Mætir enn til vinnu 93 ára

Björgvin Magnússon í vinnu sinni hjá Viðlagatryggingu Íslands.
Björgvin Magnússon í vinnu sinni hjá Viðlagatryggingu Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgvin Magnússon er 93 ára gamall. Hann lætur aldurinn ekki stöðva sig og er virkur í vinnu og áhugamálum. Hann mætir til vinnu á hverjum degi fyrir hádegi í vinnuaðstöðu sem hann hefur hjá Viðlagatryggingu Íslands.

Björgvin starfaði við kennslu og skólastjórnun í 47 ár og hélt áfram á vinnumarkaði að því loknu.

Björgvin er enn virkur í skátastarfi og hefur fengið staðfestingu á því að hann sé að öllum líkindum elsti starfandi skáti í heimi.

Feðginin Björgvin Magnússon og Edda njóta samverunnar í Feneyjum.
Feðginin Björgvin Magnússon og Edda njóta samverunnar í Feneyjum.


Björgvin á eina dóttur, Eddu. Björgvin segir samband sitt við dótturina mjög gott. Það fer ekki á milli mála hversu stoltur hann er af Eddu sinni. Edda Björgvinsdóttir leikkona hefur kitlað hláturtaugar landans í áraraðir. Hún lék nýlega dramatískt hlutverk í myndinni Undir trénu. Myndin var valin til sýningar á elstu og virtustu kvikmyndahátíð heims í Feneyjum og fékk þar mjög góða dóma.

Pabbagrobb

Björgvin fór með dóttur sinni á kvikmyndahátíðina í Feneyjum. „Hulda Ragnheiður Árnadóttir skipulagði ferðina og ég gruna Eddu um að hafa verið með í því. Þær komu mér á óvart með henni. Þetta var eitt ævintýri frá upphafi til enda,“ segir Björgvin og bætir við: „Auðvitað á ég ekki orð yfir hvað ég er hrifinn af stelpunni. Hvað heldur þú? Já og af þeim öllum. Þessu frábæra fólki sem kemur að myndinni.“

Björgvin vill ekki hrósa of mikið. Hann heldur því fram að þá verði hann of leiðinlegur með allt pabbagrobbið. En stoltið yfir Eddu tekur yfir.

Björgvin Magnússon, Kristján Þór Júlíusson og Edda Björgvinsdóttir.
Björgvin Magnússon, Kristján Þór Júlíusson og Edda Björgvinsdóttir.


„Eddu var sagt að hún hefði stolið senunni í þessum líka flotta kjól úti í Feneyjum. Hún er nú ekkert unglamb lengur, verður hálfsjötug í september,“ segir Björgvin og hlær. „Ég var sko líka stoltur af minni þegar henni var boðið aðalhlutverkið í Risaeðlunum í Þjóðleikhúsinu án þess að vera á samningi þar. Edda er rosalega dugleg. Hún dreif sig í meistaranám á Bifröst og tók diplóma í jákvæðri sálfræði komin yfir fimmtug. Ég má ekki grobba mig meira af henni. Nú verð ég að hætta,“ segir Björgvin.

Björgvin hefur frá mörgu að segja eftir langa ævi, fjölbreyttan starfsferil og skáta- og félagsstörf. Hann er í viðtali við Daglegt líf.

Innlent »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

Í gær, 20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

Í gær, 18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

Í gær, 18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

Í gær, 18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

Í gær, 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

Í gær, 17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

Í gær, 17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

Í gær, 18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

Í gær, 17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

Í gær, 16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...