Lokanir fram á hádegi á morgun

Tour of Reykjavík keppnin verður haldin á götum Reykjavíkur á …
Tour of Reykjavík keppnin verður haldin á götum Reykjavíkur á morgun og verður ýmsum götum lokað vegna þess. Þá má búast við truflunum á umferð í nokkrum hverfum. Ljósmynd/Pétur Þór Ragnarsson

Seinni keppnisdagur Tour of Reykjavík fer fram á morgun og verður þá keppt innan Reykjavíkur. Talsvert veður um lokanir á götum og truflanir á umferð, en þær munu eiga sér stað á milli 7:00 og 12:00. Íbúar í fjölmörgum hverfum þurfa að huga að þessum lokunum, en aðallega er um að ræða hverfi í nágrenni Laugardals og í miðbænum.

Kort af leiðinni má sjá hér. 

Lokanir og truflanir á umferð samkvæmt umsjónarmönnum keppninnar:

Suðurlandsbraut lokuð til vesturs sunnudaginn 10. september.

Suðurlandsbraut verður lokuð í vestur frá hringtorgi við Skeiðavog frá klukkan 7:00 – 12:00 að Reykjavegi.

Skeiðavogur lokaður frá hringtorgi við Mörk að Sæbraut frá klukkan 7:00 – 12:00

Aðkoma inn í Vogahverfi er um Réttarholtsveg/ Skeiðavog á brú yfir Miklubraut inn í Mörk.

Íbúar í Vogahverfi er bent að umferð verður stýrt í gegnum hringtorg við Mörk til að komast í átt að Skeiðavogi/ Réttarholtsvegi.

Sæbraut verður lokuð frá gatnamótum við Skeiðavog að Tryggvagötu frá klukkan 7:00 – 12:00.

Til að komast frá Klettagörðum/ Sundagörðum þarf að fara Vatnagarða, Skútuvog upp á Kleppsmýrarveg til að komast á Sæbraut. 

Miðbær
Eftirfarandi götur verða lokaðar vegna Tour og Reykjavík 10. september frá klukkan 7:00 – 12:00.

Tjarnagata, Vonarstræti, Skothúsvegur, Fríkirkjuvegur, Lækjargata, Hverfisgata og Ingólfsstræti 

Kirkjugestum sem eiga erfitt með gang verður hleypt inn Vonarstræti að Templarasundi eftir kl. 10:30. 

Heimar
Íbúar í Heimum komast ekki inn á Suðurlandsbraut frá Álfheimum og Skeiðavogi þar sem Suðurlandsbraut er lokuð i vestur frá hringtorgi við Skeiðavog að Reykjavegi frá klukkan 7:00 – 12:00. Hægt verður að fara Álfheima og Langholtsveg til vesturs/norðurs.

Glæsibær
Suðurlandsbraut og Engjavegur eru lokuð frá klukkan 7:00 – 12:00. Aðkoma að Glæsibæ eru um Langholtsveg / Álfheima

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert