Ákærður fyrir að skera mann á háls

Héraðssaksóknari ákærði í málinu.
Héraðssaksóknari ákærði í málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í september árið 2015 ráðist að öðrum manni og skorið hann á háls með tenntum vasahnífi á kaffistofu Samhjálpar.

Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut 10 sentímetra langan yfirborðsskurð þvert á hálsinn vegna árásarinnar. Telst árásin varða við 2. Málsgrein 218. Greinar almennra hegningarlaga.  en hún tek­ur á stór­felldu lík­ams- eða heilsutjóni sem skap­ast af árás.

„Nú hlýst stór­fellt lík­ams- eða heilsutjón af árás eða brot er sér­stak­lega hættu­legt vegna þeirr­ar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sæt­ir lík­ams­árás, hlýt­ur bana af at­lögu, og varðar brot þá fang­elsi allt að 16 árum.]“ 

Málið verður þingfest í vikunni. Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Maðurinn sem er ákærður hefur á undanförnum árum hlotið fjölmarga dóma, meðal annars fyrir líkamsárás gegn lækni sem hann rifbeinsbraut, árás gegn lögreglumanni sem hann kýldi og skallaði. Þá hefur hann einnig hlotið dóma fyrir fjársvik og þjófnað. Samkvæmt ákærunni dvelur maðurinn nú í fangelsinu á Akureyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert