„Þetta þarf ekki að hafa nein áhrif á ykkur, krakkar“

mbl.is/Eggert

Hjónaskilnaður er skilgreindur sem áfall fyrir alla sem í hlut eiga, hjónin sjálf, börn þeirra og í raun fjölskylduna alla, segir Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Loforð, ný, leikin íslensk sjónvarpsþáttaröð fyrir alla fjölskylduna sem RÚV hóf sýningar á um síðustu helgi, hefur vakið nokkurt umtal, en þar segir frá „ósköp venjulegum krökkum í Reykjavík. Lífið tekur stakkaskiptum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja,“ eins og segir í dagskrárkynningu.

Illa staðið að málum ...

Í upphafi fyrsta þáttar upplýsa foreldrarnir börn sín tvö um skilnaðinn. Faðirinn hefur orðið og kemur sér, eftir langa mæðu, að efninu. Nefnir að oft á tíðum sé mjög illa staðið að svona málum gagnvart börnum og þess vegna hafi þau viljað einbeita sér að því að gera þetta rétt. Og flytur börnum sínum þennan boðskap, reyndar áður en hann kemur sér að því að segja berum orðum hvað sé í gangi: „Þetta þarf ekki að hafa nein áhrif á ykkur, krakkar!“

Er það svo? Getur hjónaskilnaður einhvern tíma ekki haft nein áhrif á börnin? Stysta svarið við því er: nei.

Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur segir mjög mikilvægt að upplýsa börnin þegar ákvörðunin hefur verið tekin en ekki láta þau verða vitni að vangaveltum í þá veru áður en foreldrarnir ákveða sig.

„Best er að útskýra það stutt og hnitmiðað hver staðan er; að foreldrarnir séu að skilja og síðan er mikilvægt að geta svarað spurningum frá börnunum því oftast er margt sem þau vilja vita,“ segir hún.

„Eftir að barni er tilkynnt um skilnað getur það spurt skringilegra spurninga en oftast um einfalda, praktíska hluti. Þá er mikilvægt að svara, en hins vegar ekki trufla barnið því með því að tala um skilnaðinn aftur að fyrra bragði.“

Algengar spurningar eru: Hvað verður um mig? Hvar á ég að búa? Þarf ég að skipta um skóla? Barn veltir oft fyrir sér hvort það missi vinina og hvort mikið rask verði á högum þess strax í kjölfar skilnaðar.

Soffía Elín leggur áherslu á að mjög mikilvægt sé að segja börnunum satt þótt óþarfi sé að segja allt; best sé að ákveðin mörk séu á því hversu mikill hluti börnin séu af sambandi foreldra sinna. „Til dæmis er ekki gott að segja nákvæmlega frá því hvort annaðhvort foreldrið hafi gert eitthvað slæmt eða þess háttar og forðast skal að ræða neikvætt við börnin um hitt foreldrið.“ Það sé eitt hið versta sem foreldri geti gert við þessar aðstæður. „Hin manneskjan er enn foreldri barnsins og með slíku tali er í raun bara verið að rífa barnið niður.“

Þá segir Soffía Elín afar mikilvægt að passa að börnin líti ekki svo á að þau séu ástæða skilnaðar.

Eitt sem þarf að hafa í huga, segir Soffía Elín, er að tilkynna kennurum og íþróttaþjálfurum hvernig komið er. „Þeir sem koma mest að daglegu lífi barnsins verða að vita að breytingar verði á hegðun og líðan barnsins. Þetta á reyndar bæði við um börn og unglinga.“

Rútína skiptir börnin miklu máli, segir Soffía Elín; að ákveðnir hlutir séu í sem föstustum skorðum. Þess vegna sé mikilvægt að foreldrar hugi að því hvernig næstu dagar verði eftir að tilkynnt er um skilnað. „Mikilvægt er að segja börnunum að foreldrarnir séu áfram foreldrar þótt þeir búi ekki saman og miklu skiptir að foreldrar geti átti í átakalausum samskiptum við uppeldi barnanna, að þeir rífist ekki eða eigi í sem minnstum átökum fyrir framan börnin, bæði fyrir og eftir skilnaðinn, og að börnunum líði ekki illa þegar báðir foreldrar eru á staðnum, til dæmis þegar verið er að sækja barn eða skila því.“

Stundum léttir

Fullvissa þarf börnin um að foreldrarnir hverfi ekki þótt þeir skilji en auðvitað er ýmislegt mjög misjafnt eftir fólki, segir Soffía Elín. „Aðstæður eru stundum þannig að börn finna til léttis í kjölfar skilnaðar; hann er þó alltaf áfall og minning verður alltaf til um augnablikið þegar barni er sagt frá. En hafi barn búið við mikil átök og rifrildi getur það verið léttir að sá stormasami tími sé á enda.“

Soffía Elín segir nauðsynlegt að hafa í huga að þegar allt er komið í fastar skorður á ný; húsnæðismál og hvaðeina í daglegu lífi, komi stundum fram streitueinkenni, bæði hjá börnum og foreldrum. „Þá myndast svigrúm til að ákveðnar tilfinningar komi fram og ekki er óeðlilegt að barnið sé ekki alveg eins og það á að sér. Þó að þessum kafla sé lokið er málinu ekki lokið tilfinningalega.“

Innlent »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Þvottavél, þurrkari, uppþvottavél, ísskápur, gervihnattadiskur
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...