Heimsækja geðdeild LSH í haust

Geðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut.
Geðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Velferðarnefnd Alþingis hyggst heimsækja geðdeild Landspítalans í haust, líklega í september, til að kynna sér starfsemina og yfirstandandi úrbætur á húsnæði deildarinnar.

Þetta segir Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar og þingmaður Bjartrar framtíðar, en nefndin fundaði um geðheilbrigðismál í morgun og fékk til sín gesti, þ.á m. fulltrúa velferðarráðuneytisins, Hugarafls og geðdeildar LSH.

Til umræðu voru m.a. geðheilbrigðisáætlun og staðan á geðdeildinni. Þá fræddu fulltrúar Hugarafls nefndarmenn um starfsemi félagsins.

„Ég er oft spurð um það hver afstaða mín er til Hugarafls en ég hef aldrei fengið kynningu og fannst best að nefndin fengi kynningu á starfseminni,“ segir Nichole.

Hún segir fundinn þann fyrsta af mörgum þar sem geðheilbrigðismálin verða til umfjöllunar. Formaðurinn segist vita til þess að unnið sé að málaflokknum í velferðarráðuneytinu en um sé að ræða langtímavinnu.

„Ég veit að þau munu vinna meira í þessu og ég tel að [nefndin] hafi eftirlitshlutverki að sinna, með því að ráðuneytið geri það sem það gerir og ríkisstjórnin það sem þarf.“

Nichole Leigh Mosty er þingmaður Bjartar framtíðar og formaður velferðarnefndar.
Nichole Leigh Mosty er þingmaður Bjartar framtíðar og formaður velferðarnefndar. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert