Mjótt á munum seinni keppnisdag

Michelle Lauge Quaade kom fyrst í mark í kvennaflokki í ...
Michelle Lauge Quaade kom fyrst í mark í kvennaflokki í gær. Hún er með um einnar og hálfrar mínútu forskot á þær Ágústu og Erlu sem eru í öðru og þriðja sæti. Ljósmynd/ÍBR

Seinni keppnisdagur Tour of Reykjavík-götuhjólakeppninnar, sem fram fer í Reykjavík og nágrenni borgarinnar um helgina, hefst klukkan 8:00 frá Laugardal. Talsverð spenna er í bæði karla- og kvennaflokki sem og í liðakeppni kvenna, en sameiginlegur tími beggja daga gildir í heildarkeppninni.

Fyrri dagleiðin var 125 kílómetrar að lengd og var farin frá Laugardal, yfir Mosfellsheiði, gegnum Grafning og upp Nesjavallabrekkuna og Nesjavallaleiðina til baka í Laugardal. Seinni dagleiðin er öll hjóluð innan borgarmarkanna og er 60 kílómetra löng, en leiðin samanstendur af þremur 20 kílómetra hringjum frá Laugardal, meðfram Sæbrautinni og niður í miðbæ og til baka.

Auk þess að keppast um sigur í sameiginlegu keppninni verður einnig keppt til sigurs í seinni dagleiðinni einni og sér.

Tveir Danir keppa um sigur í karlaflokki

Í karlaflokki í gær sigraði Daninn Jeppe Hanssing sem keppir með Team ACR-FBL Elite á tímanum 03:10:10.0. Var hann þremur sekúndum á undan liðsfélaga sínum Nicolai Christensen. Í þriðja sæti í gær var Tobias Mørch og í fjórða sæti var Thor Mørup Prødel sem einnig er í Team ACR-FBL Elite. Þeir Niels van der Pijl og Jacob Bujik sem keppa fyrir Global cycling team voru í fimmta og sjötta sæti og komu þeir ásamt  Prødel saman í holli. Birkir Snær Ingvason var fyrstur Íslendinga, en hann var um níu mínútum á eftir fyrsta manni á tímanum 03:19:09.7.

Það ætti því að vera talsverð spenna í dag hvort Hanssing eða Christensen nái að landa sigri í heildarkeppninni og svo hver af þeim sem lenti í 3.-6. sæti nái þriðja sætinu. Í liðakeppninni (þar sem samanlagður tími þeirra fjögurra sem keppa saman í liði gildir) er Team ACR-FBL elite með nokkuð gott forskot, eða um 14 mínútur. Global cycling team er í öðru sæti og Víkingasveitin í þriðja sæti.

Jeppe Hassing var fyrstur í karlaflokki, en hann var þremur ...
Jeppe Hassing var fyrstur í karlaflokki, en hann var þremur sekúndum á undan liðsfélaga sínum Nicolai Christensen. Ljósmynd/ÍBR

Ágústa og Erla gætu gert atlögu að fyrsta sæti

Í kvennaflokki var Michelle Lauge Quaade í fyrsta sæti á tímanum 03:52:20.0. Keppir hún fyrir Team ACR-FBLR Elite. Þær Ágústa Edda Björnsdóttir og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir komu næstar á tímanum 03:54:54.7, en þær keppa báðar fyrir Tind. Þær voru jafnar Quaade upp Nesjavallabrekkuna, en eftir það náði hún stuttu forskoti. Johanne Marie Marcher hjá Team ACR-FBL var í fjórða sæti og Lisa Worner í Tindi í fimmta sæti. Rikke Bak Dalgaard í Team ACR-FBL Elite var svo í sjötta sæti.

Í kvennaflokki gæti orðið talsvert spennandi að sjá hvort þær Ágústa og Erla geti sótt saman og slitið sig frá aðalhópnum og reynt að vinna upp þær 2:34 mínútur sem skilur þær frá Quaade. Þá er Tindur með um einnar og hálfrar mínútu forystu í liðakeppni kvenna (sömu reglur og í karlaflokki nema að þrjár konur eru í hverju liði) á Team ACR-FBL elite. Stefnir því í mikla spennu í þeim flokki.

Eins og í gær er talsvert um lokanir og truflanir fyrir umferð bíla á meðan á keppninni stendur, en sem fyrr segir verður ræst klukkan 8:00 og er gert ráð fyrir að keppni ljúki um hádegi. 

mbl.is

Innlent »

Guðfinna dregur framboðið til baka

21:50 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur dregið framboð sitt til setu á Alþingi fyrir flokkinn, til baka. Frá þessu greinir hún á Facebook. Meira »

Glerið erfið vara fyrir Endurvinnsluna

21:13 Allar ál- og plastumbúðir sem skilað er til Endurvinnslunnar eru sendar úr landi og endurunnar. Glerflöskur fara þó ekki sömu leið, heldur enda sem fylling á urðunarstöðum. „Persónulega myndum við vilja sjá minna af gleri af því að fyrir okkur er gler erfið vara,“ segir framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Meira »

Krefjast lögbanns á yfirtöku Arion

20:40 Fjórir hluthafar í United Silicon, sem haldið hafa á um 46% hlut í félaginu, lögðu í dag fram lögbannskröfu á hendur Arion banka vegna töku bankans á veðsettu hlutafé í félaginu. Þetta staðfestir hæstaréttarlögmaðurinn Þorsteinn Einarsson í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja göng á milli lands og Eyja

20:15 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks lagt fram þingsályktunartillögu þar sem Alþingi álykti að fela ráðherra að skipa starfshóp sem gerir ítarlega fýsileikakönnun á gerð ganga milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Meira »

Hljómleikar í olíutanka

19:54 Síldarminjasafnið á Siglufirði er fyrir löngu orðið lands- og heimsþekkt, og gríðarlegur fjöldi gesta kemur þangað ár hvert til að fræðast og njóta. Árið 2000 hlaut það Íslensku safnaverðlaunin fyrst safna, og árið 2004 Evrópsku safnaverðlaunin, hið eina á Íslandi. Meira »

OR undirbýr rannsókn á örplasti í vatni

19:10 Orkuveita Reykjavíkur vinnur nú að því að undirbúa mælingar á því hvort örplast leynist í neysluvatni Íslendinga. Þetta staðfestir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sem segir Orkuveituna nú vera að viða að sér búnaði til að gera slíkar mælingar. Meira »

Bætti ári við með óvæntum burði

18:43 Ærin MæjaBella kom eiganda sínum heldur betur á óvart þegar hún bar tveimur lömbum núna upp úr miðjum september, sem er býsna óvenjulegt. Eigandinn, Ásta Þorbjörnsdóttir, bóndi á Grjótá í Fljótshlíð, tók ungviðinu fagnandi enda er hún mikið fyrir dýr og hefur meðal annars fóstrað móðurlausa grágæsarunga. Meira »

Sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin

18:48 „Ég hef alltaf haft áhuga á sjávarútvegi og skrifað mikið um hann. Ég skrifaði bók fyrir háskólastigið sem kom út í fyrra, en þessi bók er meira ætluð framhaldsskólum og almenningi, hún er einfaldari í framsetningu en gefur gott yfirlit um íslenskan sjávarútveg,“ segir Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst og prófessor, í samtali við 200 mílur. Meira »

Gekk ekki í takt við þingflokkinn

18:37 „Ég geri ráð fyrir að þetta hafi snúist um að virða það samkomulag sem formennirnir hafa gert um þinglok,“ segir Pawel Bartozsek, þingmaður Viðreisnar. Dagskrártillaga þingmanna Pírata og Samfylkingar, um að taka í dag fyrir frumvarp Pírata um stjórnarskrárbreytingar var felld í dag. Meira »

Braust inn í bílskúr tvo daga í röð

17:51 Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar. Maðurinn játaði að hafa 10. maí og aftur 11. maí brotist inn í bílskúr í Reykjavík og reynt að stela þaðan búnaði til motorcross-iðkunnar. Meira »

Ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu

17:48 Lögreglan á Austurlandi brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni fyrir austan næsta sólarhringinn að nauðsynjalausu. Veðurspá gerir ráð fyrri óvenjumikilli úrkomu í landshlutanum. Meira »

Ekki mikilvægast að koma börnum í skjól

16:45 „Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. […] Það er jafn mikilvægt að bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“ Þetta sagði Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson í umræðu um breytingar á lögum um uppreista æru. Meira »

Rimantas fannst látinn

16:35 Rimantas Rimkus, sem lýst var eftir í júní, fannst látinn á höfuðborgarsvæðinu í lok síðasta mánaðar. Rimantas, sem var 38 ára og frá Litháen, lætur eftir sig tvö börn. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
25% afsláttur af námskeiðum í okt.
Tilboð á öllum námskeiðum í október 2017. 25% afsláttur. Tilboðið gildir til 2...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...