Telja ráðningarsamninga falsaða

Þeistareykjavirkjun
Þeistareykjavirkjun

Grunur leikur á að pólska fyrirtækið Korman, sem starfaði um tíma sem undirverktaki við framkvæmdirnar á Þeistareykjum, hafi ekki greitt starfsmönnum eftir íslenskum kjarasamningum og að ráðningarsamningar starfsmanna hafi verið falsaðir.

Hefur Framsýn stéttarfélag því óskað eftir upplýsingum frá fyrirtækinu vegna þessa.

„Ég fæ ekki betur séð en að þarna hafi þeir lagt fram ráðningarsamninga sem eru falsaðir,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Korman hefur ekki verið með starfsstöð á Íslandi. ,,Það starfar erlendis en það þarf samt sem áður að fara í gegnum Vinnumálastofnun til að starfa á Ísland og að leggja fram gögn um að það ætli að virða íslensk lög og reglur.  

Aðalsteinn segir að starfsmennirnir hafi komið til félagins og óskað eftir aðstoð við að fá ráðningarsamningana og það hafi á endanum tekist í gegnum Vinnumálastofnun. Þegar starfsmennirnir sáu þá könnuðust þeir ekki við undirskriftirnar. ,,Þeir segja að þetta sé ekki þeirra undirskrift heldur sé þetta falsað og skrifuðu þeir upp á blað hjá okkur um að svo væri,“ segir Aðalsteinn.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu Framsýnar segir að þrátt fyrir að félagið hafi krafist þess að fyrirtækið legði fram launaseðla, vinnuskýrslur, ráðningarsamninga og gögn um millifærslur á launum starfsmanna í banka hafi fyrirtækið ekki orðið við þeirri ósk. „Þá hefur félagið gert hlutaðeigandi aðilum, það er verktakanum Munck sem hafði Korman í vinnu sem og verkkaupanum Landsvirkjun, Vinnumálastofnun og ASÍ grein fyrir málinu. Reynist það rétt að ráðningarsamningarnir séu falsaðir er um alvarlegt brot að ræða hjá fyrirtækinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert