Segja útflutningsskyldu leið úr vandanum

Bændur ræða sín á milli fyrir utan félagsheimilið í Blönduósi ...
Bændur ræða sín á milli fyrir utan félagsheimilið í Blönduósi í gær. Á þriðja hundrað sóttu fundinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alvarleg staða er nú komin upp í sauðfjárrækt. Framleiðslustyrkir í sauðfjárrækt hafa leitt til offramleiðslu á lambakjöti og verður framleiðslan í ár nálægt tíu þúsund tonnum. Innanlandsmarkaður neytir um 6.500 tonnum af lambakjöti árlega og eðlilegur útflutningur á ársgrundvelli er áætlaður 1.500 tonn. Út af standa tvö þúsund tonn og nú spyrja bændur: Hvað skal gert við umframbirgðirnar?

Offramleiðslan hefur þegar leitt til offramboðs á innlendum mörkuðum með tilheyrandi verðlækkunum í verslunum, þó svo að aukaframboðið sé aðeins brot af öllu umframmagninu. Rekstur sláturhúsa hefur gengið brösuglega á undanförnum árum og kemur verðhrunið illa við sláturleyfishafana. Sláturhúsin skáru niður greiðslur til bænda á síðasta ári vegna lágra verða innanlands og í útflutningi en eftir þrjú samfelld ár af taprekstri gripu þau til þess örþrifaráðs að skera greiðslur til bænda niður um 35 prósent á hvern skrokk þetta haustið.

Bændur eru byrjaðir að bæta við sig aukavinnu til þess að ná endum saman og hefur bændaforystan þungar áhyggjur af þeim yngstu og skuldsettustu. Staðan hafi áður verið þröng en tekjuskerðingin geti ýtt mörgum fram af brúninni. Landbúnaðarráðherra hefur viðrað hugmyndir um styrki til sauðfjárbænda, ekki síst þeirra sem vilja draga úr framleiðslu eða hætta sauðfjárrækt til þess að draga úr offramleiðslu til framtíðar, en birgðavandinn stendur eftir. Sá vandi sem blasir við bændastéttinni í dag.

Sauðfjárbændur sem mættu til fundarins í gær vilja meiri árangur ...
Sauðfjárbændur sem mættu til fundarins í gær vilja meiri árangur í sölu- og markaðsmálum á íslenska lambakjötinu. Eggert Jóhannesson

Hvað er til bragðs?

Það afurðaverð sem bændum hefur verið boðið núna er svokallað byrjunarverð. Sláturleyfishafar hafa þannig heitið því að greiða bændum hærra verð takist þeim að markaðssetja og selja kjötið á háu verði. Í því sambandi er fyrst og fremst horft til erlendra markaða til að forða innlendum markaði frá verðhruni í öðrum kjötafurðum. Sagan sýnir að við offramboð og verðlækkanir á einni tegund kjöts svari aðrar búgreinar í sömu mynt og lækki verð. Yrði það til þess að dreifa tapinu yfir á fleiri búgreinar á sama tíma og verð á lambakjöti færi undir kostnaðarverð.

Sláturleyfishafar hafa farið þess á leitir við stjórnvöld að komið verði aftur á útflutningsskyldu sem þvingar öll sláturhús til að flytja hluta framleiðslu sinnar til útlanda. Markaðir eru á Spáni, Bretlandi, Svíþjóð, Japan, Bandaríkjunum og jafnvel Rússlandi fyrir íslenskt lambakjöt en með útflutningsskyldunni er öllum gert að flytja jafnt hlutfall út og þannig komið í veg fyrir valkreppu fangans þar sem hluti sláturleyfishafa flytur út afurðir sínar á lægra verði en fæst á innanlandsmarkaði á meðan aðrir koma öllu sínu inn á innanlandsmarkað fyrir hærra verð.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðarráðherra, hefur þó aftekið þessar hugmyndir í fjölmiðlum. Hún er mótfallin svo viðamiklu markaðsinngripi og hefur heldur einblint á hinn enda vandans, að draga úr framleiðslunni. Bændaforystan hefur tekið undir hugmyndir Þorgerðar um að draga úr framleiðslunni, þrátt fyrir að þær verði ekki sársaukalausar, en gagnrýnt hana fyrir að vilja ekki taka á vandanum heildstætt, heldur aðeins „plástra hann“ í stað þess að vinna að varanlegri lausn.

Ágúst Andrésson, formaður Landsamtaka sláturleyfishafa.
Ágúst Andrésson, formaður Landsamtaka sláturleyfishafa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Offramboðið er þó ekki alveg nýtilkomið. Rúmlega þúsund tonn standa enn þá óhreyfð frá fyrra ári, þó nákvæm greining á birgðastöðunni liggi ekki fyrir, og það þrátt fyrir að grettistaki hafi verið lyft í því að koma íslenska lambakjötinu inn á erlenda markaði. Ráðist var í svokallað „krónu-á-móti-krónu“ verkefni þar sem sláturleyfishafar gáfu 200 milljóna króna afslátt af útsöluverðum sínum á móti 200 milljóna króna framlögum ríkisins til þess að koma íslensku lambakjöti í erlendar verslanir. Hefði ekki komið til þessa 400 milljóna króna verkefnis væru birgðirnar líklega tvöfalt á við það sem nú er, áætlar Ágúst Andrésson, formaður Landsamtaka sláturleyfishafa. Staðan hjá sláturleyfishöfunum er í dag veikari en á síðasta ári og hafa sum þeirra því ekki bolmagn til þess að ráðast að nýju í svo kostnaðarsamt verkefni.

Bíða eftir útspili ráðherra

Bændaforystan hefur fundað ítrekað með landbúnaðarráðherra síðan í vor. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði á fjölmennum hitafundi á Blönduósi í gær að viðræðurnar við ráðherra hafi gengið prýðilega, en þó eingöngu sá hluti sem snýr að offramleiðsluþættinum til framtíðar en ekki birgðavandanum sem nú er uppi.

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Eggert Jóhannesson

Sláturtíðin er hafin og hefst af fullum krafti eftir helgi. Venjulega hafa bændur fengið greitt frá sláturhúsunum á föstudegi vikuna eftir slátrun en þeir eru margir hverjir í reikningsviðskiptum fyrir ýmsum vörum sem nauðsynlegar eru búskapnum, svo sem plasti og áburði, og eru reikningarnir á eindaga núna á haustmánuðum. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Innlent »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Í gær, 19:59 Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

Í gær, 19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Í gær, 18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

Í gær, 19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

Í gær, 19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

Í gær, 18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...