Taka allt kjötið heim og selja

Hjónin Salbjörg Matthíasdóttir og Jónas Þór Viðarsson í Árdal treysta ...
Hjónin Salbjörg Matthíasdóttir og Jónas Þór Viðarsson í Árdal treysta bæði á önnur störf til tekjuöflunar. Úr einkasafni

„Við ætlum að taka allt heim því við sjáum ekki fram á að geta borgað einn einasta reikning fyrir innleggið,“ segir Salbjörg Matthíasdóttir, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi í Árdal í Kelduhverfi. Hún hefur ákveðið að taka allt kjöt, 140 skrokka, heim og selja beint til neytenda.

Uggur er í sauðfjárbændum vegna þeirrar stöðu sem greinin er í. Í fyrra lækkuðu afurðastöðvarnar greiðslur til bænda um 10% en lækkunin þetta árið er yfirleitt á bilinu 25-36%. Rætt er um að fækka þurfi fé um 20%.

Salbjörg flutti heim í Árdal um jólin 2014 og tók í kjölfarið við búinu af foreldrum sínum. Hún segir að í ljósi þess að afurðastöðvarnar hafi lækkað verð til bænda jafnmikið og raun beri vitni sjái hún sér ekki annað fært en að taka kjötið heim og reyna að selja sjálf. Hún segir að þau hafi tekið sláturfé heim í litlum mæli frá 2015 en að nú þurfi þau að taka allt. Að öðrum kosti myndi innleggið ekki duga fyrir áburðinum á túnin.

Lifa af öðrum störfum

Hún segir í samtali við mbl.is að hún sé svo heppin að þau hjónin þurfi ekki að byggja afkomu sína á sauðfjárbúskap. Maðurinn hennar, Jónas Þór Viðarsson, sé trésmiður og þau reki auk þess ferðaþjónustu í Árdal. Þá hefur hún einnig tekjur af því að temja hesta. Sauðfjárræktin skili litlu sem engu.

„Túristarnir borguðu plastið þetta árið,“ segir hún og vísar til þess hversu ástandið í sauðfjárræktinni sé bágborið. „Við vorum með reikninga fyrir rúllun og áburð upp á 1,2 milljónir. Ég fékk eina milljón fyrir innleggið í fyrra og seldi þó slatta sjálf.“

Sendir kjötið með flugi

Salbjörg segir að þau muni sækja allt féð til Norðlenska daginn eftir slátrun. Þau leigi vottaða vinnslu á Laugum og vinni kjötið þar. Hún segist ekki þurfa að selja mikið sjálf til að það borgi sig og hún geti borgað reikninga – kannski ekki nema helming fjárins. Hún segist senda fólki kjöt með flugfélaginu Erni og til þessa hafi hún sjálf staðið straum af þeim kostnaði. Hún vonast til að geta gert það áfram en segir það ráðast af eftirspurninni.

Spurð hvort hún hafi velt því fyrir sér að hætta sauðfjárbúskap segir hún að það hafi vissulega hvarflað að henni, sérstaklega í sauðburði og á öðrum álagstímum. Hún hafi hins vegar að öðrum störfum að hverfa auk þess sem hún sé svo heppin að skulda ekkert. Margir aðrir séu í miklu verri stöðu. „Mér finnst þessi staða bara ömurleg og ég er fegin að þurfa ekki að lifa af þessu. Mér finnst þetta bara svo gaman að ég vil reyna að þrauka.“

Oddný Steina Valsdóttir, formaður stjórnar Landssambands sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður stjórnar Landssambands sauðfjárbænda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þurfa að sjá leið út úr storminum

Oddný Steina Valsdóttir, stjórnarformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir í samtali við mbl.is að heimtaka hafi aukist allnokkuð í fyrra. Hún segir að ekki sé ótrúlegt að þróun í þá átt haldi áfram, enda búi bændur að sjálfsbjargarviðleitni.

Hún segir að viðræður við ráðuneyti landbúnaðarmála gangi hægt og leggur áherslu á mikilvægi þess að tekið verði á ástandinu af krafti. „Mér finnst bara í svona ástandi, sem kemur til vegna utanaðkomandi áhrifa, þá eigi að sýna ábyrgð og taka á hlutunum, en ekki vera í einhverju hálfkáki.“ Hún segir að það sé alveg hægt að takast á við erfiða stöðu tímabundið en að bændur þurfi að sjá að það verði einhverjar leiðir færar út úr stöðunni.

Hún segir hljóðið í bændum þungt og þeir bíði átekta eftir niðurstöðu ráðuneytisins. „Þetta er ofboðslega þungt eins og er.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Í gær, 19:59 Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

Í gær, 19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Í gær, 18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

Í gær, 19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

Í gær, 19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

Í gær, 18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...