Styrkja stöðuna í Japan

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur keypt hluta í sölu- og markaðsfyrirtæki …
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur keypt hluta í sölu- og markaðsfyrirtæki í Japan. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (VSV) er orðin meðeigandi í Okada Suisan í Japan, rótgrónu fjölskyldufyrirtæki sem hefur nær 50% hlutdeild á markaði fyrir loðnuafurðir þar í landi, þó ekki í loðnuhrognum frá Íslandi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV, þetta styrkja og efla sölu- og kynningarstarf vegna íslenskra sjávarafurða yfirleitt á Japansmarkaði.

„Margvísleg tækifæri felast í þessum eignarhlut okkar,“ segir Sigurgeir. „Við hyggjumst vinna náið með þeim í loðnunni og komast þannig nær markaðnum. Jafnframt eru tækifæri í makríl og öðrum tegundum á Asíumarkaði og fyrirtækið hefur sterk tengsl í Kína.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert