Sjö handteknir vegna frelsissviptingar

Maðurinn fór sjálfur á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Maðurinn fór sjálfur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Eggert Jóhannesson

Sjö einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við frelsissviptingu og líkamsmeiðingar aðfaranótt þriðjudag á Akureyri sem leiddi til þess að karlmaður á fimmtugsaldri var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri.

Þetta staðfestir lögreglan á Norðurlandi eystra í samtali við mbl.is. Maðurinn mun vera rifbeinsbrotinn og illa leikinn.  

Í gær voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Þar af var ein kona og þrír karlmenn. Karlmaður og kona eru enn í haldi en einum manni hefur verið sleppt. 

Hin grunuðu hafa öll komið við sögu lögreglu en ekki var hægt að gefa meira upp um atburðarás málsins að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert