Aukið fé til að bæta móttöku flóttafólks

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útgjöld til móttöku flóttamanna og hælisleitenda sem veitt er hæli hér á landi munu meira en tvöfaldast á næsta ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer upphæðin úr 150 milljónum í 410 milljónir.

„Það er verið að auka verulega áhersluna á málaflokkinn. Þar er bæði aukin móttaka kvótaflóttamanna á milli ára en ekki er síður verið að verja fjármagni til þess að bæta frekar móttökur þeirra sem hér fá hæli,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Velferðarráðuneytið er ábyrgt fyrir kvótaflóttamönnunum þegar þeir eru komnir til landsins og hælisleitendum sem hefur verið veitt hæli. „Það er verið að tala um aðgerðir til að tryggja sem árangursríkasta aðlögun. Það er verið að tala um íslenskukennslu, aðstoð við húsnæðisleit, aðstoð við atvinnuleit og svo framvegis. Til að tryggja það að fólk komist sem hraðast inn í samfélagið og verði virkir samfélagsþegnar,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert