Aðallega erlendir starfsmenn í sláturtíð

Sláturtíð er nú að hefjast víðast hvar á landinu.
Sláturtíð er nú að hefjast víðast hvar á landinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sauðfjárslátrun er að hefjast víðast hvar þessa dagana. Ágætlega hefur gengið að manna stærstu sláturhúsin með erlendu vinnuafli, en lítið af Íslendingum sækir orðið um að komast að í sauðfjárslátrun.

Norðlenska hóf slátrun á Húsavík á fimmtudaginn í síðustu viku. „Við erum með fullmannað hús af góðu fólki. Við bætum við hátt í 110 starfsmönnum yfir sláturtíðina, erum þá með 165 manns hér í vinnu af 16 þjóðernum. Flestir koma frá Austur-Evrópu, löndum eins og Tékklandi og Slóvakíu. Þetta er fólk sem kemur ár eftir ár. Íslendingarnir eru aðallega fastir starfsmenn af svæðinu, þeir koma ekki lengur hingað í vertíð,“ segir Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri.

Lítið er um húsnæði á lausu á Húsavík og reyndist erfitt að fá húsnæði fyrir alla erlendu starfsmennina, en úr því rættist að lokum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert