Nauðsynlegt að hafa tvo flugvelli á Suðvesturlandi

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar ...
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar í dag. mbl.is/Golli

Almennt öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar felst fyrst og fremst í að gera viðkomandi stjórnvöldum og björgunarsveitum kleift að bregðast hratt og áreiðanlega við aðstæðum sem borgurum og jafnvel þjóðfélaginu í heils stafar ógn af. Þetta eru megin niðurstöður skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við Háskólann í Reykjavík, vann fyrir ráðuneytið.

Þorgeir kynnti skýrsluna í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrr í dag. Skýrslan er sú 127. í röðinni frá árinu 1961 sem fjallar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar.

Jón telur nauðsynlegt að fjalla um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar með tilliti til þeirra vinnu sem fram undan er við mögulegan flutning innanlandsflugs frá Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í fyrsta skipti í allri þessari vinnu sem hefur farið í kringum Reykjavíkurflugvöll sem það er dregið fram mjög skýrt hversu víðtækt og mikilvæg hlutverk flugvallarins er út frá öryggishagsmunum í okkar samfélagi. Það þarf að vanda til verka, þetta er ekki ákvörðun sem hægt er að hlaupa að,“ segir Jón í samtali við mbl.is.  

Í skýrslunni leggur Þorgeir mat á öryggis­hlutverk Reykjavíkurflugvallar og metur hann hvernig og hversu vel núverandi staðsetning og aðrar mögulegar staðsetningar flugvallar fyrir höfuðborgarsvæðið myndu uppfylla þetta hlutverk.

Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri, er höfundur skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar.
Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri, er höfundur skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar. mbl.is/Golli

Nauðsynlegt að hafa tvo flugvelli á Suðvesturlandi

Þorgeir lagði áherslu á samfélagslegt öryggi flugvallarins í máli sínu, það er almennt öryggi landsmanna og almannavarnir, og setti hann þessa þætti í samhengi við meginhlutverk Reykjavíkurflugvallar að vera miðstöð innanlandsflugsins.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur einnig fram að öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir hlutverk sitt sem alhliða öryggisflug­völlur afar vel og Hvassahraun er í raun eini hugsanlegi annar kostur en Reykjavíkur­flugvöllur í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins, að mati Þorgeirs. Áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur er þó þörf á miklum undirbúningi.

Þá segir Þorgeir að tryggja verði rekstur Reykjavíkurflugvallar á meðan nýjum flugvelli til að taka við hlutverki hans hefur ekki verið fundinn staður og hann byggður.

Mikilvægt að forðast deilur um miðstöð innanlandsflugs

Jón kynnti skipan nýs starfshóps um framtíð Reykjavíkurflugvallar í dag. Hann telur mikla undirbúningsvinnu fram undan áður en hægt verði að taka málefnalega ákvörðun um framtíð flugvallarins. „Það er mikilvægt að um miðstöð innanlandsflug í landinu séu ekki háværar deilur sem geta skaðað starfsemina. Þetta er hluti af okkar samfélagi og við verðum að hafa alvöru miðstöð innanlandsflugs í landinu.“

Frétt mbl.is: Borgarstjóri í nýjum starfshóp um Reykjavíkurflugvöll

„Ég tel að það sé tímabært að við stöldrum við og skoðum þetta af heilum hug. Ég útiloka ekki að það geti orðið flutningur á starfsemi innanlandsflugsins í framtíðinni, en það þarf þá að vera ákvörðun sem tekin verður af mjög ígrunduðu máli,“ segir Jón. Nýskipaður starfshópur tekur til starfa á næstu dögum og býst Jón við að hópurinn muni skila tillögum sínum um mitt næsta ár.   

mbl.is

Innlent »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
Faglærður húsasmiður .
Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hef langa og fjölbreytt...
 
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...