Meðal þeirra bestu í ofurhlaupum

Í apríl fór ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson í aðgerð á nára og segist ekki hafa náð að æfa eins og hann vildi eftir það. Engu að síður sigraði hann í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og í gær endaði hann í sjötta sæti í einu sterkasta ofurhlaupi ársins, sem er hluti af fjórum fjallamaraþonum í Mt. Blanc í Frakklandi. Var hann á tímanum 11 klukkustundir og 14 mínútur að því er fram kemur á hlaup.is. Með því stimplar hann sig enn á ný sem einn af öflugari ofurhlaupurum í heiminum í dag.

Þorbergur hljóp svokallað CCC hlaup sem var 101 kílómetri auk þess sem hækkunin nam um 6.100 metrum. Hann tók einnig þátt í hlaupinu síðustu tvö ár, en árið 2015 var hann í 15. sæti og í fyrra í 9. sæti. „Ég átti góðan dag, það var kalt, en það henntar mér miklu betur,“ segir Þorbergur í samtali við mbl.is.

Frétt mbl.is: Ofurhlaupari í fremstu röð

Frétt mbl.is: Þorbergur Ingi hreppti 2. sætið

Frétt mbl.is: Þetta var hrikalega erfitt

Frétt mbl.is: Methlaupið átti að vera æfingahlaup

Kominn á stall þeirra bestu

Hann segir að tíminn sinn hafi verið talsvert betri í fyrra, en þó sé ekki alveg hægt að miða tímana saman, enda hafi brautinni verið breytt í ár vegna mikilla rigninga og hættu á aurskriðu. Segist hann vera gríðarlega sáttur með árangurinn, enda hafi keppnin í ár einnig verið sterkari en síðustu ár.

Það verður ekki hjá því komist að spyrja Þorberg að því eftir þessa frammistöðu, í þessari stóru keppni sem um 2.150 manns tóku þátt í, hvort hann sé ekki kominn á stall með þeim bestu í ofurmaraþonhlaupum í heiminum. „Jújú, ætli það sé ekki bara orðið þannig,“ segir Þorbergur hógvær um árangurinn.

Þorbergur Ingi Jónsson kemur í mark í gær eftir 101 ...
Þorbergur Ingi Jónsson kemur í mark í gær eftir 101 kílómetra hlaup við Mt. Blanc. Ljósmynd/aðsend

Gat ekki æft af fullum krafti

Þorbergur segist hafa verið duglegur í sumar að „safna hæðarmetrum,“ en þar á hann við að hlaupa upp og niður í fjalllendi. Hann segir að vegna aðgerðarinnar hafi hann aftur á móti ekki getað beitt sér af fullum krafti, en að reynsla, hlaupagrunnurinn sem hann hafi byggt upp og regluleg hæðametrasöfnun hafi greinilega skilað sér. „Maður verður að fá þreytu í fæturna og kunna að hlaupa á þreyttum fótum,“ segir hann.

Þá fór Þorbergur einnig erlendis til að æfa sig í talsverðri hæð, t.d. á Tenerife og í Ölpunum. Það hafi komið sér vel í dag, enda er hlaupið nokkuð hátt og sem fyrr segir er gríðarleg hækkun.

Andlega hliðin skiptir miklu máli

Spurður hvernig honum hafi liðið á meðan hlaupinu stóð segir Þorbergur að eftir 50 kílómetra sé komin mikil þreyta í fæturnar og smá andleg bugun. Þá skipti öllu að halda höfðinu í lagi og passa upp á að næra sig mikið til að halda líkamanum gangandi orkulega. Segir hann hlaup sem þetta vera mjög kaflaskipt þegar komi að þessum andlega þætti.

Næring í ofurhlaupum getur skipt öllu máli og Þorbergur segir að hann „carbo loadi“ dagana fyrir með að borða mikið af kolvetnum líkt og almennt, en á móti dragi hann úr æfingum. Hlaupadaginn fái hann sér svo brauð, banana og hnetusmjör um morguninn og í hlaupinu dæli hann í sig svokölluðum GU-gelum, allt að þremur á klukkustund. Til að fá aukna fjölbreytni í magann á meðan á hlaupinu stendur fær hann sér einnig Snickers, kók, orkudrykki og appelsínur.

Aðstæður við Mt. Blanc voru að sögn Þorbergs frábærar fyrir Íslendinga í gær. Hitastigið hafi verið frá 3-17°C og þegar ofar dró og hitinn fór undir 10°C segir hann að sér hafi liðið vel. Erlendir hlauparar þoli jafnan hitann betur, en Þorbergur segir að 3°C passi sér mjög vel þegar hann sé á hlaupum.

Þorbergur Ingi Jónsson á hlaupum í gær.
Þorbergur Ingi Jónsson á hlaupum í gær. Ljósmynd/Aðsend

Átta Íslendingar hlupu við Mt. Blanc

Þorbergur var ekki eini Íslendingurinn sem tók þátt í ofurhlaupunum í gær, en átta þátttakendur frá Íslandi hófu hlaup.

Í svokölluðu OCC hlaupi sem er 56 kílómetrar hlupu þær Melkorka Kvaran og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir. Í CCC flokkinum sem Þorbergur var í hljóp einnig Davíð Vikarsson. Í UTMB flokkinum þar sem hlaupið er 171 kílómetri voru þeir Ágúst Kvaran, Börkur Árnason, Hall­dóra Matth­ías­dótt­ir Proppé og Gunnar Júlísson.

Þrátt fyrir að vera nýbúinn með þessa 100 kílómetra er Þorbergur með plön fyrir næsta ár, en hann stefnir á að fara á heimsmeistaramótið í ofurhlaupum á Spáni í maí á næsta ári þar sem hlaupið er 85 kílómetrar. „Þar ætla ég að vera í toppstandi og miða allt við það hlaup,“ segir hann, en í hlaupinu þarf að hækka sig um 5.000 metra. Þá horfir hann einnig til bandaríska meistaramótsins í San Francisco, en það hlaup eru 80 kílómetrar.

Þorbergur Ingi Jónsson kemur í mark í gær. Hann endaði ...
Þorbergur Ingi Jónsson kemur í mark í gær. Hann endaði í sjötta sæti af rúmlega 2.000 keppendum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »
Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...