Segja útflutningsskyldu leið úr vandanum

Bændur ræða sín á milli fyrir utan félagsheimilið í Blönduósi ...
Bændur ræða sín á milli fyrir utan félagsheimilið í Blönduósi í gær. Á þriðja hundrað sóttu fundinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alvarleg staða er nú komin upp í sauðfjárrækt. Framleiðslustyrkir í sauðfjárrækt hafa leitt til offramleiðslu á lambakjöti og verður framleiðslan í ár nálægt tíu þúsund tonnum. Innanlandsmarkaður neytir um 6.500 tonnum af lambakjöti árlega og eðlilegur útflutningur á ársgrundvelli er áætlaður 1.500 tonn. Út af standa tvö þúsund tonn og nú spyrja bændur: Hvað skal gert við umframbirgðirnar?

Offramleiðslan hefur þegar leitt til offramboðs á innlendum mörkuðum með tilheyrandi verðlækkunum í verslunum, þó svo að aukaframboðið sé aðeins brot af öllu umframmagninu. Rekstur sláturhúsa hefur gengið brösuglega á undanförnum árum og kemur verðhrunið illa við sláturleyfishafana. Sláturhúsin skáru niður greiðslur til bænda á síðasta ári vegna lágra verða innanlands og í útflutningi en eftir þrjú samfelld ár af taprekstri gripu þau til þess örþrifaráðs að skera greiðslur til bænda niður um 35 prósent á hvern skrokk þetta haustið.

Bændur eru byrjaðir að bæta við sig aukavinnu til þess að ná endum saman og hefur bændaforystan þungar áhyggjur af þeim yngstu og skuldsettustu. Staðan hafi áður verið þröng en tekjuskerðingin geti ýtt mörgum fram af brúninni. Landbúnaðarráðherra hefur viðrað hugmyndir um styrki til sauðfjárbænda, ekki síst þeirra sem vilja draga úr framleiðslu eða hætta sauðfjárrækt til þess að draga úr offramleiðslu til framtíðar, en birgðavandinn stendur eftir. Sá vandi sem blasir við bændastéttinni í dag.

Sauðfjárbændur sem mættu til fundarins í gær vilja meiri árangur ...
Sauðfjárbændur sem mættu til fundarins í gær vilja meiri árangur í sölu- og markaðsmálum á íslenska lambakjötinu. Eggert Jóhannesson

Hvað er til bragðs?

Það afurðaverð sem bændum hefur verið boðið núna er svokallað byrjunarverð. Sláturleyfishafar hafa þannig heitið því að greiða bændum hærra verð takist þeim að markaðssetja og selja kjötið á háu verði. Í því sambandi er fyrst og fremst horft til erlendra markaða til að forða innlendum markaði frá verðhruni í öðrum kjötafurðum. Sagan sýnir að við offramboð og verðlækkanir á einni tegund kjöts svari aðrar búgreinar í sömu mynt og lækki verð. Yrði það til þess að dreifa tapinu yfir á fleiri búgreinar á sama tíma og verð á lambakjöti færi undir kostnaðarverð.

Sláturleyfishafar hafa farið þess á leitir við stjórnvöld að komið verði aftur á útflutningsskyldu sem þvingar öll sláturhús til að flytja hluta framleiðslu sinnar til útlanda. Markaðir eru á Spáni, Bretlandi, Svíþjóð, Japan, Bandaríkjunum og jafnvel Rússlandi fyrir íslenskt lambakjöt en með útflutningsskyldunni er öllum gert að flytja jafnt hlutfall út og þannig komið í veg fyrir valkreppu fangans þar sem hluti sláturleyfishafa flytur út afurðir sínar á lægra verði en fæst á innanlandsmarkaði á meðan aðrir koma öllu sínu inn á innanlandsmarkað fyrir hærra verð.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðarráðherra, hefur þó aftekið þessar hugmyndir í fjölmiðlum. Hún er mótfallin svo viðamiklu markaðsinngripi og hefur heldur einblint á hinn enda vandans, að draga úr framleiðslunni. Bændaforystan hefur tekið undir hugmyndir Þorgerðar um að draga úr framleiðslunni, þrátt fyrir að þær verði ekki sársaukalausar, en gagnrýnt hana fyrir að vilja ekki taka á vandanum heildstætt, heldur aðeins „plástra hann“ í stað þess að vinna að varanlegri lausn.

Ágúst Andrésson, formaður Landsamtaka sláturleyfishafa.
Ágúst Andrésson, formaður Landsamtaka sláturleyfishafa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Offramboðið er þó ekki alveg nýtilkomið. Rúmlega þúsund tonn standa enn þá óhreyfð frá fyrra ári, þó nákvæm greining á birgðastöðunni liggi ekki fyrir, og það þrátt fyrir að grettistaki hafi verið lyft í því að koma íslenska lambakjötinu inn á erlenda markaði. Ráðist var í svokallað „krónu-á-móti-krónu“ verkefni þar sem sláturleyfishafar gáfu 200 milljóna króna afslátt af útsöluverðum sínum á móti 200 milljóna króna framlögum ríkisins til þess að koma íslensku lambakjöti í erlendar verslanir. Hefði ekki komið til þessa 400 milljóna króna verkefnis væru birgðirnar líklega tvöfalt á við það sem nú er, áætlar Ágúst Andrésson, formaður Landsamtaka sláturleyfishafa. Staðan hjá sláturleyfishöfunum er í dag veikari en á síðasta ári og hafa sum þeirra því ekki bolmagn til þess að ráðast að nýju í svo kostnaðarsamt verkefni.

Bíða eftir útspili ráðherra

Bændaforystan hefur fundað ítrekað með landbúnaðarráðherra síðan í vor. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði á fjölmennum hitafundi á Blönduósi í gær að viðræðurnar við ráðherra hafi gengið prýðilega, en þó eingöngu sá hluti sem snýr að offramleiðsluþættinum til framtíðar en ekki birgðavandanum sem nú er uppi.

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Eggert Jóhannesson

Sláturtíðin er hafin og hefst af fullum krafti eftir helgi. Venjulega hafa bændur fengið greitt frá sláturhúsunum á föstudegi vikuna eftir slátrun en þeir eru margir hverjir í reikningsviðskiptum fyrir ýmsum vörum sem nauðsynlegar eru búskapnum, svo sem plasti og áburði, og eru reikningarnir á eindaga núna á haustmánuðum. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...