Áslaug Arna biðst afsökunar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálnefndar, baðst fyrr í dag afsökunar á því að hafa óskað eftir slóð á ólöglegt streymi fyrir bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor.

Bardaginn fór fram aðfaranótt sunnudags og spurði Áslaug Arna að því á Twitter hvort einhver væri með streymi handa henni að bardaganum. Bardaginn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og þá var einnig hægt að kaupa áskrift hjá Símanum sem veitti aðgang að bardaganum.

Ég gerði mistök og biðst velvirðingar á því. Stundum þegar mikið liggur við þá leitar maður langt yfir skammt, kannski hvatvísi en alla vega hugsunarleysi. Ég veit betur en get bara beðist afsökunar. Mér skilst að ég hafi misst af góðum bardaga,“ skrifaði þingmaðurinn á Facebook-síðu sína í hádeginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert