Forréttindi að hafa gaman af vinnunni

Vinnan er ástríða Ásthildar. Hún hefur í starfi sínu þróað ...
Vinnan er ástríða Ásthildar. Hún hefur í starfi sínu þróað ýmsar leiðir til þess að hjálpa börnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásthildur Bjarney Snorradóttir er talmeinafræðingur og rithöfundur. Í tilefni af 65 ára afmæli og yfir 40 ára starfsafmælis verður haldin afmælisráðstefna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur í Gerðubergi á afmælisdaginn 14. september.

„Það var yndislegt að búa á Akranesi, en ég fór að heiman 16 ára. Flutti í eitt herbergi í Reykjavík og sá um mig sjálf,“ segir Ásthildur sem fædd er á Akranesi. Hún býr enn í Reykjavík með eiginmanni sínum og hundi.

,,Ég fór í kennaranám. Mér fannst svo skemmtilegt að vinna með börnum með frávik og menntaði mig sem sérkennari. Þegar ég uppgötvaði hversu mikil tenging er milli máls og lestrar fékk ég áhuga á að læra talmeinafræði,“ segir Ásthildur sem fór til Noregs og menntaði sig sem talmeinafræðingur. Á þeim tíma var þörfin mikil og fáir talmeinafræðingar á Íslandi.

Ljáðu mér eyra

„Á fimmtugsaldri reif ég fjölskylduna upp og flutti til Bandaríkjanna. Ég fór í mastersnám með áherslu á talmeinafræði og gerði rannsókn um hljóðkerfisvitund. Í kjölfarið gaf ég út, ásamt Valdísi B. Guðjónsdóttur talmeinafræðingi, Ljáðu mér eyra, sem er vinnubók fyrir börn um hljóðkerfisvitund.“

Að sögn Ásthildar er talmeinafræði mjög víðtækt svið. „Í öðrum löndum geta talmeinafræðingar sérhæft sig. Hér á landi er það erfitt vegna skorts á talmeinafræðingum,“ segir Ásthildur og bætir við að það horfi allt til betri vegar eftir að kennsla í talmeinafræði hófst á Íslandi.

Engillinn Rafael sem valdi að koma til jarðar að hjálpa ...
Engillinn Rafael sem valdi að koma til jarðar að hjálpa og kenna börnum. mbl.is/Eggert


„Ráðstefna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur verður haldin í tilefni af 65 ára afmæli mínu og meira en 40 ára starfsafmæli í Gerðubergi á fimmtudaginn. Það stefnir í að allt verði fullt á afmælisráðstefnunni. Ráðstefnan er gríðalegur heiður fyrir mig,“ segir Ásthildur og bætir við að á ráðstefnunni verði kynnt spennandi málörvunarverkefni og smáforrit, þróunarverkefni og hvernig hægt sé að varast streitu og kulnun í starfi, tengsl máls og lestrar, hvernig hægt sé að vinna markvisst með börnum og einstaklingsmiðuð nálgun þar sem þörfum hvers og eins er mætt.

Rithöfundurinn Ásthildur hefur gefið út töluvert af barnabókum. Meðal annars bækurnar um Bínu bálreiðu og bókina um Rafael sem seld var á vefsíðunni Amazon. Rafael er engill sem valdi að koma til jarðarinnar að hjálpa börnum að setja sig í spor annarra og vinna úr erfiðum aðstæðum. „Börnin læra hvernig á að takast á við ýmis vandamál eins og lesblindu og athyglisbrest. Þau fá innsýn í eigin vanda og skilja aðra sem eiga í erfiðleikum betur,“ segir Ásthildur sem einnig hefur gefið út mikið af kennsluefni og prófum í bókaformi auk smáforrits. Ýmist hefur hún gefið út efnið ein eða í samstarfi við aðra talmeinafræðinga.

Það er nóg að gera hjá Ásthildi. Hún starfar á skrifstofu fræðslu og frístundaþjónustu. Hún segir að stór hluti af vinnu hennar sé ráðgjöf og þjónusta tengt málörvun og fyrirbyggjandi starfi.

„Það hefur náðst gríðarlega góð samvinna milli fagaðila varðandi læsisstefnu Hafnarfjarðarbæjar. Talmeinafræðingar komu að þeirri stefnu.Við erum á réttri leið og það hefur orðið vitundarvakning um snemmtæka íthlutun í Hafnarfirði. Allir verkferlar eru skýrari en áður var,“ segir Ásthildur og heldur áfram: „Málörvun og læsi eru mitt hjartans mál og áhugamál. Það eru algjör forréttindi. Mér finnst fólk gera lítið úr því hvað það skiptir miklu máli að hafa gaman af vinnunni.“

Undirstöðuatriði ekki í lagi

Þegar R-hljóðinu er náð í talkennslu er því fagnað með ...
Þegar R-hljóðinu er náð í talkennslu er því fagnað með R-köku.


Algjör vitundarvakning hefur orðið varðandi það að mæta börnum út frá eðli vanda hvers og eins, að sögn Ásthildar. „Þegar ég var í skóla var samasemmerki milli þess að vera lesblindur og heimskur. Það er langt í frá að það sé rétt. Þetta snýst um það að ákveðin undirstöðuatriði eru ekki í lagi. Það er ekki nóg að greina börn, það þarf að mæta þeim strax þegar geining liggur fyrir,“ segir Ásthildur með þunga. Hún heldur áfram. „Vandamál tengd máli og lestri hafa ekki aukist en þau hafa komið betur upp á yfirborðið. Börnum með málþroskafrávik og lestrarörðugleika getur liðið illa í skóla og þau eru oft falin í skólakerfinu. Sérstaklega stelpur sem sitja fallegar og prúðar. Vanlíðanin getur ýmist brotist út í vanvirkni eða ofvirkni. Annað sem við verðum að skoða er óeðlileg streita hjá ungu fólki. Notkun samskiptamiðla er farin úr böndunum,“ segir Ásthildur.

Hún segir að börnum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli sé ekki nægjanlega sinnt. „Það er allt of mikið brottfall hjá þeim börnum úr skóla. Við höfum ekki næga þekkingu í þessum málum og verðum að verða okkur úti um hana.“

Fyrir utan það hvað Ásthildi finnst vinnan skemmtileg og spennandi hefur hún gaman af músík. „Ég er á leið á Rolling Stones-tónleika í Amsterdam. Ég brenn fyrir tónlist frá þeim tíma þegar ég var ung,“ segir Ásthildur dreymin.

Varð að gera eitthvað

Ásthildur og Bjartey Sigurðardóttir unnu saman að Orðagulli.
Ásthildur og Bjartey Sigurðardóttir unnu saman að Orðagulli.


Kulnun og streita á hug Ásthildar um þessar mundir svo og heilbrigður lífsstíll.

„Ég á það til að færast of mikið í fang. Ég var komin í þrot með einkenni kulnunar. En þá tók ég málin í mínar hendur. Tók ábyrgð á eigin heilsu.“ Ásthildur fann góðan einkaþjálfara, breytti um mataræði og minnkaði streitu með slökun og líkamsrækt.

„Ég varð að gera eitthvað ef ég ætlaði ekki að missa heilsuna. Auðvitað tók ég þetta alla leið. Ég geri það alltaf og fer stundum aðeins lengra.“ Ásthildur segir að eftir vissan aldur þurfi fólk að halda sér við með því að lyfta. „Ég fór á hreint fæði og tók að lyfta. Það eru allt of litlar kröfur gerðar til fólks á mínum aldri bæði líkamlega og andlega.

Ásthildur segist betur í stakk búin til þess að takast á við lífið eftir lífsstílsbreytingarnar.

„Ég hef grennst mikið en mestu máli skiptir að lifa í núinu. Hugsa um anda, sál og líkama. Þetta þarf allt að spila saman. Þetta er heilmikil vinna en við berum sjálf ábyrgð á heilsu okkar,“ segir Ásthildur og hvetur fólk til þess að leita hjálpar til þess að byrja með. „Það er erfitt að breyta hlutunum einn.“

Ásthildur segist skoða líf sitt með öðrum hætti nú. Hún hyggst minnka starfshlutfall hjá Hafnarfjarðarbæ og njóta þess að vera til.

„Ég er ekki að fara að setjast helgan stein. Hvað svo sem það er. Mig langar til þess að skrifa fleiri barnabækur. Kannski er ég ofvirk. Að minnsta kosti hlæja vinir mínir þegar ég tala um að fara að hægja á,“ segirÁsthildur sem tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega. Hún segir að eftir því sem hún verði eldri leyfi hún sér að vera meira eins og hún er.

Ásthildur segir að góður talmeinafræðingur þurfi að vera með hjartað á réttum stað, þykja vænt um börnin, hugsa um foreldrana, hafa áhuga á fólki, þykja vænt um það og geta sett sig í spor annarra. „Í einu orði kærleikur,“ segir Ásthildur, orkumikil baráttukona sem brennur fyrir vinnuna.

Mál og lestur ekki aðskilin

Ef börn greinast með málþroskafrávik er strax gripið inn í með íhlutun. Það kemur í veg fyrir ýmsa örðugleika. Allar rannsóknir sýna að draga megi úr og koma í veg fyrir ýmsa örðugleika með því að grípa strax inn í og hefja þjálfun. Það verður aldrei of oft minnt á það að mál og lestur eru sama hlið á sama peningi.

Innlent »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

11:58 „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Tvær hrunskýrslur í janúar

11:57 Tvær skýrslur sem tengjast beint hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmlega níu árum síðan verða birtar í janúar. Er önnur skýrslan um veitingu þrautavaraláns Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir hrun bankans og hin skýrslan um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Meira »

Öflug vöktun vegna óhreinsaðs skólps

11:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta strandlengjuna við og í nágrenni Faxaskjóls oftar en ella meðan á viðgerð Veitna stendur í skólpdælustöðinni Faxaskjóli dagana 20. til 27. nóvember samkvæmt áætlun. Niðurstöður mælinga eru birtar á vef Heilbrigðiseftirlitsins eftir því sem þær berast. Meira »

Leit ekki út fyrir að vera alvarlegt

11:45 Fólkið sem lenti í rútuslysinu við Lýsuhól á Snæfellsnesi í gær leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Þrír voru engu að síður fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Alvarlegt slys á Biskupstungnabraut

11:42 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Biskupstungnabrautin lokuð við Sogið vegna umferðarslyss. Ekki vita að hversu lengi lokunin varir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma á slysstað. Meira »

UNICEF verðlaunar skóla í tilefni dagsins

11:43 Í tilefni alþjóðlega dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu Réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Meira »

Sólarljós hefur skaðleg áhrif á snuð

11:18 Skoðun Neytendastofu á snuðum fyrir börn hefur leitt í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi og jafnvel hættulegar börnum. Skoðuð voru yfir 900 snuð af 74 tegundum. Kom í ljós að 27% af snuðunum voru ekki allar merkingar í lagi. Meira »

„Betra að vanda sig í upphafi“

10:56 „Við erum að vanda okkur, þetta skiptir máli. Við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fyrir fund sinn með formönnum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

300 manns gáfu íslenskum börnum föt

10:48 Tæplega 300 manns komu og gáfu föt í árlega fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla sem fór fram í gær, í tilefni af degi mannréttinda og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin gekk vonum framan og tókst að fylla 20 rúmmetra sendiferðabíl af fötum og gott betur en það. Meira »

Baldur bilaður og ferðir falla niður

10:43 Vegna bilunar í aðalvél farþegaferjunnar Baldurs hafa allar ferðir hennar milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey verið felldar niður. Meira »

„Ætluðum að vera komin lengra“

10:35 „Þetta er verk sem tekur nokkra daga, kannski aðeins lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir en það hefur ekkert komið upp á sem veldur manni áhyggjum. Þetta er bara þannig að allir vilja vanda sig,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fund sinn með formönnum VG og Framsóknarflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

Þurfa að finna lendingu í mörgum málum

10:18 Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem þau reyna að mynda nýja ríkisstjórn. „Það liggur fyrir fyrirfram að hér eru þrír ólíkir flokkar og það eru mörg mál sem þarf að finna lendingu í,“ sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir fundinn. Meira »

Aðalmeðferðin ekki fyrr en á miðvikudag

09:26 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni hefst ekki fyrr en á miðvikudaginn, en fyrr í morgun hafði verið sagt frá því að málið hæfist í dag. Þetta staðfestir saksóknari málsins við mbl.is. Samkvæmt upplýsingum á vef Héraðsdóms Reykjavíkur átti málið að hefjast í dag. Meira »

Flugnámsbraut í boði í fyrsta sinn

10:34 Fyrsti hópur nemenda á flugnámsbraut Icelandair hóf nám í Flugakademíu Keilis 17. nóvember en alls voru innritaðir 26 nýnemar og þar af 20 á flugnámsbrautina. Þetta er fjórði bekkurinn sem hefur samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá Keili á þessu ári og í frysta sinn sem skiptið sem boðið er upp á nám á flugnámsbraut hér á landi. Meira »

Fundað um Öræfajökul í dag

10:04 Fundað verður um stöðu mála í Öræfajökli hjá almannavörnum klukkan 11:00. Að sögn Hjálmars Björgvinssonar, deildarstjóra hjá almannavörnum, er fyrst og fremst um stöðufund að ræða þar sem farið verður yfir gögn og bækur bornar saman. Meira »

Símon kjörinn dómstjóri

09:23 Símon Sigvaldason héraðsdómari var kjörinn dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur 28. september sl. og hefur verið skipaður í embættið frá og með 1. desember nk. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...