Mældu sótspor tegundanna í Vínbúðunum

Þyngdin á vínflöskunni getur haft áhrif á hversu umhverfisvæn framleiðslan ...
Þyngdin á vínflöskunni getur haft áhrif á hversu umhverfisvæn framleiðslan er. mbl.i.s/Heiðar Kristjánsson

Eldsneytisbrennsla og loftslagsbreytingar eru þeir mengunarþættir sem vega þyngst í framleiðslu á áfengum drykkjum. Notkun á glerumbúðum undir vín og bjór er heldur ekki jákvæð, þó það geti skipt máli hversu þungar glerflöskurnar eru. Nýi heimurinn stendur sig þó betur en sá gamli í þessum efnum og hafa framleiðendur þar sýnt sig mun meðvitaðri um umhverfisáhrifin af framleiðslunni.

Þetta segir Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, en norrænu áfengiseinkasölurnar sameinuðust árið 2014 um að láta útbúa vistferilsgreiningu á áfengum drykkjum. Tilgangur rannsóknarinnar var að skrá heildarumhverfisáhrif allra áfengistegunda sem eru í sölu hjá norrænu áfengiseinkasölunum.

Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, Vistferilsgreiningin gerir starf ÁTVR markvissara að ...
Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, Vistferilsgreiningin gerir starf ÁTVR markvissara að hans sögn. „Þá vitum við hvar stærstu umhverfisáhrifin liggja og getum þá einbeitt okkur að stóra málinu, sem eru umbúðirnar og þá aðallega glerið,“ Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Í vistferilsgreiningunni eru tilgreindir níu umhverfisáhrifaflokkar: áhrif á öndunarfæri (öndun ólífrænna og lífrænna efna),  hnattræn hlýnun, upptaka náttúru, visteitrun í jörðu og vatni, ofauðgun í jörðu, ljósefnafræðilegt óson, ofauðgun í vatni, súrnun og vinnsla jarðefna.

Umbúðir vega þungt hjá léttvíni en framleiðsla og geymsla hjá sterku drykkjunum

Fæstir leiða væntanlega hugann að kolefnissporinu sem að vínglasið eða bjórflaskan sem þeir dreypa á skilur eftir sig og kemur væntanlega einhverjum á óvart hversu stórt hlutverk eldsneytisbrennslan leikur þar, jafnvel þó að áhrifaþættirnir vegi misjafnlega þungt eftir áfengisgerðum.

Þannig vegur landbúnaður og umbúðaframleiðsla þyngst í tilfelli léttvína og bjórs, þó að framleiðsla og geymsla séu einnig veigamiklir þættir varðandi bjórframleiðsluna. Framleiðsla og geymsla eru hins vegar áberandi þyngstu þættirnir hvað sterku drykkina varðar, þó að landbúnaður og umbúðaframleiðsla eigi þar einnig þátt að máli. Sigurpáll bendir á að raforkan sem notuð sé við framleiðsluna sé yfirleitt drifin áfram af jarðefnaeldsneyti á borð við kol og olíu sem hafi umtalsverð áhrif.

Þessi vistferilsgreining gerir starf ÁTVR markvissara að sögn Sigurpáls. „Þá vitum við hvar stærstu umhverfisáhrifin liggja og getum einbeitt okkur að stóra málinu, sem eru umbúðirnar og þá aðallega glerið,“ útskýrir hann. „Það sem við þurfum síðan að gera og munum vera að gera næstu árin er að upplýsa framleiðendur og svo neytendur.“

Þyrfti að nýta hverja glerflösku 20 sinnum

Áhrif glersins koma eflaust einhverjum á óvart, enda plastefni og ál meira verið í umræðunni. Sigurpáll segir að glerumbúðirnar væru vissulega mjög góðar, ef að þær væru endurnýttar. „Ég hef séð rannsóknir sem sýna að það þyrfti að nýta glerflöskuna 20 sinnum til þess að ná sömu umhverfisáhrifum og með fernur, plast- eða áldósir.“

Sigurpáll segir ríki á borð við Suður-Afríku og Ástralíu, vera farin að átta sig á þessum áhrifum og því séu ýmsir framleiðendur þar nú byrjaðir að nýta léttari glerflöskur og miði nú við að flöskur sem taka 750 ml vegi ekki meira en 420 g.

 „Með því að minnka þyngd glersins þá þarf minna efni í framleiðsluna og minni orku til að búa flöskuna til, sem sömuleiðis verður léttari í flutningum,“ útskýrir hann. „Nýi heimurinn er meðvitaðri um þetta en sá gamli og við ætlum að fara að fylgjast með því hversu  mikið af þeim flöskum sem eru í hvað mestri sölu munu koma til með að uppfylla þessi viðmið.“

Ætla ekki að kaupa þungu flöskuna aftur

Sigurpáll segir ákveðinn hóp íslenskra neytenda þegar vera meðvitaða um þetta. Þannig séu dæmi um að viðskiptavinir Vínbúðanna hafi sett sig í samband við starfsfólk eftir að hafa vegið vínflösku og komist að því að 750 ml flaska vegi jafnvel 1,5 kg. „Þegar fólk áttar sig á þessu þá hefur það jafnvel tilkynnt okkur að það ætli ekki að kaupa þetta vín framar.“

Spurður hvort ÁTVR hafi hug á að kynna betur hvaða vörur teljist umhverfisvænar, segir hann fyrirtækinu þeir annmarkar settir að það megi ekki hampa neinum einum frekar en öðrum út frá hlutleysissjónarmiðum. „Það sem við getum gert er að upplýsa, en síðan á neytandinn alltaf síðasta orðið. Við getum þó birt brúttóþyngd flöskunnar á vefsíðu okkar og þá getur neytandinn séð þetta þar.“

Sigurpáll bendir þó á að lífrænu vínin séu sérstaklega tilgreind í verslunum Vínbúðanna og að það sé stefna allra vínframleiðenda að vera komnir með lífræna framleiðslu árið 2030.

Forsvarsmenn ÁTVR hafa verið að rýna í skýrsluna frá því að hún kom út í sumar og verið er að útbúa samræmda áætlun fyrir næstu ár um það hvernig málinu verður fylgt eftir. Sigurpáll segir athyglinni þá einkum verða beint að þeim vörum sem seljast í hvað mestu magni, enda hafi þær hvað mest áhrif.

„Nokkur ríki, eins og til að mynda Kanada, hafa verið leiðandi í þessum efnum. Þeir hafa sett þá staðla að ódýrari vín, þ.e. vín sem kostar til að mynda undir 15-20 dollurum flaskan, megi ekki vera í flösku sem er þyngri en 420 g og þegar svona stórir aðilar fara af stað,  þá hefur það áhrif á markaðinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Í gær, 19:59 Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

Í gær, 19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Í gær, 18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

Í gær, 19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

Í gær, 19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

Í gær, 18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...