Vandræðaástand vegna skorts á starfsmönnum á frístundaheimilum borgarinnar

Fjöldi barna bíður eftir plássi.
Fjöldi barna bíður eftir plássi. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöldi grunnskólabarna í Reykjavík er enn ekki kominn með pláss á frístundaheimilum vegna starfsmannaskorts. Eru börnin og foreldrar þeirra í vandræðum vegna þessa.

Alls vantar rúmlega 200 starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar, þar af 62 í störf með fötluðum börnum og ungmennum. Þetta gera 128,5 stöðugildi, en á sama tíma í fyrra vantaði í tæp 90 stöðugildi.

Fyrir helgi höfðu borist rúmlega 4.500 umsóknir um dvöl á frístundaheimilum og sérstökum félagsmiðstöðvum. Rúmlega 3.000 börn voru þá komin með þjónustu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert