Alda Hrönn aftur til Suðurnesja

Alda Hrönn Jóhannsdóttir.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir, aðallögfræðingur á skrif­stofu lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu, mun snúa aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi við innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldismálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Vísir greinir frá þessu. Þar kemur fram að starfsfólki hafi verið tilkynnt um þetta í dag. Helgi Valberg Jensson mun taka við starfi sem aðallögfræðingur embættisins.

Eins og fjallað hefur verið um var Öldu Hrönn tímabundið vikið úr starfi í október vegna LÖKE-málsins svokallaða, þar sem hún var sökuð um brot í starfi, en tveir sakborningar á málinu sökuðu hana um að hafa misbeitt lögregluvaldi sínu við rannsókn málsins. Sneri hún aftur til starfa eftir að málið var fellt niður.

Að því er fram kemur í frétt Vísis kom fram í póstinum til starfsmanna að nokkrar breytingar hafi orðið í yfirstjórn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa Björgvinsdóttir hafi tekið við sem yfirmaður ákærusviðs og sé hún nú staðgengill lögreglustjóra, en Jón H.B. Snorrason fór til starfa hjá embætti ríkissaksóknara. Helgi Valberg Jensson sé nýr aðallögfræðingur embættisins og Arinbjörn Snorrason varðstjóri færi sig um set og taki við starfi umsjónarmanns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert