Bensín og dísil hækka um 8 og 18 kr.

Hækkunin mun nema um 8 krónum á bensínlítra og 18 …
Hækkunin mun nema um 8 krónum á bensínlítra og 18 krónum á dísillítra.

Olíu- og bensíngjald verður jafnað á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í morgun. Áhrif þess verða um 8 krónu hækkun á bensínlítra og 18 krónu hækkun á dísilolíu. Þetta segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is eftir fundinn.

Breytingin er talin munu skila ríkissjóði um 1,7 milljörðum á árinu í auknar tekjur. Sagði Benedikt á fundinum í morgun að áður hefði verið talið betra fyrir umhverfið að notast við dísil og því væru lægri gjöld á það eldsneyti. Aftur á móti hefðu rannsóknir síðar meir bent til þess að dísilolía væri verri en áður var talið og því teldi ríkisstjórnin rétt að jafna gjaldið nú.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á fundinum.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert