Síðsumarshressing eftir heyskapinn

Feðginin eru samrýnd. Hér bregða þau á leik eftir hlaup.
Feðginin eru samrýnd. Hér bregða þau á leik eftir hlaup.

Feðginin Eyþór Árnason og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir leggja upp í tónleikaferð í dag. Ferðalagið nefnist Síðsumarsferð með fiðlu og ljóð og munu þau ferðast landshorna á milli. Sólveig Vaka leikur á fiðlu og Eyþór les inn á milli eigin ljóð.

Þetta er í fyrsta skipti sem þau feðgin fara saman í tónleikaferðalag og segist Eyþór vera farinn að hlakka mikið til.

„Sólveig Vaka dóttir mín sér alfarið um tónlistina, ég er bara baktjaldamaður í tónlist,“ segir ljóðskáldið Eyþór Árnason. Hann leggur, ásamt dóttur sinni Sólveigu Vöku, upp í hringferð um landið sem hefst í dag og ber heitið Síðsumarsferð með fiðlu og ljóð. Þar munu þau feðgin leiða saman hesta sína á nokkrum stöðum víðs vegar á næstu dögum. Sólveig Vaka leikur fyrir gesti verk eftir Johann Sebastian Bach, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Friðrik Margrétar-Guðmundsson, en sá síðastnefndi samdi verkið fyrir Vöku.

Eyþór og Vaka saman á góðri stund í sumarfríi á ...
Eyþór og Vaka saman á góðri stund í sumarfríi á Ítalíu þegar Vaka var fimm ára. Þau hafa margt brallað saman í gegnum tíðina.


Eyþór les nokkur af ljóðum sínum en hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur. Sú fyrsta, Hundgá úr annarri sveit, kom út árið 2009 og hlaut Eyþór Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þá bók. Sú næsta kom út 2011 og nefndist Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu. Sú þriðja, Norður, kom út 2015 og fjórða og síðasta, Ég sef ekki í draumheldum náttfötum, kom út árið 2016 og var nýverið tilnefnd til Maístjörnunnar sem besta ljóðabók ársins.

Gott að prófa ný ljóð á saklausum áheyrendum

En hvernig skyldi þeim feðginum hafa dottið í hug að halda tónleika saman?

„Hugmyndin kom frá Sólveigu Vöku, henni datt þetta í hug. Ég samþykkti bara þegar hún bar þá hugmynd undir mig að við skelltum okkur í hringferð um landið,“ svarar Eyþór. Hann segist ekki hafa hugsað mikið út í umfang hugmyndarinnar þegar hana bar fyrst á góma.

Sólveig Vaka mundar hér fiðluna en hún leggur stund á ...
Sólveig Vaka mundar hér fiðluna en hún leggur stund á tónlistarnám í Þýskalandi. Ljósmynd/Antje Taiga Jandrig


„Ég sagði bara já og var ekkert að stressa mig á þessu. En svo þegar þetta fór að nálgast fór ég aðeins að leiða hugann að því. Þá tók alvaran við, sjáðu til.“

Að sögn Eyþórs er Sólveig Vaka í bachelor-námi í tónlistarháskólanum í Leipzig í Þýskalandi og gengur vel. Skólinn sem um ræðir heitir Hochschule für Musik und Theater – Felix Mendelssohn-Bartholdy og er elsti tónlistarskólinn í Þýskalandi, stofnaður 1843.

Eyþór segist spenntur fyrir komandi tónleikum og lofar góðri skemmtun.

„Ferðalagið okkar hefst í dag. Sólveig Vaka kom til landsins frá Þýskalandi núna á laugardaginn svo við náðum að æfa okkur svolítið í gær. Þetta verður virkilega fróðlegt og skemmtilegt.“

Eyþór Árnason
Eyþór Árnason Ljósmyndir/Hrefna Björg Gylfadóttir


Eins og áður hefur komið fram hefur Eyþór gefið út fjórar ljóðabækur og mun hann lesa upp úr þeim öllum. Spurður um frekara fyrirkomulag á tónleikunum segir Eyþór þetta vera mikla samvinnu þeirra feðgina.

„Hún spilar og ég les á milli, við höfum þetta svolítið á víxl. Þetta eru semsagt ljóð eftir mig sem ég mun lesa, ég mun grauta eitthvað í flestum bókunum sem ég hef gefið út. Þetta verður svolítið hingað og þangað, planið er að byrja á fyrstu bókinni og enda á þeirri síðustu, og svo verða einhverjir útúrdúrar inn á milli svo Vaka fái ekki leið á því að heyra alltaf sömu ljóðin á öllum stöðunum,“ segir Eyþór og hlær.

Spurður hvort áheyrendur megi eiga von á einhverju nýju stendur ekki á svarinu.

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir
Sólveig Vaka Eyþórsdóttir


„Kannski verð ég með eitthvað nýtt inn á milli sem hefur ekki heyrst áður, það er aldrei að vita. Það er gott að prófa það á saklausum áheyrendum og sjá hvernig það virkar. Þetta er fínn vettvangur í það.“

Spurður hvar fólk geti nálgast miða á tónleikana segir Eyþór að slíkt þurfi ekki.

„Þetta er algjörlega ókeypis og verður vonandi nóg pláss fyrir alla. Við höfum nú svosem ekki miklar áhyggjur af plássleysi en það eru að sjálfsögðu allir velkomnir.“

Síðsumarshressing áður en göngur byrja

Eyþór ólst upp í hinu mikla sveitahéraði Skagafirði og þrátt fyrir að hafa verið búsettur í höfuðborginni um árabil er alltaf stutt í sveitamanninn í honum.

„Þetta er afar hentugur tími til að leggjast í svona tónleikaferðalag. Það má kannski líta á þetta sem síðsumarshressingu þegar menn klára að heyja og svona áður en göngur byrja. Þetta er fínn tími akkúrat þar á milli,“ segir Eyþór að lokum.

Dagskrá tónleikanna

» 28. ág. Strandarkirkja í Selvogi kl. 20.00

» 29. ág. Þingvallakirkja kl. 20.00

» 30. ág. Hafnarkirkja, Höfn í Hornafirði kl. 20.00

» 31. ág. Eskifjarðarkirkja kl. 20.00

» 1. sept. Einarsstaðakirkja, Reykjadal, S-Þing. kl. 20.00

» 2. sept. Lögmannshlíðarkirkja, Akureyri kl. 20.00

» 3. sept. Miklabæjarkirkja, Skagafirði kl. 16.00

» 4. sept. Hóladómkirkja í Hjaltadal kl. 20.00

» 5. sept. Þingeyrakirkja, Húnaþingi kl. 20.00

» 6. sept. Vatnasafnið, Stykkishólmi kl. 20.00

» 8. sept. Kirkja Óháða safnarins í Reykjavík kl. 20.00

Bloggað um fréttina

Innlent »

Guðfinna dregur framboðið til baka

21:50 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur dregið framboð sitt til setu á Alþingi fyrir flokkinn, til baka. Frá þessu greinir hún á Facebook. Meira »

Glerið erfið vara fyrir Endurvinnsluna

21:13 Allar ál- og plastumbúðir sem skilað er til Endurvinnslunnar eru sendar úr landi og endurunnar. Glerflöskur fara þó ekki sömu leið, heldur enda sem fylling á urðunarstöðum. „Persónulega myndum við vilja sjá minna af gleri af því að fyrir okkur er gler erfið vara,“ segir framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Meira »

Krefjast lögbanns á yfirtöku Arion

20:40 Fjórir hluthafar í United Silicon, sem haldið hafa á um 46% hlut í félaginu, lögðu í dag fram lögbannskröfu á hendur Arion banka vegna töku bankans á veðsettu hlutafé í félaginu. Þetta staðfestir hæstaréttarlögmaðurinn Þorsteinn Einarsson í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja göng á milli lands og Eyja

20:15 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks lagt fram þingsályktunartillögu þar sem Alþingi álykti að fela ráðherra að skipa starfshóp sem gerir ítarlega fýsileikakönnun á gerð ganga milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Meira »

Hljómleikar í olíutanka

19:54 Síldarminjasafnið á Siglufirði er fyrir löngu orðið lands- og heimsþekkt, og gríðarlegur fjöldi gesta kemur þangað ár hvert til að fræðast og njóta. Árið 2000 hlaut það Íslensku safnaverðlaunin fyrst safna, og árið 2004 Evrópsku safnaverðlaunin, hið eina á Íslandi. Meira »

OR undirbýr rannsókn á örplasti í vatni

19:10 Orkuveita Reykjavíkur vinnur nú að því að undirbúa mælingar á því hvort örplast leynist í neysluvatni Íslendinga. Þetta staðfestir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sem segir Orkuveituna nú vera að viða að sér búnaði til að gera slíkar mælingar. Meira »

Bætti ári við með óvæntum burði

18:43 Ærin MæjaBella kom eiganda sínum heldur betur á óvart þegar hún bar tveimur lömbum núna upp úr miðjum september, sem er býsna óvenjulegt. Eigandinn, Ásta Þorbjörnsdóttir, bóndi á Grjótá í Fljótshlíð, tók ungviðinu fagnandi enda er hún mikið fyrir dýr og hefur meðal annars fóstrað móðurlausa grágæsarunga. Meira »

Sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin

18:48 „Ég hef alltaf haft áhuga á sjávarútvegi og skrifað mikið um hann. Ég skrifaði bók fyrir háskólastigið sem kom út í fyrra, en þessi bók er meira ætluð framhaldsskólum og almenningi, hún er einfaldari í framsetningu en gefur gott yfirlit um íslenskan sjávarútveg,“ segir Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst og prófessor, í samtali við 200 mílur. Meira »

Gekk ekki í takt við þingflokkinn

18:37 „Ég geri ráð fyrir að þetta hafi snúist um að virða það samkomulag sem formennirnir hafa gert um þinglok,“ segir Pawel Bartozsek, þingmaður Viðreisnar. Dagskrártillaga þingmanna Pírata og Samfylkingar, um að taka í dag fyrir frumvarp Pírata um stjórnarskrárbreytingar var felld í dag. Meira »

Braust inn í bílskúr tvo daga í röð

17:51 Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar. Maðurinn játaði að hafa 10. maí og aftur 11. maí brotist inn í bílskúr í Reykjavík og reynt að stela þaðan búnaði til motorcross-iðkunnar. Meira »

Ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu

17:48 Lögreglan á Austurlandi brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni fyrir austan næsta sólarhringinn að nauðsynjalausu. Veðurspá gerir ráð fyrri óvenjumikilli úrkomu í landshlutanum. Meira »

Ekki mikilvægast að koma börnum í skjól

16:45 „Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. […] Það er jafn mikilvægt að bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“ Þetta sagði Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson í umræðu um breytingar á lögum um uppreista æru. Meira »

Rimantas fannst látinn

16:35 Rimantas Rimkus, sem lýst var eftir í júní, fannst látinn á höfuðborgarsvæðinu í lok síðasta mánaðar. Rimantas, sem var 38 ára og frá Litháen, lætur eftir sig tvö börn. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...