Ofgnótt af plasti og gegndarlaus notkun

Dóra Magnúsdóttir stýrir verkefninu Plastlaus september.
Dóra Magnúsdóttir stýrir verkefninu Plastlaus september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staðreyndir sýna að við erum á góðri leið með að fylla hafið af einnota plasti. Einnig endar mikið af plasti í landfyllingum og út í náttúruna,“ segir Dóra Magnúsdóttir.

„Neysluhættir almennings hafa gjörbreyst á fáeinum áratugum. Það er ekki langt síðan fólk fór að nota plastpoka við sín innkaup og um víða veröld drekkur fólk eingöngu vatn úr einnota plastflöskum, stundum margar á dag. Jafnvel hér á Íslandi þar sem okkur býðst dásamlegt lindarvatn beint úr krananum. Gegndarlaus notkun á einnota plasti er enginn greiði við jörðina.“

Dóra er verkefnisstjóri fyrir árvekniátakið Plastlaus september sem er ætlað að vekja almenning til umhugsunar um daglega plastnotkun og leiðir til að draga úr henni, með áherslu á einnota plast, að því er fram kemur í umfjöllun um átakið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert