Ákærður og áfram í varðhaldi

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is

Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar. Mbl.is greindi fyrst frá ákærunni í morgun en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Hann verður að óbreyttu í gæsluvarðhaldi til 28. september.

Ákæran byggir á 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga, samkvæmt RÚV. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. Brot gegn þeirri grein getur varðað allt að 16 ára fanglesi.

Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í júní og var í dag úrskurðaður í áframhaldandi varðhald til 28. september næstkomandi.

Þorgils Þorgilsson, verjandi Sveins, sagði við mbl.is í morgun, að gæsluvarðhaldsbeiðnin yrði kærð til Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert