Fjöldi óþarfra aðgerða gerðar á börnum?

Landlæknir segir margt benda til oflækninga hér á landi, líka ...
Landlæknir segir margt benda til oflækninga hér á landi, líka þegar kemur að börnum. mbl.is/KRISTINN INGVARSSON

Vísbendingar eru um það hér á landi að gerðar séu óþarfa rörísetningar og hálskirtlatökur hjá ungum börnum. Það kemur fram í niðurstöðum könnunar sem landlæknisembættið framkvæmdi á tíðni aðgerða í einkarekinni læknisþjónustu, og kynntar voru í síðustu viku.

Árið 2011 var farið að bólusetja börn gegn pneumókokkum, en algengustu sýkingar af völdum þeirra eru bráðar og þrálátar miðeyrnabólgur, kinnholusýkingar og lungnabólgur hjá ungum börnum. Fram kemur í skýrslu landlæknis að rannsókn sem gerð var á Barnaspítala Hringsins hafi leitt í ljós marktæka fækkun á komum barna á Barnaspítalann vegna eyrnabólgu eftir að bólusetning hófst. Jafnframt hefði sýklalyfjaónæmi minnkað og þörf fyrir viss sýklalyf sem notuð eru við eyrnabólgu minnkað.

Það hefði mátt ætla að í kjölfarið hefði tíðni rörísetninga hjá börnum lækkað, en það hefur ekki orðið raunin. Niðurstöður könnunarinnar sýna að slíkum aðgerðum hefur frekar fjölgað eftir að bólusetning hófst. Árið 2011 voru gerðar 2.104 aðgerðir af sjálfstætt starfandi sérfæðingum þar sem rör voru sett í eyru barna á aldrinum 0 til 3 ára, eða 11.043 á hverja 100 þúsund íbúa. Árið 2016 voru aðgerðirnar 2.075, eða 12.099 á hverja 100 þúsund íbúa. Er því um fjölgun aðgerða að ræða. Rúmlega 80 prósent af slíkum aðgerðum eru gerðar af sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár.

Í Svíþjóð hafa hins vegar rörísetningar og ástungur á hljómhimnur minnkað marktækt eftir að bólusetning við pneumókokkum hófst þar í landi.

Kerfið hvetur til fleiri aðgerða

Birgir Jakobsson landlæknir segir afar sérstakt að aðgerðunum hafi fjölgað eftir að bólusetningar hófust og bendir á að það sé ekki í takt við það sem hafi gerst í nágrannalöndunum. „Það er verulega skrýtið jú, vegna þess að það samband hefur sést í Svíþjóð, þar sem bólusetningar voru innleiddar á svipuðum tíma. Við sjáum það að hér að nánast er um fjölgun að ræða, en ekki fækkun eins og maður hefði búist við. Það gildir eiginlega bæði um rörísetningar og hálskirtlatökur,“ segir Birgir, en hann telur greiðslukerfið vera orsakavaldinn. „Við erum með mjög hvatakennt greiðslukerfi fyrir sérfræðilækna sem eru að vinna á einkareknum stofum úti í bæ. Það hvetur mjög til aðgerða. Hvatningin er fjöldi heimsókna og fjöldi aðgerða og þá fær maður það. Maður fær yfirleitt það sem maður biður um.“

Hann vill ekki fullyrða að verið sé að gera óþarfa aðgerðir á börnum. Hins vegar séu vísbendingar um það. „Það er svo sem erfitt að draga ályktanir alveg af þessu, en við verðum við að spyrja okkur þær spurningar hvort ekki sé um ákveðnar tegundir af oflækninum að ræða. Að við séum að gera óþarfa aðgerðir á börnum.“

Birgir bendir á að þetta eigi við um fleiri tegundir aðgerða, eins og liðspeglanir á hnjám. „Þar erum við að gera skelfilega mikið af aðgerðum miðað við Norðmenn og Svía,“ segir hann, en í skýrslu landlæknis kemur fram að ýmislegt bendi til þess að liðspeglun á hné, með tilheyrandi liðhreinsun, hjá einstaklingum 50 ára eldri sé árangurslaus og geti jafnvel flýtt fyrir liðskiptaaðgerð.

Of fáar nauðsynlegar aðgerðir í opinbera kerfinu

Tilefni könnunar landlæknis á tíðni ákveðinna aðgerða sem gerðar eru af sjálfstætt starfandi sérfræðingum, var meðal annars skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem birt var haustið 2016, þar sem fram kom að tíðni hálskirtlataka á Íslandi væri um þrefalt hærri en í nágrannalöndunum. Nánast allar aðgerðirnar eru gerðar af sérfræðilæknum á stofu og er greitt fyrir hverja aðgerð samkvæmt rammasamningi Sjúkratrykkinga Íslands. Þá hefur á þessu ári birst greinaflokkur í tímaritinu The Lanchet um  „rétta heilbrigðisþjónustu“ og hvernig beri að forðast ofnotkun á læknisverkum. Þótti því tilefni til að gera könnun á tíðni nokkurra aðgerða og þær aðgerðir sem urðu fyrir valinu voru: ristilspeglanir, speglanir á hnjáliðum, rörísetningar hjá börnum og hálskirtlatökur.

Birgir segir niðurstöður könnunarinnar benda til þess að eitthvað sé að núverandi kerfi og að taka þurfi á málum. „Mér finnst full ástæða til að ræða þetta mál og reyna að koma til botns í því hvort við viljum hafa þetta svona. Á sama tíma er verið að gera of lítið af aðgerðum í opinbera geiranum. Aðgerðum sem er þörf á að gera, eins og mjaðma- og hnjáaðgerðum. Mér finnst við raunverulega vera að forgangsraða vitlaust.“ 

Hann segir mikilvægt að vita hver staðan er og þess vegna hafi þessi könnunin verið gerð. Það sé fyrsta skrefið. „Í öðru lagi, þá getum við í samtali við lækna, og það höfum við reynt, að fá þá til að skoða þessar tölur. Hvort ekki sé ástæða til að minnka þessa tíðni aðgerða. Í þriðja lagi held ég að nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld athugi hvað þarf að gera í heilbrigðiskerfinu, í greiðslukerfi opinberrar og einkarekinnar þjónustu. Samræma þetta tvennt svo sömu skilyrði gildi fyrir sambærilega þjónustu, óháð því hvort hún er í opinbera eða einkarekna kerfinu.“

mbl.is

Innlent »

Árangurslaus fundur flugvirkja

16:58 Flugvirkjafélag Ísland og Samtök atvinnulífsins funduðu í fyrsta sinn með ríkissáttasemjara í dag vegna flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Landað í sumarblíðu á Seyðisfirði

16:55 „Við fórum út á miðvikudag og það tók okkur dálítinn tíma að finna þorskinn en þegar hann fannst á Gerpisflakinu gekk vel að veiða. Í reyndinni fengum við megnið af þorskinum á einum sólarhring, síðan fengum við um 18 tonn af karfa og lítilsháttar af ufsa og ýsu.“ Meira »

Bilun í hitaveituröri við Hringbraut

16:01 Svo virðist sem bilun hafi orðið í hitaveituröri Veitna við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Blaðamaður á staðnum segir að mikil gufa sé sjáanleg, eins og meðfylgjandi mynd staðfestir. Bíll frá Veitum sé á staðnum. Meira »

Kynferðisbrotaþoli og líka gerandi

15:53 „Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur er ég líka gerandi. Ég hef ýjað að þessu í viðtali um reynslu mína en ekki sagt það nógu hreint út - ég hef valdið þjáningum sjálfur.“ Þetta segir Halldór Auðar Svansson pírati í Facebook-færslu sinni. Meira »

Hellulaug stenst gæðakröfur

15:38 „Vegna umræðu um heitar náttúrulaugar á Vestfjörðum viljum við að þetta komi fram. Hellulaug við Flókalund stenst allar kröfur sem gerðar eru til náttúrulauga.“ Þetta kemur fram í færslu sem starfsfólk Hótels Flókalunds birtir á Facebook. Meira »

Refsing fyrir mútur verði þyngd

14:41 Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um glæpi og fíkniefni (UNODC) hvetur íslensk stjórnvöld til að vinna áfram að lagabreytingum sem hafa verið í undirbúningi um að þyngja hámarksrefsingu fyrir mútuboð til opinberra starfsmanna og refsingar fyrir mútubrot í einkageiranum. Meira »

„Við höldum okkar striki“

14:22 „Við teljum að við höfum skýra málefnastöðu sem er mótvægi við stefnu fráfarandi ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is. Landsfundur Vinstri grænna fer fram 6.-8. október. Meira »

Spínat innkallað vegna aðskotahlutar

14:29 Innnes ferskvörusvið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að kalla inn spínat í 150 og 500 gramma einingum. Það er gert vegna gruns um aðskotahlut. Meira »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlegt átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í 203 Kópavogi. 32m2 með...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...
L helgafell 6017091319 iv/v fjhst.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017091319 IV/V Fjhst. ...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...