Ráðlagt að stunda endaþarmsmök til að forðast sársauka

Læknar hafa gefið sárþjáðum konum misgáfuleg ráð.
Læknar hafa gefið sárþjáðum konum misgáfuleg ráð. Mynd/Wikipedia

Dæmi eru um að læknar hafi ráðlagt konum sem eru sárþjáðar eftir að hafa farið í aðgerð við þvagleka, eða blöðru-, leg og endaþarmssigi, þar sem net er grætt í leggöng þeirra, að stunda endaþarmsmök eða snúa sér að kynlífi með konum, þrátt fyrir að vera gagnkynhneigðar. Margar þessara kvenna hafa upplifað mikinn sársauka við kynlíf eftir aðgerðinar og sumar hverjar treysta sér jafnvel ekki lengur til að stunda kynlíf. Þær upplifa mikið skilningsleysi lækna á vandanum. 

Þetta er eitt af því sem hefur komið fram við réttarhöld sem standa nú yfir í alríkisdómstóli Ástralíu þar sem rekið er skaðabótamál yfir 700 kvenna á hendur lyfja- og lækningavörurisanum Johnson & Johnson sem framleiðir netin sem mest hafa verið notuð við slíkar aðgerðir. The Guardian greinir frá.

Of lítið prófuð og of mikið notuð

Ýmis vand­kvæði og alvarlegar auka­verk­an­ir hafa komið upp í tengsl­um við net­in og hafa kon­ur lýst óbæri­leg­um sárs­auka vegna þeirra. Sum­ar kvenn­anna geta jafn­vel ekki gengið vegna sárs­auka og ekki stundað kyn­líf, líkt og áður sagði. Sjálfsvígshugsanir hafa einnig komið fram. Segja konurnar lífs­gæði sín hafa því skerst veru­lega. 

Netin hafa verið notuð af læknum víða um heim, þar á meðal hér á Íslandi, en þó í litlum mæli. Krist­ín Jóns­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á kvenna­deild Land­spít­al­ans, sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að netin hefðu ekki verið nógu mikið rannsökuð og prófuð áður en þau voru sett á markað og kynnt sem lausn við þessu vandamáli. Fleiri læknar deila þeirri skoðun. Kristín sagði netin jafnframt alltof mikið notuð í þeim tilfellum þar sem aðrar leiðir væru æskilegri.

Net­in eru annað hvort grædd und­ir þvagrás­ina eða und­ir slím­húð í leggöng­um og koma þau í veg fyr­ir að líf­færi, eins og leg og þvag­blaðra, sígi niður og þrýsti sér upp að vegg leg­gangn­anna, sem get­ur valdið kon­um mikl­um óþæg­ind­um. Er þetta al­gengt vanda­mál hjá kon­um eft­ir barns­b­urð.

„Samkynhneigð gæti verið góður kostur“

Við réttarhöldin hafa verið birtir tölvupóstar sem kvensjúkdómalæknar, tengdir Johnson & Johnson, sendu sín á milli og ræddu um vandamál þessara kvenna. Tölvupóstarnir þykja varpa ljósi á algjört skilningsleysi og vanvirðingu gagnvart konunum. Þeir ræddu meðal annars um aðra valkosti kvenna sem upplifa mikinn sársauka við kynlíf eftir aðgerðina.

„Það er alveg satt að samkynhneigð gæti verið góður kostur,“ skrifaði einn læknirinn. Annar talaði um hvað honum þætti erfitt að minnast á kynlíf við sjúklinga sína. „Ég sagði við sjálfan mig að ef ég færi að ræða við sjúklinga mína um fullnægingar, munnmök, samkynhneigð, snípinn, G-blett eða eitthvað eitthvað, þá yrði ég fljótt talinn kynlífssjúkur, pervert eða óeðlilega forvitinn.“ Þá hafa konur sjálfar lýst því réttarhöldin að læknar hafi mælt með endaþarmsmökum.

Tölvupóstar læknanna og frásagnir kvennanna hafa eðlilega misboðið meðlimum í áströlskum stuðningshópi kvenna sem glíma við aukaverkanir vegna netanna. Margar hafa þó svipaða sögu að segja af samskiptum sínum við lækna.

Endaþarmurinn verði einnig misnotaður

„Leggöngum okkar hefur verið misþyrmt með þessum netum og nú stinga læknar upp á því að endaþarmurinn verði einnig misnotaður. Aðeins kvenhatarar geta hugsað svona,“ skrifaði ein kvennanna inn í sameiginlega Facebook-hóp.

„Þessar hugmyndir gefa það í skyn að konur séu ekkert nema ílát fyrir karlmenn til að losa í. Að það sé hægt að nota hvaða gat sem er. Mér finnst ótrúlegt að einhver, sérstaklega sá sem sérhæfir sig í að meðhöndla konur læknisfræðilega, skuli vera svo hugsunarlaus og hrokafullur, að mæla með að endaþarmsmökum sem lausn á sársaukafullu kynlífi,“ skrifar önnur.

Mikil reiði ríkir meðal kvennanna og þeim finnst þær hafa verið notaðar sem tilraunadýr fyrir framleiðanda netanna. Sambærileg dómsmál hafa verið höfðuð gegn Johnson & Johnson í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada.

Um þrjár til fjórar aðgerðir við blöðru-, leg og endaþarmssigi, þar sem net eru notuð, eru gerðar hér á landi á ári hverju. Þá er, að sögn Kristínar, búið að reyna alla aðra möguleika. Netin frá Johnson & Johnson voru notuð á Íslandi um árabil en þeim var skipt út fyrir nokkrum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

300 milljónum meira til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Framlögin hækka um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Óvissa um fjölda umsækjenda um vernd

11:20 Mikil óvissa er um fjölda umsækjenda um vernd á næsta ári en gera má ráð fyrir fjölgun bæði tilhæfulausra umsókna um vernd og einnig umsókna þar sem tilvik eru flóknari, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

Orri Páll og Sif aðstoða Guðmund Inga

11:05 Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum. Meira »

Fjárveiting til forsætisráðuneytis hækkar um hálfan milljarð

10:23 Heildarfjárheimild til forsætisráðuneytisins fyrir árið 2018 er áætluð 1.560 milljónir króna og hækkar um 493,6 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Meira »

Hálfum milljarði meira til Landsréttar

11:10 Alls verður 681 milljón króna varið til Landsréttar á árinu 2018, samkvæmt nýjum fjárlögum. Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót. Meira »

Minnast Klevis Sula

10:34 Minningarathöfn verður haldin í minningu Klevis Sula á sunnudaginn klukkan 17.00 við tjörnina í Reykjavík. Klevis lést 8. desember eftir að hafa verið stunginn með hníf á Austurvelli aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Meira »

Aukin framlög til vegakerfisins

10:20 Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu hækkar um 1.388 milljónir frá gildandi fjárlögum, að því er kemur fram í nýjum fjárlögum fyrir árið 2018. Meira »

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...