Pysjurnar heldur fyrr á ferðinni

Embla og Gauti Harðarbörn komu með pysjur í Sæheima í …
Embla og Gauti Harðarbörn komu með pysjur í Sæheima í fyrradag. Ljósmynd/Sæheimar

Lundapysjutímabilið er hafið í Vestmannaeyjum. Í gærmorgun var búið að koma með 139 fugla í pysjueftirlitið í Sæheimum þar sem þeir eru vigtaðir, skráðir og skoðaðir áður en þeim er sleppt.

Komið var með fyrstu pysjuna 13. ágúst en Margrét Lilja Magnúsdóttir safnstjóri segir þá pysju hafa verið mjög smáa og engan veginn tilbúna til að halda á haf út.

„Sú næsta kom svo 19. ágúst og teljum við það upphaf pysjutímans. Þær eru heldur fyrr á ferðinni núna, í fyrra kom sú fyrsta 24. ágúst og 8. september árið þar áður. Pysjurnar eru alltaf mjög léttar í upphafi tímabilsins en síðustu daga hefur meðalþyngdin verið allt í lagi,“ segir Margrét í umfjöllun um pysjutíðina í Eyjum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert