Enn lokað á bak við Seljalandsfoss

Samsett skjáskot frá tveimur myndböndum sem tekin voru þegar grjóthrunið …
Samsett skjáskot frá tveimur myndböndum sem tekin voru þegar grjóthrunið átti sér stað. mbl.is

Enn er lokað fyrir aðgang gangandi vegfarenda á bak við Seljalandsfoss, eftir að grjóthrun varð við fossinn í gærdag. Þetta staðfestir Elísabet Þorvaldsdóttir, sem rekur söluvagn nærri fossinum.

Segir hún fulltrúa landeigenda gæta þess að enginn fari fram fyrir þá borða sem lögreglan strengdi í gær, og tekur fram að fólk virðist virða lokanirnar þegar því er tjáð að hætta sé á ferðum.

„Við erum bara virkilega fegin að engin slys hafi orðið á fólki,“ segir Elísabet í samtali við mbl.is. „Að öðru leyti gengur lífið hérna sinn vanagang, í íslensku haustveðri og sudda.“

Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki getað veitt upplýsingar um lokunina í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert