Fjöldi óþarfra aðgerða gerðar á börnum?

Landlæknir segir margt benda til oflækninga hér á landi, líka ...
Landlæknir segir margt benda til oflækninga hér á landi, líka þegar kemur að börnum. mbl.is/KRISTINN INGVARSSON

Vísbendingar eru um það hér á landi að gerðar séu óþarfa rörísetningar og hálskirtlatökur hjá ungum börnum. Það kemur fram í niðurstöðum könnunar sem landlæknisembættið framkvæmdi á tíðni aðgerða í einkarekinni læknisþjónustu, og kynntar voru í síðustu viku.

Árið 2011 var farið að bólusetja börn gegn pneumókokkum, en algengustu sýkingar af völdum þeirra eru bráðar og þrálátar miðeyrnabólgur, kinnholusýkingar og lungnabólgur hjá ungum börnum. Fram kemur í skýrslu landlæknis að rannsókn sem gerð var á Barnaspítala Hringsins hafi leitt í ljós marktæka fækkun á komum barna á Barnaspítalann vegna eyrnabólgu eftir að bólusetning hófst. Jafnframt hefði sýklalyfjaónæmi minnkað og þörf fyrir viss sýklalyf sem notuð eru við eyrnabólgu minnkað.

Það hefði mátt ætla að í kjölfarið hefði tíðni rörísetninga hjá börnum lækkað, en það hefur ekki orðið raunin. Niðurstöður könnunarinnar sýna að slíkum aðgerðum hefur frekar fjölgað eftir að bólusetning hófst. Árið 2011 voru gerðar 2.104 aðgerðir af sjálfstætt starfandi sérfæðingum þar sem rör voru sett í eyru barna á aldrinum 0 til 3 ára, eða 11.043 á hverja 100 þúsund íbúa. Árið 2016 voru aðgerðirnar 2.075, eða 12.099 á hverja 100 þúsund íbúa. Er því um fjölgun aðgerða að ræða. Rúmlega 80 prósent af slíkum aðgerðum eru gerðar af sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár.

Í Svíþjóð hafa hins vegar rörísetningar og ástungur á hljómhimnur minnkað marktækt eftir að bólusetning við pneumókokkum hófst þar í landi.

Kerfið hvetur til fleiri aðgerða

Birgir Jakobsson landlæknir segir afar sérstakt að aðgerðunum hafi fjölgað eftir að bólusetningar hófust og bendir á að það sé ekki í takt við það sem hafi gerst í nágrannalöndunum. „Það er verulega skrýtið jú, vegna þess að það samband hefur sést í Svíþjóð, þar sem bólusetningar voru innleiddar á svipuðum tíma. Við sjáum það að hér að nánast er um fjölgun að ræða, en ekki fækkun eins og maður hefði búist við. Það gildir eiginlega bæði um rörísetningar og hálskirtlatökur,“ segir Birgir, en hann telur greiðslukerfið vera orsakavaldinn. „Við erum með mjög hvatakennt greiðslukerfi fyrir sérfræðilækna sem eru að vinna á einkareknum stofum úti í bæ. Það hvetur mjög til aðgerða. Hvatningin er fjöldi heimsókna og fjöldi aðgerða og þá fær maður það. Maður fær yfirleitt það sem maður biður um.“

Hann vill ekki fullyrða að verið sé að gera óþarfa aðgerðir á börnum. Hins vegar séu vísbendingar um það. „Það er svo sem erfitt að draga ályktanir alveg af þessu, en við verðum við að spyrja okkur þær spurningar hvort ekki sé um ákveðnar tegundir af oflækninum að ræða. Að við séum að gera óþarfa aðgerðir á börnum.“

Birgir bendir á að þetta eigi við um fleiri tegundir aðgerða, eins og liðspeglanir á hnjám. „Þar erum við að gera skelfilega mikið af aðgerðum miðað við Norðmenn og Svía,“ segir hann, en í skýrslu landlæknis kemur fram að ýmislegt bendi til þess að liðspeglun á hné, með tilheyrandi liðhreinsun, hjá einstaklingum 50 ára eldri sé árangurslaus og geti jafnvel flýtt fyrir liðskiptaaðgerð.

Of fáar nauðsynlegar aðgerðir í opinbera kerfinu

Tilefni könnunar landlæknis á tíðni ákveðinna aðgerða sem gerðar eru af sjálfstætt starfandi sérfræðingum, var meðal annars skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem birt var haustið 2016, þar sem fram kom að tíðni hálskirtlataka á Íslandi væri um þrefalt hærri en í nágrannalöndunum. Nánast allar aðgerðirnar eru gerðar af sérfræðilæknum á stofu og er greitt fyrir hverja aðgerð samkvæmt rammasamningi Sjúkratrykkinga Íslands. Þá hefur á þessu ári birst greinaflokkur í tímaritinu The Lanchet um  „rétta heilbrigðisþjónustu“ og hvernig beri að forðast ofnotkun á læknisverkum. Þótti því tilefni til að gera könnun á tíðni nokkurra aðgerða og þær aðgerðir sem urðu fyrir valinu voru: ristilspeglanir, speglanir á hnjáliðum, rörísetningar hjá börnum og hálskirtlatökur.

Birgir segir niðurstöður könnunarinnar benda til þess að eitthvað sé að núverandi kerfi og að taka þurfi á málum. „Mér finnst full ástæða til að ræða þetta mál og reyna að koma til botns í því hvort við viljum hafa þetta svona. Á sama tíma er verið að gera of lítið af aðgerðum í opinbera geiranum. Aðgerðum sem er þörf á að gera, eins og mjaðma- og hnjáaðgerðum. Mér finnst við raunverulega vera að forgangsraða vitlaust.“ 

Hann segir mikilvægt að vita hver staðan er og þess vegna hafi þessi könnunin verið gerð. Það sé fyrsta skrefið. „Í öðru lagi, þá getum við í samtali við lækna, og það höfum við reynt, að fá þá til að skoða þessar tölur. Hvort ekki sé ástæða til að minnka þessa tíðni aðgerða. Í þriðja lagi held ég að nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld athugi hvað þarf að gera í heilbrigðiskerfinu, í greiðslukerfi opinberrar og einkarekinnar þjónustu. Samræma þetta tvennt svo sömu skilyrði gildi fyrir sambærilega þjónustu, óháð því hvort hún er í opinbera eða einkarekna kerfinu.“

mbl.is

Innlent »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...