlega óraunhæfar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands vegna Icelandair. Meira »

Fleiri akreinar og akrein fyrir strætó

12:58 Til stendur að gera endurbætur á Hafnarfjarðarvegi þar sem hann liggur fram hjá Garðabæ frá Vífilsstaðavegi að Lyngási samkvæmt nýrri tillögu. Bæta á við beygjuakrein, fjölga almennum akreinum og setja sérstaka strætisvagnaakrein. Þá verða gerð ný undirgöng og hringtorgi bætt við á Vífilsstaðavegi. Meira »

Stefnuræðan stytt um tvær mínútur

12:11 Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana á Alþingi annað kvöld verða styttri en verið hefur vegna þess að þingflokkarnir eru orðnir átta talsins. Meira »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Segja gamla veginn stórhættulegan

11:20 Fasteignaeigendur og íbúar Prýðahverfis hafa skorað á bæjarráð Garðabæjar að kvika hvergi frá samþykktum um lokun gamla Álftanesvegar. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Formaður VR hvetur til mótmæla

10:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur hvatt til þess að mótmæli fari fram á föstudaginn fyrir utan húsnæði eignarhaldsfélagsins Klakka vegna fregna um bónusgreiðslur níu starfsmanna og stjórnarmanna í félaginu. Meira »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðlægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blautum vegum víða um land og einnig má búast við skafrenningi, einkum norðan- og austanlands. Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...