Tekst ekki að fækka fé um 20%

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á fundi atvinnuveganefndar í morgun.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á fundi atvinnuveganefndar í morgun. mbl.is/Golli

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafnar þeirri gagnrýni forystu Bændasamtaka Íslands að ráðuneytið hafi ekki sinnt þeim vanda sem nú blasir við sauðfjárbændum. Þetta sagði hún á fundi atvinnuveganefndar alþingis í morgun en í máli hennar kom líka fram að útlit sé fyrir að ekki takist að fækka fé um 20% á þessu ári, eins og að var stefnt. Fækkunin gæti numið 12 til 13%. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að tilboð ráðherra um að kaupa bændur út úr greininni væri eins og „rússnesk rúlletta“. Alls óvíst væru hverjir tæku því tilboði.

Þorgerður Katrín hóf framsögu sína í morgun á því að vísa á bug gagnrýni Bændasamtaka Íslands um að ráðherra hafi setið auðum höndum í málinu í sumar en formaður samtakanna hefur meðal annars látið hafa eftir sér að honum finnist ráðherra hafa tekið málinu af „mikilli léttuð“.

Útflutningsskylda kemur ekki til greina

Fundurinn í morgun var opinn fjölmiðlum og markmiðið var að ræða stöðu sauðfjárbænda, en eins og kunnugt er hefur afurðaverð lækkað um 26-35% fyrir þessa sláturtíð. Þorgerður Katrín kynnti á dögunum tillögur – sem nú voru til umræðu í nefndinni – þar sem markmiðið er að draga úr framleiðslu á lambakjöti um 20%.

Hún sagði um tillögur sínar að þær hafi ekki orðið til úr tóminu heldur væru afrakstur stífra fundahalda við bændaforystuna og mikillar greiningarvinnu um stöðu sauðfjárbænda. Samtalið við bændaforystuna hefði verið „hunderfitt en uppbyggilegt“. Hún sagði að ekki kæmi til greina að mæta þeirri kröfu Bændasamtaka Íslands að leggja á tímabundna útflutningsskyldu eða ráðast í stórfelld uppkaup á ærgildum. Það væru gamaldags úrræði sem ekki yrðu endurtekin. Þau væru heldur ekki til hagsbóta fyrir neytendur.

„Bændasamtökin fóru fram á útflutningsskyldu og 200 milljónir í markaðsstarf. Ég vildi það ekki, heldur vildi nota búvörusamninginn til að koma til móts við bændur. Sá samningur er tæki til að stjórna landbúnaðarkerfinu okkar og var unnin í samstarfi við bændaforystuna.“

Hjálpa eldri bændum út

Þorgerður Katrín sagði á fundinum að markmiðið með tillögunum hafi verið að eldri bændum yrði gefinn kostur á að fara út úr greininni og/eða að gera bændum kleift hverfa til annarra búgreina á jörðum sínum. Hún benti til að mynda á að skortur væri á íslensku nautgripakjöti á markaði.

Helsti vandinn sem stéttin stæði frammi fyrir væri kjaraskerðing bænda. Það væri sá skammtímavandi sem stjórnvöld yrðu að brúa. Hún sagði að birgðastaðan væri mjög breytileg. Þannig væru um 1.200 til 1.300 tonn til núna, en fyrr ár hefðu birgðirnar verið miklu meiri, eða á þriðja þúsund tonna. Hún sagði að samkvæmt samtölum sínum við forsvarsmenn afurðastöðvanna hefðu þeir ekki áhyggjur af miklum birgðum.

Lömbin þagna

Á meðal tillagna Þorgerðar Katrínar er að borga bændum 90% af innleggi sínu til fimm ára, ef þeir hætta framleiðslu þegar í stað og slátra öllu, bæði lömbum og fullorðnu fé, núna í haust. Þeir fá 70% af greiðslunum til þriggja ára ef þeir hætta á næsta ári. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á fundinum að í tillögunum fælist óeðlilega mikill þrýstingur á bændur á að taka erfiða ákvörðun án nokkurs fyrirvara. Um „þvingunartillögur“ væri að ræða. Tíminn væri of knappur. Hún sagði að óljóst væri hvort tillögurnar væru endanlegar og því héldu bændur í sér.

Nefndarmenn atvinnuveganefndar gagnrýndu einna helst á fundinum að í stefndi að tillögur hennar væru ekki til þess fallnar að hjálpa eldri bændum út úr greininni, heldur hefði spurst út að ungir bændur hygðust nýta sér úrræðin til að bregða búi.

Sigurður Ingi, sem hér sést í bakið á, gagnrýndi tillögur ...
Sigurður Ingi, sem hér sést í bakið á, gagnrýndi tillögur ráðherra og sagði að um rússneska rúllettu væri að ræða. mbl.is/Golli

„Ætla menn þá að flytja inn kjöt?“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á fundinum að hann vildi láta greina áhrif tillagna ráðherra á einstaka hópa innan raða bænda; hvaða áhrif tillögurnar hefðu á tekjur þeirra í haust. Þá vildi hann greiningu á skuldastöðu bænda og óskaði eftir því að nefndin fengi þær greiningar sem tillögurnar byggi hann. Hann sagði erfitt að átta sig á hverjir myndu taka þessu tilboði stjórnvalda um að bregða búi og því væri um „rússneska rúllettu“ að ræða.

Sigurður Ingi benti, eins og ráðherra, á að birgðir væru minni en í fyrra. Fækkun um 20% myndi þýða, samkvæmt hans útreikningum, að skortur yrði á ákveðnum afurðum, svo sem hryggvöðvum, í júlí árið eftir. „Hvernig ætla menn að bregðast við þessu? Ætla menn þá að flytja inn kjöt?“ Þorgerður benti á móti á að það gæti varla annað en komið bændum til góðs, með tilliti til verðs, ef tímabundinn skortur yrði stundum á einhverjum hluta lambsins.

Þingmaðurinn sagði enn fremur að hann liti svo á að vandamál sauðfjárræktarinnar væru komin til vegna utanaðkomandi aðstæðna svo sem styrkingar krónunnar og pólitískra aðstæðna. Því væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi að úrlausn vandans umfram það sem á kveddi í búvörusamningnum.

Lítil vöruþróun frá 2010

Flestir nefndarmenn lýstu yfir ánægju sinni með „margt“ í tillögum ráðherra en höfðu eitt og annað við þær að athuga. Á meðal þess sem nokkuð var rætt um á fundinum efling á markaðsstarfi og framþróun á vöruframboði landbúnaðarafurða. Þorgerður benti á að hægt væri að nýta betur þá fjármuni sem lagðir séu í slík verkefni og vildi stuðla að eflingu nýsköpunar í landbúnaði. Hún benti á að vannýttar beingreiðslur, upp á 650 milljónir króna frá árinu 2010, hefðu átt að renna til markaðsátaks afurðastöðvanna en sagði að svo virtist sem það fé hefði nýtt til að létta undir útflutningi. Vöruþróun frá árinu 2010 hefði lítil verið.

Þorgerður Katrín sagði væri hægt að nýta þá þekkingu sem menn byggju yfir úr sjávarútvegi, þegar kæmir að markaðssetningu og vöruþróun á landbúnaðarvörum. Hún lagði til að stofnaður yrði öflugur matvælasjóður þar sem helstu greinar íslensks matvælaiðnaðar ynnu saman. Góður rómur var gerður að þeirri tillögu á fundinum.

mbl.is

Innlent »

Veður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »

Píratar boða til prófkjörs

05:30 „Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

05:30 Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

05:30 Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt. Meira »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »
Viltu auka innkomu þína ? Egat Nuddsteinar og pottur 39.000 kr saman. (basalt nuddsteinar ásamt steinapotti )
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Egat Nuddsteinar (Basalt...
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
Hauststemmning í Biskupstungum ...
Hlý og falleg sumarhús til leigu alla daga og helgar. Gisting fyrir 6. Heit laug...
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...