Fái íslenskan ríkisborgararétt

Þær Mary 8 ára og Haniye 11 ára.
Þær Mary 8 ára og Haniye 11 ára. Samsett mynd

Samfylkingin ætlar strax eftir helgi að leggja fram frumvarp um að veita stúlkunum Haniye og Mary, ásamt fjölskyldum þeirra, íslenskan ríkisborgararétt. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar.

Óskað hefur verið eftir meðflutningi allra þingmanna og hafa nokkrir þegar svarað játandi, að sögn Loga.

„Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af því að staða barna sem leita hér alþjóðlegrar verndar sé veik. Hún áréttar að skoða beri mál þeirra með sjálfstæðum hætti og m.a. skuli hlustað á börnin sem skuli gefið færi á að tjá skoðun sína,“ segir meðal annars í frumvarpinu.

„Frumvarp þetta lýtur að tveimur börnum og foreldrum þeirra, en inntakið er ekki síður ætlað til að senda stjórnvöldum skýr skilaboð um að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barna séu virt í hvívetna við töku stjórnvaldsákvarðana þar sem hagsmunir þeirra eru í húfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert