Ráðlagt að stunda endaþarmsmök til að forðast sársauka

Læknar hafa gefið sárþjáðum konum misgáfuleg ráð.
Læknar hafa gefið sárþjáðum konum misgáfuleg ráð. Mynd/Wikipedia

Dæmi eru um að læknar hafi ráðlagt konum sem eru sárþjáðar eftir að hafa farið í aðgerð við þvagleka, eða blöðru-, leg og endaþarmssigi, þar sem net er grætt í leggöng þeirra, að stunda endaþarmsmök eða snúa sér að kynlífi með konum, þrátt fyrir að vera gagnkynhneigðar. Margar þessara kvenna hafa upplifað mikinn sársauka við kynlíf eftir aðgerðinar og sumar hverjar treysta sér jafnvel ekki lengur til að stunda kynlíf. Þær upplifa mikið skilningsleysi lækna á vandanum. 

Þetta er eitt af því sem hefur komið fram við réttarhöld sem standa nú yfir í alríkisdómstóli Ástralíu þar sem rekið er skaðabótamál yfir 700 kvenna á hendur lyfja- og lækningavörurisanum Johnson & Johnson sem framleiðir netin sem mest hafa verið notuð við slíkar aðgerðir. The Guardian greinir frá.

Of lítið prófuð og of mikið notuð

Ýmis vand­kvæði og alvarlegar auka­verk­an­ir hafa komið upp í tengsl­um við net­in og hafa kon­ur lýst óbæri­leg­um sárs­auka vegna þeirra. Sum­ar kvenn­anna geta jafn­vel ekki gengið vegna sárs­auka og ekki stundað kyn­líf, líkt og áður sagði. Sjálfsvígshugsanir hafa einnig komið fram. Segja konurnar lífs­gæði sín hafa því skerst veru­lega. 

Frétt mbl.is: Kvaldar eftir ígræðslu neta í leggöng

Netin hafa verið notuð af læknum víða um heim, þar á meðal hér á Íslandi, en þó í litlum mæli. Krist­ín Jóns­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á kvenna­deild Land­spít­al­ans, sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að netin hefðu ekki verið nógu mikið rannsökuð og prófuð áður en þau voru sett á markað og kynnt sem lausn við þessu vandamáli. Fleiri læknar deila þeirri skoðun. Kristín sagði netin jafnframt alltof mikið notuð í þeim tilfellum þar sem aðrar leiðir væru æskilegri.

Net­in eru annað hvort grædd und­ir þvagrás­ina eða und­ir slím­húð í leggöng­um og koma þau í veg fyr­ir að líf­færi, eins og leg og þvag­blaðra, sígi niður og þrýsti sér upp að vegg leg­gangn­anna, sem get­ur valdið kon­um mikl­um óþæg­ind­um. Er þetta al­gengt vanda­mál hjá kon­um eft­ir barns­b­urð.

„Samkynhneigð gæti verið góður kostur“

Við réttarhöldin hafa verið birtir tölvupóstar sem kvensjúkdómalæknar, tengdir Johnson & Johnson, sendu sín á milli og ræddu um vandamál þessara kvenna. Tölvupóstarnir þykja varpa ljósi á algjört skilningsleysi og vanvirðingu gagnvart konunum. Þeir ræddu meðal annars um aðra valkosti kvenna sem upplifa mikinn sársauka við kynlíf eftir aðgerðina.

„Það er alveg satt að samkynhneigð gæti verið góður kostur,“ skrifaði einn læknirinn. Annar talaði um hvað honum þætti erfitt að minnast á kynlíf við sjúklinga sína. „Ég sagði við sjálfan mig að ef ég færi að ræða við sjúklinga mína um fullnægingar, munnmök, samkynhneigð, snípinn, G-blett eða eitthvað eitthvað, þá yrði ég fljótt talinn kynlífssjúkur, pervert eða óeðlilega forvitinn.“ Þá hafa konur sjálfar lýst því réttarhöldin að læknar hafi mælt með endaþarmsmökum.

Tölvupóstar læknanna og frásagnir kvennanna hafa eðlilega misboðið meðlimum í áströlskum stuðningshópi kvenna sem glíma við aukaverkanir vegna netanna. Margar hafa þó svipaða sögu að segja af samskiptum sínum við lækna.

Endaþarmurinn verði einnig misnotaður

„Leggöngum okkar hefur verið misþyrmt með þessum netum og nú stinga læknar upp á því að endaþarmurinn verði einnig misnotaður. Aðeins kvenhatarar geta hugsað svona,“ skrifaði ein kvennanna inn í sameiginlega Facebook-hóp.

„Þessar hugmyndir gefa það í skyn að konur séu ekkert nema ílát fyrir karlmenn til að losa í. Að það sé hægt að nota hvaða gat sem er. Mér finnst ótrúlegt að einhver, sérstaklega sá sem sérhæfir sig í að meðhöndla konur læknisfræðilega, skuli vera svo hugsunarlaus og hrokafullur, að mæla með að endaþarmsmökum sem lausn á sársaukafullu kynlífi,“ skrifar önnur.

Mikil reiði ríkir meðal kvennanna og þeim finnst þær hafa verið notaðar sem tilraunadýr fyrir framleiðanda netanna. Sambærileg dómsmál hafa verið höfðuð gegn Johnson & Johnson í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada.

Um þrjár til fjórar aðgerðir við blöðru-, leg og endaþarmssigi, þar sem net eru notuð, eru gerðar hér á landi á ári hverju. Þá er, að sögn Kristínar, búið að reyna alla aðra möguleika. Netin frá Johnson & Johnson voru notuð á Íslandi um árabil en þeim var skipt út fyrir nokkrum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Í gær, 19:59 Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

Í gær, 19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Í gær, 18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

Í gær, 19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

Í gær, 19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

Í gær, 18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...