Taka allt kjötið heim og selja

Hjónin Salbjörg Matthíasdóttir og Jónas Þór Viðarsson í Árdal treysta ...
Hjónin Salbjörg Matthíasdóttir og Jónas Þór Viðarsson í Árdal treysta bæði á önnur störf til tekjuöflunar. Úr einkasafni

„Við ætlum að taka allt heim því við sjáum ekki fram á að geta borgað einn einasta reikning fyrir innleggið,“ segir Salbjörg Matthíasdóttir, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi í Árdal í Kelduhverfi. Hún hefur ákveðið að taka allt kjöt, 140 skrokka, heim og selja beint til neytenda.

Uggur er í sauðfjárbændum vegna þeirrar stöðu sem greinin er í. Í fyrra lækkuðu afurðastöðvarnar greiðslur til bænda um 10% en lækkunin þetta árið er yfirleitt á bilinu 25-36%. Rætt er um að fækka þurfi fé um 20%.

Salbjörg flutti heim í Árdal um jólin 2014 og tók í kjölfarið við búinu af foreldrum sínum. Hún segir að í ljósi þess að afurðastöðvarnar hafi lækkað verð til bænda jafnmikið og raun beri vitni sjái hún sér ekki annað fært en að taka kjötið heim og reyna að selja sjálf. Hún segir að þau hafi tekið sláturfé heim í litlum mæli frá 2015 en að nú þurfi þau að taka allt. Að öðrum kosti myndi innleggið ekki duga fyrir áburðinum á túnin.

Lifa af öðrum störfum

Hún segir í samtali við mbl.is að hún sé svo heppin að þau hjónin þurfi ekki að byggja afkomu sína á sauðfjárbúskap. Maðurinn hennar, Jónas Þór Viðarsson, sé trésmiður og þau reki auk þess ferðaþjónustu í Árdal. Þá hefur hún einnig tekjur af því að temja hesta. Sauðfjárræktin skili litlu sem engu.

„Túristarnir borguðu plastið þetta árið,“ segir hún og vísar til þess hversu ástandið í sauðfjárræktinni sé bágborið. „Við vorum með reikninga fyrir rúllun og áburð upp á 1,2 milljónir. Ég fékk eina milljón fyrir innleggið í fyrra og seldi þó slatta sjálf.“

Sendir kjötið með flugi

Salbjörg segir að þau muni sækja allt féð til Norðlenska daginn eftir slátrun. Þau leigi vottaða vinnslu á Laugum og vinni kjötið þar. Hún segist ekki þurfa að selja mikið sjálf til að það borgi sig og hún geti borgað reikninga – kannski ekki nema helming fjárins. Hún segist senda fólki kjöt með flugfélaginu Erni og til þessa hafi hún sjálf staðið straum af þeim kostnaði. Hún vonast til að geta gert það áfram en segir það ráðast af eftirspurninni.

Spurð hvort hún hafi velt því fyrir sér að hætta sauðfjárbúskap segir hún að það hafi vissulega hvarflað að henni, sérstaklega í sauðburði og á öðrum álagstímum. Hún hafi hins vegar að öðrum störfum að hverfa auk þess sem hún sé svo heppin að skulda ekkert. Margir aðrir séu í miklu verri stöðu. „Mér finnst þessi staða bara ömurleg og ég er fegin að þurfa ekki að lifa af þessu. Mér finnst þetta bara svo gaman að ég vil reyna að þrauka.“

Oddný Steina Valsdóttir, formaður stjórnar Landssambands sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður stjórnar Landssambands sauðfjárbænda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þurfa að sjá leið út úr storminum

Oddný Steina Valsdóttir, stjórnarformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir í samtali við mbl.is að heimtaka hafi aukist allnokkuð í fyrra. Hún segir að ekki sé ótrúlegt að þróun í þá átt haldi áfram, enda búi bændur að sjálfsbjargarviðleitni.

Hún segir að viðræður við ráðuneyti landbúnaðarmála gangi hægt og leggur áherslu á mikilvægi þess að tekið verði á ástandinu af krafti. „Mér finnst bara í svona ástandi, sem kemur til vegna utanaðkomandi áhrifa, þá eigi að sýna ábyrgð og taka á hlutunum, en ekki vera í einhverju hálfkáki.“ Hún segir að það sé alveg hægt að takast á við erfiða stöðu tímabundið en að bændur þurfi að sjá að það verði einhverjar leiðir færar út úr stöðunni.

Hún segir hljóðið í bændum þungt og þeir bíði átekta eftir niðurstöðu ráðuneytisins. „Þetta er ofboðslega þungt eins og er.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HANDLISTAR Á VEGG - STÁL EÐA TRÉ
Fljót og góð þjónusta, tilsniðið og uppsett. Sími 848 3215 Svörum í símann 9 -...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...