„Myndum aldrei kaupa kol í þessu magni“

Raforkustrengir. Notaði landinn kol, gas eða aðra sambærilega orkugjafa sem ...
Raforkustrengir. Notaði landinn kol, gas eða aðra sambærilega orkugjafa sem eru dýrari jarðvarma- og vatnsorkunni, þá væru þeir líklega ekki notaðir í sama magni. mbl.is/RAX

Ef þungaiðnaður á Íslandi væri knúinn áfram með kolabrennslu, þá þyrfti landið að kaupa viðlíka magn af kolum og Kólumbía gerir og kostnaðurinn við slíkt myndi nema um 500 milljón dollurum á ári.

Þetta segir doktor Reynir Smári Atlason, lektor við Háskólann í Suður Danmörku (SDU). Hann hefur í félagi við Rúnar Unnþórsson, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands, vakið athygli á því í fagtímaritinu Geothermics að Orkustofnun ofmeti sparnað Íslendinga af útblæstri gróðurhúsalofttegunda þar sem við notumst við endurnýjanlegar auðlindir en ekki olíu og kol líkt og fjöldi annarra þjóða.

„Það er alveg ljóst að við myndum aldrei kaupa kol í þessu magni,“ segir Reynir Smári. „Orkustofnun gerir í sínum útreikningum ráð fyrir því að notkunin væri sú sama ef rafmagnið væri einungis framleitt með jarðefnaeldsneyti.“

Sparnaðurinn ofáætlaður um 40%

Neyslumynstur þjóðarinnar endurspeglar hins vegar að hans mati aðgengi þjóðarinnar af ódýrri orku. Íslendingar noti meiri orku en margar aðrar þjóðir, af því að þeir hafa aðgang að ódýrari orku. Samkvæmt útreikningum þeirra Rúnars þá ofáætlar Orkustofnun sparnaðinn á koltvísíringsígildum vegna notkun landsmanna af umhverfisvænni orku um ein 40%.

Reynir Smári Atlason.
Reynir Smári Atlason. Ljósmynd/ Úr einkasafni

Reynir Smári segist ekki vera að skjóta á stofnunina, enda sé óumdeilt að með vatns- og jarðhitaorkunni megi draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Sparnaðurinn sé hins vegar ekki jafn mikill og Orkustofnun hefur áætlað.

„Ég er umhverfis- og auðlindafræðingur og sá þessar tölur frá Orkustofnun af einskærri forvitni. Mér fannst eiginlega of gott til að vera satt hjá þeim hversu rosalega mikill sparnaðurinn var. Þannig að ég hringdi í Orkustofnun og spurði þá út í aðferðafræðina sem þeir nota til að reikna þetta út og þá kom í ljós að þeir gera ekki ráð fyrir öðrum neysluvenjum Íslendinga.“

Notaði landinn hins vegar kol, olíu, gas eða aðra sambærilega orkugjafa sem eru dýrari jarðvarma- og vatnsorkunni, þá væru þeir hins vegar líklega ekki notaðir í sama magni.  

Raunhæft að notkunin væri svipuð og í Bretlandi og Tékklandi

Reynir Smári segist því hafa sett upp nokkrar sviðsmyndir  af því hver staðan væri  ef Íslendingar hefðu ekki vatns- og jarðhitaorku. Hann segist telja þá raunhæfustu vera þá sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir að Íslendingar hefðu ekki aðgang að jarðvarma, en gætu enn notað vatnsafnlið.

„Við bárum okkur saman við tölur frá Bretlandi og Tékklandi, því að hitastig þar er svipað og hér á landi og því getum við ímyndað okkur að orkunotkun við kyndingu og kælingu yrði svipuð. Þetta gefur til kynna að Orkustofnun ofáætli sparnaðinn gríðarlega. Með þessum útreikningi er sparnaðurinn yfir árabilið 1969-2014 á bilinu 204-277 milljón tonn af CO2 ígildum í stað 342 milljón tonnanna sem Orkustofnun gerir ráð fyrir,“ útskýrir Reynir Smári.

„Samkvæmt þessu ofáætla þeir sparnaðinn því um allt að 100 milljón tonn yfir þetta tímabil, með þvi að gera ráð fyrir að hér væri þungaiðnaður, 120 sundlaugar og svo fram eftir götunum jafnvel þó að þetta væri allt knúið áfram með kolum, sem er svolítið einföld nálgun.“

Hann bætir við að 204-277 milljón tonn sé engu að síður gríðarlega mikill sparnaður. 

Aðrir vitna í tölurnar

Hann hefur látið Orkustofnun vita af birtingu greinarinnar. „Ég sendi þeim hana daginn áður en hún var birt og þeir svöruðu og þökkuðu fyrir,“ segir Reynir Smári. Útreikningunum á vef Orkustofnunnar hefur þó ekki verið breytt í kjölfarið.

„Þetta er kannski ekki þeirra styrkur, þeir hafa bara leikið sér með þessar tölur og sett á netið. Síðan er hins vegar verið að vitna í þessar tölur á ýmsum stöðum og þannig er þetta farið að vinda aðeins upp á sig, jafnvel þó að tölurnar séu fjarri lagi.

Ég man t.d. eftir að hafa heyrt vitnað í þær á jarðvarmaráðstefnu sem var haldin hér í hitteðfyrra og þá var viðtal við forstjóra Landsvirkjunar sem var að vísa í þessar tölur.“

Nesjavallavirkjun. Reynir Smári segir raunhæfustu sviðsmyndina vera þá þar sem ...
Nesjavallavirkjun. Reynir Smári segir raunhæfustu sviðsmyndina vera þá þar sem gert er ráð fyrir að Íslendingar hafi ekki aðgang að jarðvarma, en gætu enn notað vatnsafnlið. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Innlent »

5 slasaðir í rútuslysi

17:34 Fimm manns hið minnsta eru slasaðir eftir rútuslys við Lísuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir nú á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun Ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skólafrí í Biskupstungum, Eyjasól ehf.
Lausar helgar og vikur í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stut...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...