„Þetta þarf ekki að hafa nein áhrif á ykkur, krakkar“

mbl.is/Eggert

Hjónaskilnaður er skilgreindur sem áfall fyrir alla sem í hlut eiga, hjónin sjálf, börn þeirra og í raun fjölskylduna alla, segir Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Loforð, ný, leikin íslensk sjónvarpsþáttaröð fyrir alla fjölskylduna sem RÚV hóf sýningar á um síðustu helgi, hefur vakið nokkurt umtal, en þar segir frá „ósköp venjulegum krökkum í Reykjavík. Lífið tekur stakkaskiptum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja,“ eins og segir í dagskrárkynningu.

Illa staðið að málum ...

Í upphafi fyrsta þáttar upplýsa foreldrarnir börn sín tvö um skilnaðinn. Faðirinn hefur orðið og kemur sér, eftir langa mæðu, að efninu. Nefnir að oft á tíðum sé mjög illa staðið að svona málum gagnvart börnum og þess vegna hafi þau viljað einbeita sér að því að gera þetta rétt. Og flytur börnum sínum þennan boðskap, reyndar áður en hann kemur sér að því að segja berum orðum hvað sé í gangi: „Þetta þarf ekki að hafa nein áhrif á ykkur, krakkar!“

Er það svo? Getur hjónaskilnaður einhvern tíma ekki haft nein áhrif á börnin? Stysta svarið við því er: nei.

Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur segir mjög mikilvægt að upplýsa börnin þegar ákvörðunin hefur verið tekin en ekki láta þau verða vitni að vangaveltum í þá veru áður en foreldrarnir ákveða sig.

„Best er að útskýra það stutt og hnitmiðað hver staðan er; að foreldrarnir séu að skilja og síðan er mikilvægt að geta svarað spurningum frá börnunum því oftast er margt sem þau vilja vita,“ segir hún.

„Eftir að barni er tilkynnt um skilnað getur það spurt skringilegra spurninga en oftast um einfalda, praktíska hluti. Þá er mikilvægt að svara, en hins vegar ekki trufla barnið því með því að tala um skilnaðinn aftur að fyrra bragði.“

Algengar spurningar eru: Hvað verður um mig? Hvar á ég að búa? Þarf ég að skipta um skóla? Barn veltir oft fyrir sér hvort það missi vinina og hvort mikið rask verði á högum þess strax í kjölfar skilnaðar.

Soffía Elín leggur áherslu á að mjög mikilvægt sé að segja börnunum satt þótt óþarfi sé að segja allt; best sé að ákveðin mörk séu á því hversu mikill hluti börnin séu af sambandi foreldra sinna. „Til dæmis er ekki gott að segja nákvæmlega frá því hvort annaðhvort foreldrið hafi gert eitthvað slæmt eða þess háttar og forðast skal að ræða neikvætt við börnin um hitt foreldrið.“ Það sé eitt hið versta sem foreldri geti gert við þessar aðstæður. „Hin manneskjan er enn foreldri barnsins og með slíku tali er í raun bara verið að rífa barnið niður.“

Þá segir Soffía Elín afar mikilvægt að passa að börnin líti ekki svo á að þau séu ástæða skilnaðar.

Eitt sem þarf að hafa í huga, segir Soffía Elín, er að tilkynna kennurum og íþróttaþjálfurum hvernig komið er. „Þeir sem koma mest að daglegu lífi barnsins verða að vita að breytingar verði á hegðun og líðan barnsins. Þetta á reyndar bæði við um börn og unglinga.“

Rútína skiptir börnin miklu máli, segir Soffía Elín; að ákveðnir hlutir séu í sem föstustum skorðum. Þess vegna sé mikilvægt að foreldrar hugi að því hvernig næstu dagar verði eftir að tilkynnt er um skilnað. „Mikilvægt er að segja börnunum að foreldrarnir séu áfram foreldrar þótt þeir búi ekki saman og miklu skiptir að foreldrar geti átti í átakalausum samskiptum við uppeldi barnanna, að þeir rífist ekki eða eigi í sem minnstum átökum fyrir framan börnin, bæði fyrir og eftir skilnaðinn, og að börnunum líði ekki illa þegar báðir foreldrar eru á staðnum, til dæmis þegar verið er að sækja barn eða skila því.“

Stundum léttir

Fullvissa þarf börnin um að foreldrarnir hverfi ekki þótt þeir skilji en auðvitað er ýmislegt mjög misjafnt eftir fólki, segir Soffía Elín. „Aðstæður eru stundum þannig að börn finna til léttis í kjölfar skilnaðar; hann er þó alltaf áfall og minning verður alltaf til um augnablikið þegar barni er sagt frá. En hafi barn búið við mikil átök og rifrildi getur það verið léttir að sá stormasami tími sé á enda.“

Soffía Elín segir nauðsynlegt að hafa í huga að þegar allt er komið í fastar skorður á ný; húsnæðismál og hvaðeina í daglegu lífi, komi stundum fram streitueinkenni, bæði hjá börnum og foreldrum. „Þá myndast svigrúm til að ákveðnar tilfinningar komi fram og ekki er óeðlilegt að barnið sé ekki alveg eins og það á að sér. Þó að þessum kafla sé lokið er málinu ekki lokið tilfinningalega.“

Innlent »

Íbúafundur á Ísafirði í beinni

13:43 Sveitarfélögin á Vestfjörðum boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði kl. 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni. Meira »

Lífið er gott á Nýja-Sjálandi

13:36 Ljósmyndarinn Rúna Lind Kristjónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja-Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks. Meira »

Sigurður: „Fyrst og fremst dap­ur­legt“

13:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigmundar Davíðs forvera síns um að segja sig úr Framsóknarflokknum hafa komið á óvart, en þó ekki algjörlega. Meira »

Líf er því miður ekki sama og líf

12:45 Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum. Meira »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og vinna að myndun stjórnmálaafls fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...