Forréttindi að hafa gaman af vinnunni

Vinnan er ástríða Ásthildar. Hún hefur í starfi sínu þróað ...
Vinnan er ástríða Ásthildar. Hún hefur í starfi sínu þróað ýmsar leiðir til þess að hjálpa börnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásthildur Bjarney Snorradóttir er talmeinafræðingur og rithöfundur. Í tilefni af 65 ára afmæli og yfir 40 ára starfsafmælis verður haldin afmælisráðstefna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur í Gerðubergi á afmælisdaginn 14. september.

„Það var yndislegt að búa á Akranesi, en ég fór að heiman 16 ára. Flutti í eitt herbergi í Reykjavík og sá um mig sjálf,“ segir Ásthildur sem fædd er á Akranesi. Hún býr enn í Reykjavík með eiginmanni sínum og hundi.

,,Ég fór í kennaranám. Mér fannst svo skemmtilegt að vinna með börnum með frávik og menntaði mig sem sérkennari. Þegar ég uppgötvaði hversu mikil tenging er milli máls og lestrar fékk ég áhuga á að læra talmeinafræði,“ segir Ásthildur sem fór til Noregs og menntaði sig sem talmeinafræðingur. Á þeim tíma var þörfin mikil og fáir talmeinafræðingar á Íslandi.

Ljáðu mér eyra

„Á fimmtugsaldri reif ég fjölskylduna upp og flutti til Bandaríkjanna. Ég fór í mastersnám með áherslu á talmeinafræði og gerði rannsókn um hljóðkerfisvitund. Í kjölfarið gaf ég út, ásamt Valdísi B. Guðjónsdóttur talmeinafræðingi, Ljáðu mér eyra, sem er vinnubók fyrir börn um hljóðkerfisvitund.“

Að sögn Ásthildar er talmeinafræði mjög víðtækt svið. „Í öðrum löndum geta talmeinafræðingar sérhæft sig. Hér á landi er það erfitt vegna skorts á talmeinafræðingum,“ segir Ásthildur og bætir við að það horfi allt til betri vegar eftir að kennsla í talmeinafræði hófst á Íslandi.

Engillinn Rafael sem valdi að koma til jarðar að hjálpa ...
Engillinn Rafael sem valdi að koma til jarðar að hjálpa og kenna börnum. mbl.is/Eggert


„Ráðstefna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur verður haldin í tilefni af 65 ára afmæli mínu og meira en 40 ára starfsafmæli í Gerðubergi á fimmtudaginn. Það stefnir í að allt verði fullt á afmælisráðstefnunni. Ráðstefnan er gríðalegur heiður fyrir mig,“ segir Ásthildur og bætir við að á ráðstefnunni verði kynnt spennandi málörvunarverkefni og smáforrit, þróunarverkefni og hvernig hægt sé að varast streitu og kulnun í starfi, tengsl máls og lestrar, hvernig hægt sé að vinna markvisst með börnum og einstaklingsmiðuð nálgun þar sem þörfum hvers og eins er mætt.

Rithöfundurinn Ásthildur hefur gefið út töluvert af barnabókum. Meðal annars bækurnar um Bínu bálreiðu og bókina um Rafael sem seld var á vefsíðunni Amazon. Rafael er engill sem valdi að koma til jarðarinnar að hjálpa börnum að setja sig í spor annarra og vinna úr erfiðum aðstæðum. „Börnin læra hvernig á að takast á við ýmis vandamál eins og lesblindu og athyglisbrest. Þau fá innsýn í eigin vanda og skilja aðra sem eiga í erfiðleikum betur,“ segir Ásthildur sem einnig hefur gefið út mikið af kennsluefni og prófum í bókaformi auk smáforrits. Ýmist hefur hún gefið út efnið ein eða í samstarfi við aðra talmeinafræðinga.

Það er nóg að gera hjá Ásthildi. Hún starfar á skrifstofu fræðslu og frístundaþjónustu. Hún segir að stór hluti af vinnu hennar sé ráðgjöf og þjónusta tengt málörvun og fyrirbyggjandi starfi.

„Það hefur náðst gríðarlega góð samvinna milli fagaðila varðandi læsisstefnu Hafnarfjarðarbæjar. Talmeinafræðingar komu að þeirri stefnu.Við erum á réttri leið og það hefur orðið vitundarvakning um snemmtæka íthlutun í Hafnarfirði. Allir verkferlar eru skýrari en áður var,“ segir Ásthildur og heldur áfram: „Málörvun og læsi eru mitt hjartans mál og áhugamál. Það eru algjör forréttindi. Mér finnst fólk gera lítið úr því hvað það skiptir miklu máli að hafa gaman af vinnunni.“

Undirstöðuatriði ekki í lagi

Þegar R-hljóðinu er náð í talkennslu er því fagnað með ...
Þegar R-hljóðinu er náð í talkennslu er því fagnað með R-köku.


Algjör vitundarvakning hefur orðið varðandi það að mæta börnum út frá eðli vanda hvers og eins, að sögn Ásthildar. „Þegar ég var í skóla var samasemmerki milli þess að vera lesblindur og heimskur. Það er langt í frá að það sé rétt. Þetta snýst um það að ákveðin undirstöðuatriði eru ekki í lagi. Það er ekki nóg að greina börn, það þarf að mæta þeim strax þegar geining liggur fyrir,“ segir Ásthildur með þunga. Hún heldur áfram. „Vandamál tengd máli og lestri hafa ekki aukist en þau hafa komið betur upp á yfirborðið. Börnum með málþroskafrávik og lestrarörðugleika getur liðið illa í skóla og þau eru oft falin í skólakerfinu. Sérstaklega stelpur sem sitja fallegar og prúðar. Vanlíðanin getur ýmist brotist út í vanvirkni eða ofvirkni. Annað sem við verðum að skoða er óeðlileg streita hjá ungu fólki. Notkun samskiptamiðla er farin úr böndunum,“ segir Ásthildur.

Hún segir að börnum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli sé ekki nægjanlega sinnt. „Það er allt of mikið brottfall hjá þeim börnum úr skóla. Við höfum ekki næga þekkingu í þessum málum og verðum að verða okkur úti um hana.“

Fyrir utan það hvað Ásthildi finnst vinnan skemmtileg og spennandi hefur hún gaman af músík. „Ég er á leið á Rolling Stones-tónleika í Amsterdam. Ég brenn fyrir tónlist frá þeim tíma þegar ég var ung,“ segir Ásthildur dreymin.

Varð að gera eitthvað

Ásthildur og Bjartey Sigurðardóttir unnu saman að Orðagulli.
Ásthildur og Bjartey Sigurðardóttir unnu saman að Orðagulli.


Kulnun og streita á hug Ásthildar um þessar mundir svo og heilbrigður lífsstíll.

„Ég á það til að færast of mikið í fang. Ég var komin í þrot með einkenni kulnunar. En þá tók ég málin í mínar hendur. Tók ábyrgð á eigin heilsu.“ Ásthildur fann góðan einkaþjálfara, breytti um mataræði og minnkaði streitu með slökun og líkamsrækt.

„Ég varð að gera eitthvað ef ég ætlaði ekki að missa heilsuna. Auðvitað tók ég þetta alla leið. Ég geri það alltaf og fer stundum aðeins lengra.“ Ásthildur segir að eftir vissan aldur þurfi fólk að halda sér við með því að lyfta. „Ég fór á hreint fæði og tók að lyfta. Það eru allt of litlar kröfur gerðar til fólks á mínum aldri bæði líkamlega og andlega.

Ásthildur segist betur í stakk búin til þess að takast á við lífið eftir lífsstílsbreytingarnar.

„Ég hef grennst mikið en mestu máli skiptir að lifa í núinu. Hugsa um anda, sál og líkama. Þetta þarf allt að spila saman. Þetta er heilmikil vinna en við berum sjálf ábyrgð á heilsu okkar,“ segir Ásthildur og hvetur fólk til þess að leita hjálpar til þess að byrja með. „Það er erfitt að breyta hlutunum einn.“

Ásthildur segist skoða líf sitt með öðrum hætti nú. Hún hyggst minnka starfshlutfall hjá Hafnarfjarðarbæ og njóta þess að vera til.

„Ég er ekki að fara að setjast helgan stein. Hvað svo sem það er. Mig langar til þess að skrifa fleiri barnabækur. Kannski er ég ofvirk. Að minnsta kosti hlæja vinir mínir þegar ég tala um að fara að hægja á,“ segirÁsthildur sem tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega. Hún segir að eftir því sem hún verði eldri leyfi hún sér að vera meira eins og hún er.

Ásthildur segir að góður talmeinafræðingur þurfi að vera með hjartað á réttum stað, þykja vænt um börnin, hugsa um foreldrana, hafa áhuga á fólki, þykja vænt um það og geta sett sig í spor annarra. „Í einu orði kærleikur,“ segir Ásthildur, orkumikil baráttukona sem brennur fyrir vinnuna.

Mál og lestur ekki aðskilin

Ef börn greinast með málþroskafrávik er strax gripið inn í með íhlutun. Það kemur í veg fyrir ýmsa örðugleika. Allar rannsóknir sýna að draga megi úr og koma í veg fyrir ýmsa örðugleika með því að grípa strax inn í og hefja þjálfun. Það verður aldrei of oft minnt á það að mál og lestur eru sama hlið á sama peningi.

Innlent »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

Í gær, 20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

Í gær, 18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

Í gær, 18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

Í gær, 18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

Í gær, 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

Í gær, 17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

Í gær, 17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

Í gær, 18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

Í gær, 17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

Í gær, 16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...