Kennarastöður víðast fullmannaðar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Grunnskólakennarastöður eru fullmannaðar í flestum grunnskólum landsins að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert. Af þeim 134 skólum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 111 vera fullmannaðir, eða 83 af hundraði.

Þetta kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar segir að ómönnuð stöðugildi reyndust 23 talsins eða ein kennarastaða að meðaltali við þá skóla sem voru ekki fullmannaðir. Á heildina litið samsvarar þetta hlutfall innan við einu prósenti af þeim heildarfjölda stöðugilda sem ætluð eru kennurum í grunnskólum landsins.

Þá gegna leiðbeinendur 370 stöðugildum kennara af þeim liðlega 3.600 sem könnunin náði til og skiptust stöðugildin þannig að kennarar skipuðu 92,5 prósent stöðugilda en leiðbeinendur 7,5 prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert